Undirbúningur hafinn: Heimsmeistaramót í Tékklandi 2007
28.6.2007 | 01:29
Besta leiđin til ađ gera drauma ţína ađ veruleika er ađ vakna.
Paul Valery
Ţá er mađur búinn ađ ná sér af flugţreytunni eftir Ameríkuflugiđ. Á morgun byrja ég ađ ţjálfa fimm ungmenni sérstaklega fyrir heimsmeistarakeppni barnaskólasveita í skák sem haldin verđur í Tékklandi í nćsta mánuđi. Síđustu ţrjú árin höfum viđ félagi minn, Tómas Rasmus, ţjálfađ ţau saman í Salaskóla. Fyrir mína tíđ ţjálfađi Smári Teitsson börnin í skólanum ásamt honum Tómasi; ţannig ađ ég kom ađ góđu búi. Skólastjórnendur hafa stutt sérstaklega vel viđ skákina; og hafa töfl í öllum skólastofum, auk ţess ađ halda töflum viđ á ganginum ţar sem ađ nemendur geta sest niđur í rólegheitum og teflt.
Á síđustu ćfinguna í vetur mćttu 18 stúlkur og 16 strákar.
Ţau hafa náđ gífurlega góđum árangri í vetur.
- Á Íslandsmóti grunnskólasveita lenti Salaskóli í 3. sćti á eftir Rimaskóla og Laugalćkjaskóla, en í kvöld lenti Laugalćkjaskóli í 2. sćti á Evrópumóti grunnskólasveita. Ađrar sveitir Salaskóla voru einnig verđlaunađar fyrir góđan árangur.
- A-sveitina skipuđu:
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Patrekur Maron Magnússon
- Eiríkur Örn Brynjarsson
- Páll Snćdal Andrason
- Varamađur: Ragnar Eyţórsson
- Á Íslandsmóti barnaskóla lenti Salaskóli í 2. sćti á eftir Grunnskóla Vestmannaeyinga ţrátt fyrir ađ okkur hafi vantađ lykilmann í A-liđiđ. Vestmannaeyingar tefla á Evrópumóti barnaskólasveita.
- A-sveitina skipuđu:
- Eiríkur Örn Brynjarsson
- Páll Snćdal Andrason
- Birkir Karl Sigurđsson
- Ómar Yamak
- Á Íslandsmóti barnaskóla, stúlknaflokki, lenti Salaskóli í 2. sćti á eftir Rimaskóla.
- A-sveitina skipuđu:
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Selma Líf Hlífarsdóttir
- Ragnheiđur Erla Garđarsdóttir
- Guđbjörg Lilja Svavarsdóttir
- Fimm börn og unglingar úr Salaskóla kepptu á Landsmóti í skólaskák. Ţađ er met, aldrei hafa fleiri ţáttakendur veriđ međ á landsmóti úr einum og sama skólanum. Ţau tefldu sem fulltrúar Reykjaneskjördćmis, sem telur Kópavog, Garđabć, Hafnafjörđ, Mosfellsbć, Seltjarnarnes og restina af Reykjanesinu. Međ ţađ í huga er ţetta einstakur árangur.

Páll Snćdal Andrason, einn af liđsmönnum sveitarinnar hefur sett upp bloggsíđu fyrir keppnina.
Ţau sem keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu eru:
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Patrekur Maron Magnússon
- Páll Snćdal Andrason
- Guđmundur Kristinn Lee
- Birkir Karl Sigurđsson
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)