Sá einmitt 'Stranger Than Fiction' í leikstjórn Marc Forster í dag!

StrangerThanFiction

Ég sá einmitt Stranger Than Fiction í dag með nemendum mínum. Hún er stórskemmtilega skrifuð, og vel leikstýrt af Marc Forster. Hann hugsar meira um karakter en hasar, sem ég held að geti gert Bond enn betri. Ég mæli eindregið með þessari mynd, sem er ekki gamanmynd þrátt fyrir að Will Ferrell leiki aðalhlutverkið, hún er meira drama og fantasía.

Nemendur mínir skrifuðu niður fullt af spurningum eftir að hafa séð Stranger Than Fiction í morgun, þær má sjá með því að smella hérna


mbl.is Marc Forster mun leikstýra næstu Bond-mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggað frá Bandaríkjunum # 4: Lélegt netsamband, F4-Silver Surfer og Knocked Up

Því miður hafði ég mjög takmarkað netsamband um helgina og virka daga er ég svo upptekinn að ég kemst ekki í bloggið. Reyndar hef ég verið duglegur við að læðast inn á óvarin netport, en þau eru ekkert sérstaklega áreiðanleg, og sambandið á það til að slitna við minnstu hreyfingu. 

Annars hef ég farið tvisvar í bíó síðustu daga.

Fyrri myndin var Fantastic 4: The Rise of the Silver Surfer. Ég var sáttur við fyrri myndina, en leikurinn og sagan í þessari mynd var fyrir neðan allar hellur. Eina heilsteypta persónan í myndinni var með rödd Lawrence Fishburne og teiknuð. Ég játa að nokkur atriði voru flott vegna tæknibrella, en sagan gaf þeim því miður ekkert bakland og misstu þau því áhrifamátt sinn. Myndin féll kylliflöt. Ég gef henni eina stjörnu.

Seinni myndin var Knocked Up, gerð af sama leikstjóra og 40 Year Old Virgin, og er ekkert síðri.***1/2. Aðalleikararnir fjórir eru fantagóðir, orðbragð frekar klúrt og alls ekki pólitísk rétt; en samt tekst að gefa myndinni hjarta. Maður trúir að þessar persónur gætu verið til og er ekki sama um hvernig fer fyrir þeim, sem er frekar sjaldgæft þessa dagana. Fyndin mynd sem skiptir máli.

Meira seinna...


Bloggfærslur 19. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband