Systir mín á forsíðu Fréttablaðsins um Internetsjónvarpsstöðina WaveTV

bilde?Site=XZ&Date=20070407&Category=LIFID01&ArtNo=104070078&Ref=V2&NoBorder

Þegar ég skoðaði forsíðu Fréttablaðsins í dag (Mogginn kom ekki út) fannst mér ég sjá kunnuglegt andlit. Ég lagfærði aðeins gleraugun og pýrði á myndina. Jú! Var þetta ekki systir mín á forsíðunni? Ég var fljótur að sækja símann og hringja í hana, en samtímis fletti ég upp á viðtalinu aftarlega í blaðinu.  Reyndar ætti ég ekki að láta svona lagað koma mér á óvart, myndir af henni hafa það oft birst í dagblöðum og sjónvarpi að þetta hlýtur að komast upp í vana einhvern daginn. Ekki fyrir mig samt. Wizard

Internetsjónvarpsstöðin WaveTV mun hefja útsendingar í maí árið 2007. Eins og nafnið gefur til kynna verða útsendingar fyrst og fremst á vefnum. Meðal dagskrárgerðarmanna er systir mín, Anna Brynja. Hún ætlar að halda utan um sjónvarpsþátt um afsnobbaða vínsmökkun. Þetta þýðir sjálfsagt að á morgun hendi ég á bloggið gagnrýni á Sideways, einni fyndnustu vínsmökkunarkvikmynd allra tíma.

Úr Fréttablaðinu 7. apríl 2007:

Á meðal þáttanna sem verða í boði á wave tv er vínþáttur í umsjón Önnu Brynju Baldursdóttur. Anna Brynja er lærð leikkona frá Rose Bruford College, og mun útskrifast sem leiklistarkennari frá LHÍ í vor. „Við ætlum svona að taka snobbið úr vínmenningunni. Hugmyndin er komin frá mér og kærastanum mínum. Hann er vínsérfræðingur, og ég er oft dálítið týnd í þessu," sagði Anna og hló. „Ég á eftir að koma með spurningarnar sem enginn þorir að spyrja. Þetta verður fræðsla í svona léttgeggjuðum dúr. Svo ætlum við líka að skoða hvernig vín er gert, ræða við alþingismenn um léttvínsfrumvarpið og heimsækja vínskólann, svo eitthvað sé nefnt," útskýrði hún. Anna segir þáttinn því verða tilvalinn fyrir fólk sem vill kynna sér grundvallarreglur í vínsmökkun og öðru, án þess að þurfa að fara alveg á kaf. „Þetta verður á mannamáli, sem vill nú oft á tíðum vanta í vínþætti. En þeir sem halda að þeir viti allt um vín munu líka hafa gaman af þessu," sagði hún.


Bloggfærslur 8. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband