Ættu Íslendingar þá ekki að láta banna Pathfinder?

photo_02_hires 

Vissulega eru sögulegar staðreyndir brenglaðar í 300, en ætlunin með þeirri kvikmynd er einfaldlega alls ekki að lýsa sögulegum staðreyndum. Þetta væri svipað og ef Íslendingar reyndu að fá Pathfinder, mynd sem verið er að frumsýna í þessari viku í Bandaríkjunum, bannaða á þeirri forsendu að íslenskan sem töluð er í myndinni gefi ranga mynd af íslensku og að víkingarnir sem fram koma eru ekki nákvæm lýsing á íslenskum víkingum. Tounge

photo_04_hires

Víkingarnir eru risavaxnir villimenn sem drepa allt sem hreyfist. Þeir tala alla íslensku bara í nefnifalli. Dæmi: "Þú vera vondur villimaður ég drepur þú upphrópunarmerki."

Gagnrýni mín á 300: 300 (2007) ****


mbl.is Sendiráð Írans í Ósló vill banna sýningar á „300"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband