Traustir leikarar í ofurhetjumyndum
16.4.2007 | 23:34
Ljóst er ađ ćvintýramyndir um ofurhetjur fara vaxandi í Hollywood. Nú er hver A-leikarinn á eftir öđrum farinn ađ taka ađ sér ađalhlutverk í ţessum myndum. Ţetta ţýđir vonandi ađ ţessar myndir verđi teknar alvarlega og ađ takist ađ dýpka ţćr á hliđstćđan hátt og gerst hefur á síđum teiknimyndaskáldsagna.
Edward Norton í The Incredible Hulk, eđa Hulk 2. Edward Norton hefur tvisvar sinnum veriđ tilnefndur til Óskarsverđlauna. Í fyrra skiptiđ fyrir sakborninn sem Richard Gere ţarf ađ verja í Primal Fear (1996) og í seinna skiptiđ fyrir stórleik sinn í American History X (1998) sem fordómafullur nýnasisti sem er knúinn til ađ horfast í auga viđ eigin fordóma. Hann hefur stöđugt gert áhugaverđa hluti síđan. Spennandi verđur ađ fylgjast međ honum berjast viđ ađ hamla grćna risann í hlutverki Bruce Banner. Frábćrt val á leikara í áhugavert hlutverk.
Eric Bana lék ađalhlutverkiđ í Hulk, sem leikstýrđ var af Ang Lee. Mér ţótti sú mynd frekar léleg, grćni risinn virkađi frekar vćminn og barátta hans viđ föđur sinn fór út í tóma steypu.
Nicolas Cage í Ghost Rider. Mér fannst Ghost Rider vel heppnuđ, og ţakka ţví ađ mestu leik Nicolas Cage, sem var góđ ţungamiđja í sögu sem var tómt rugl. Rétt eins og Harrison Ford í Star Wars, tókst mér ađ ná jarđsambandi í gegnum hann. Cage hefur tvisvar veriđ tilnefndur til Óskarsverđlauna, í fyrra skiptiđ vann hann fyrir leik sinn sem alkóhólisti međ sjálfseyđingarhvöt á háu stigi í Leaving Las Vegas (1995). Í seinna skiptiđ lék hann tvíburabrćđur í Adaptation (2002), en ţá vann hann ekki Óskarinn.
Christian Bale í The Dark Knight hefur aldrei veriđ tilnefndur til Óskarsverđlauna, en ég er viss um ađ ţađ komi ađ ţví. Hann hefur leikiđ eftirminnileg hlutverk, og ţá sérstaklega í American Psycho (2000) og The Machinist (2004) en hann er ađferđaleikari (method actor) sem lifir sig inn í ţau hlutverk sem hann leikur, rétt eins og Robert DeNiro var frćgur fyrir á sínum tíma, áđur en hann fór ađ slaka á.
Robert Downey Jr. í Iron Man er eitt mesta vandrćđabarn Hollywood, en jafnframt einn fremsti leikarasnillingur sem birst hefur. Hann hefur stöđugt veriđ í vandrćđum vegna dóps og alkóhólisma, og hefur ástand hans stundum haft slök áhrif á dómgreind hans í hlutverkavali. Hann hefur lent í fangelsi og međferđarheimilum vegna ţessa vanda, en virđist vera ađ hífa sig aftur á fyrri stall. Ţađ er vel viđ hćfi ađ hann leiki Iron Man, en Tony Stark, milljarđamćringurinn í vélbúningnum er einmitt glaumgosi sem á viđ áfengisvanda ađ glíma (a.m.k. í teiknimyndasögunum). Einnig er hann međ gangráđ til ađ halda hjartanu gangandi sem ţýđir ađ hann er algjörlega hjálparvana án búningsins. Robert Downey Jr. hefur einu sinni veriđ tilnefndur til Óskarsverđlauna, og ţá fyrir stórkostlegan leik í Chaplin (1992) en ţar breyttist hann einfaldlega í Charlie Chaplin. Einnig tók hann lagiđ Smile fyrir og flutti ţađ stórvel.
Ţú getur séđ flutning Robert Downey Jr. á Smile úr myndinni Chaplin međ ţví ađ smella á myndbandiđ hér fyrir neđan.
![]() |
Edward Norton leikur Hulk |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)