Stórmyndir: Gattaca (1997) ****

gattacaGattaca er ein besta vísindakvikmynd sem gerð hefur verið. Hún gerist í ekkert alltof fjarlægðri framtíð þar sem fæðingum flestra barna er stýrt með breytingum á genum þeirra.

Aðalhetja myndarinnar, Vincent Freeman, er fæddur eftir náttúrulegt samband. Við fæðingu er honum spáð dauða áður en hann nær þrítugsaldri vegna hjartagalla og skapgerðarbrests. Foreldrar hans ákveða að eignast annan son - erfðastilltan, sem er að þeirra mati verðugri arftaki.

Vincent sættir sig ekki við að örlög hans séu ráðin í tilraunaglösum og setur sér að láta draum sinn rætast, að verða geimfari og komast af þessari ofstjórnuðu plánetu. Leiðin út í geiminn er ekki vandalaus, en Vincent neyðist til að taka sér annað auðkenni og lifa lífi annars manns, fyrrum íþróttahetjunnar Jerome Eugene Morrow, sem varð fatlaður eftir umferðarslys. Það gefur honum möguleika á að komast í ferðina sem hann þráir. 

Morð er framið og verður Vincent einn af hinum grunuðu, sem magnar enn frekar vandamálin, og ekki nóg með það, einn af lögreglumönnunum grunar að hann sé ekki með allt sitt á hreinu og ákveður að kafa ofan í fortíð hans.

Í raun fjallar kvikmyndin um þann fasmisma sem gæti breiðst út í þjóðfélagi ef stjórnað væri í anda líffræðilegrar nauðhyggju. Umfram allt fjallar myndin um mikilvægi frelsis til að taka ákvarðanir um eigin líf og gerðir, þrátt fyrir að það geti strítt gegn almennri siðferðiskennd og lifa með þeim. Einnig fjallar hún um vináttu, réttlæti, bróðerni, ást og umburðarlyndi.

Ethan Hawke og Uma Thurman leika vel en Jude Law á stórleik. Mæli sterklega með henni. Sagan er traust og skilur mikið eftir sig.

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.


Bloggfærslur 5. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband