Hvað gerist ef allir hæfir kennarar hætta kennslustörfum?

bekkjarkeppni%20%ED%20sk%E1k%20004

Áður en ég reyni að svara þeirri spurningu vil ég gera lista yfir nokkrar af þeim hæfniskröfum sem einkenna góða kennara:

Þetta er alls ekki tæmandi listi. En allt þetta er satt um grunnskólakennara. Kennarar þurfa að vera gífurlega hæfileikaríkir einstaklingar til að annast börn á áhrifaríkan og góðan hátt. Það er kraftaverki líkast að enn skuli vera til kennarastétt miðað við þá mótstöðu sem hún hefur fengið frá þjóðfélaginu sem hún vill ekkert annað en styrkja. 

Kennarar þurfa að geta...

  • ... hugsað vel um hlutina og rætt við nemendur út frá öðrum sjónarhornum en sínu eigin.
  • ... borið saman og greint á milli ólíkra kenninga í ólíkum faggreinum
  • ... rætt um þróun sem stöðugt á sér stað í ólíkum faggreinum
  • ... kynnt uppruna hugmynda og hugtaka
  • ... gefið tilvísanir fyrir frekari lestur og rannsóknir
  • ... kynnt staðreyndir og hugtök frá skyldum faggreinum
  • ... lagt áherslu á skilning hugtaka

Kennarar þurfa að vera skipulagðir, skýrir og... :

  • ... geta útskýrt þegar það á við
  • ... vera vel undirbúnir
  • ... halda fyrirlestra sem auðvelt er að skilja
  • ... þarf að svara spurningum af varkárni og nákvæmni
  • ... gera samantektir á meginhugmyndum
  • ... skilgreina markmið fyrir hverja kennslustund
  • ... tilgreina hvað hún eða hann telur mikilvægt

Kennarar þurfa að geta stjórnað hópum og...

  • ... hvatt til samræðu í hóp
  • ... boðið nemendum að deila þekkingu sinni og reynslu
  • ... skýrt hugsanir með því að tiltaka rök
  • ... boðið nemendum að gagnrýna hans eða hennar eigin hugmyndir
  • ... vitað hvenær hópurinn á erfitt með að skilja hann eða hana
  • ... hafa áhuga og umhyggju fyrir gæðum eigin kennslu
  • ... fá nemendur til að nota hugtök til að sýna skilning

Kennarar þurfa að geta einbeitt sér að einstaklingum og...

  • ... hafa einlægan áhuga á nemendum sínum
  • ... vera vingjarnlegir við nemendur sína 
  • ... ná sambandi við nemendur sem einstaklinga
  • ... þekkja og heilsa nemendum fyrir utan skólatíma
  • ... vera aðgengilegur nemendum fyrir utan skólatíma
  • ... vera góður ráðgjafi fyrir viðfangsefni óháð námsefni
  • ... virða nemendur sem manneskjur

Fjölbreytileiki/áhugi

  • Kennari þarf að vera fjölbreytileg og kraftmikil manneskja
  • Kennari þarf að geta kynnt viðfangsefni á áhugaverðan hátt
  • Kennari virðist njóta þess að kenna
  • Kennari er áhugasamur um viðfangsefnin
  • Kennari þarf að virðast hafa gott sjálfstraust (erfitt þegar lítil virðing er borin fyrir starfi hans)
  • Kennari þarf að geta beitt röddinni með ólíkum áherslum
  • Kennari þarf að hafa kímnigáfu


100%20daga%20h%E1t%ED%F0%20008

Ef hæfileikaríkir kennarar hætta allir störfum mun fjölbreytileiki í skólastarfi hrynja. Námsefnið verður aðalatriðið, og þá á ég ekki við djúpa þekkingu á viðfangsefninu sem slíku, heldur fyrst og fremst hæfni til að komast í gegnum skólabækurnar og ná árangri á prófi. Nemandinn verður aukaatriði. Ólíklegt er að börnin tækju þátt í sérstökum verkefnum eða fengju að kynnast námsefni sem er námsskrá og kennslubókum framandi. Að missa leiðtoga sem sífellt sýna frumkvæði, viljum við missa slíkt fólk úr skólastofunni með börnum okkar? Viljum við ekki hæfasta mögulega fólkið? Eða er okkur bara sama og gætum alveg eins hugsað okkur að skilja börnin okkar eftir fyrir framan sjónvarpstæki eða leikjatölvu allan daginn?

Mig grunar að þekking almennings á kennarastarfinu sé frekar grunn, og þætti gaman að heyra hvað kennarar og nemendur hafa að segja. Ég hef örugglega gleymt fullt af mikilvægum eiginleikum kennara. En þá er bara að nota athugasemdirnar óspart og bæta við.

Ég hef á tilfinningunni að ég þurfi miklu meiri tíma til að koma orðum að því sem ég er að hugsa, en ég læt þetta duga í bili.

Heimildir: Characteristics of Effective Teachers


mbl.is Heimili og skóli lýsa yfir áhyggjum af viðræðuslitum kennara og launanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Karl sé búinn að sjá Super Size Me?

super-size-me-pMér finnst merkilegt hvernig stjórnmálamenn eru allt í einu tilbúnir að banna hitt og þetta. Fyrst er það VG gegn öllu klámi og svo Karl Bretaprins gegn McDonalds.

Hvers eiga klám og McDonalds að gjalda?

Og af hverju eru stjórnmálamenn og aðalsmenn eins og Karl svona dugleg við að hvetja til róttækra breytinga í samfélaginu á meðan allt er skítugt í þeirra eigin kompu?

Aðal vandamálið við stjórnvöld er einmitt hvað þau eru lélegar fyrirmyndir, og ég held að þau skáni lítið með því að setja boð og bönn, heldur með því að fylgja eigin sannfæringu um sína góðu málstaði, tala gegn því sem þeim líkar illa - en ekki endilega banna það.

Til að mynda var ég mjög hrifinn af því þegar mikill fjöldi Íslendinga lýsti því yfir að þeir væru ekki hrifnir að fá klámráðstefnu til Íslands. Það sýndi að siðferðiskenndin væri í lagi. Einnig finnst mér allt í lagi að borða ekki á McDonalds og gagnrýna þá fyrir óhollan mat og sem fyrirmynd óhollra lífsvenja.

Mér finnst bara alltof langt gengið þegar á líka að banna þessa hluti. Það þýðir að viðkomandi treysti ekki fólki fyrir að hugsa á gagnrýninn hátt og taka sínar eigin ákvarðanir. En ég trúi staðfastlega á það. Viðvörunarbjöllurnar fara í gang strax og einhver pólitíkus ákveður að hann ætli að hafa vit fyrir mér.

Klám er vafasöm iðja, en það er líka vafasamt að banna þá iðju. Ég held að McDonalds matur sé ruslfæði, en það þýðir ekki að ég vilji banna öllum að borða ruslfæði. Smá uppreisn gegn hollustu og 100% heilbrigðu líferni getur verið hollt. Sumt fólk þarf þess ventla til að lofta út stöku sinnum.


mbl.is Karl Bretaprins mælir með að McDonalds-staðir verði bannaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband