Leyndardómurinn að baki velgengni ofvirknislyfja (methylphenidate) eða réttlæting nytjahyggjunnar

Ég rakst á þessa grein sem skrifuð var árið 1991 af Lawrie Reznek. Hún er úr ritinu The Philosophical Defence of Psychiatry (Heimspekileg málsvörn geðlæknisfræðinnar) og titluð “The Virtues of the Medical Paradigm” eða “Dygðir hinna læknisfræðilegu viðmiða”.

Þessar hugmyndir voru notaður til að réttlæta notkun á ofvirkniklyfjum, eins og Rítalíni og Concerta, ekki aðeins fyrir ofvirk börn, heldur fyrir öll börn sem haga sér illa eða eiga erfitt með að stjórna sér. Réttlætingin felur í sér að allir græða, nema einstök börn sem fara illa út úr þessu. Er það í góðu lagi svo framarlega sem að það kemur heildinni vel? Er í lagi að fórna fáeinum óþekktaröngum fyrir skilvirkara samfélag?

“Í samfélagi lendum við sífellt í fyrirbæri sem ég vil kalla Vandamál um afbrigðileika. Til dæmis, frá því að skólar voru fundnir upp hafa verið börn í þeim sem hafa ekki einbeitt sér að vinnunni, hafa truflað kennslustundir og hafa alltof mikla orku til að kennararnir geti stillt þá af.

Árið 1957 “uppgötvaði” Maurice Laufer sjúkdóminn “hyperkinetic impulse disorder” eða “ mikil röskun líkamlegra hvata”. Einkenni þessa sjúkdóms voru ofvirkni, léleg einbeiting og hvatvísi. Slíkur geðsjúkdómur hefur marga kosti.

Í fyrsta lagi gerir hann okkur fært að annast slíka afbrigðilega hegðun með lyfjum - milljónir barna hafa verið deyfð með methylphenidate (sem Rítalín og Concerta eru búin til úr - DHB). Í öðru lagi er truflun í skólastofu læknuð - kennarar geta nú notað tíma sinn fyrir áhugasamari nemendur. Í þriðja lagi geta foreldrar forðast þá sektarkennd sem tengist því að gefa af sér slakara afkvæmi eða mistakast að ala það rétt upp. Þeir geta útskýrt slakan árangur hans eða hennar í skóla með því að vísa í sjúkdóm sem kallar á meðhöndlun. Í fjórða lagi græða hin börnin á minni látum í skólastofunni. Í síðasta og ekki sísta lagi fylgja þessu margar hagstæðar leiðir.

Lyfjafyrirtæki græða þar sem þau framleiða og selja uppgefnum foreldrum lyf sín. Og ef lyfjafyrirtækin græða, þá græðir samfélagið - störf verða til hjá lyfjafyrirtækjunum, og þetta þýðir að fleiri meðlimir samfélagsins hafa laun til að eyða, og þannig blómstrar allt samfélagið.

Það sem byrjaði sem vandamál fyrir foreldra, kennara, og önnur börn endar með því að hagnast öllum nema þeim sem eru á endanum róuð og þvinguð niður af lyfjunum. Með því að “uppgötva” sjúkdóminn ofvirkni er hægt að leysa mörg vandamál sem afbrigðileg börn stofna til.” (Reznek, 1991, p. 17)


Þessi röksemdafærsla er sambærileg við þau rök nasista að gyðinga þurfti að taka úr umferð því að þeir voru til of mikilla óþæginda í Evrópu. Einnig eru þessi rök sambærileg réttlætingu á dauðarefsingu í Bandaríkjunum, þar sem dauðarefsing er talin nauðsynleg til að fæla aðra mögulega glæpamenn frá glæpum, og einnig til að tryggja að mögulegum fórnarlömbum þeirra í framtíðinni verði bjargað með þessum hætti.

Það sem gerir rökin sambærileg er að verið er að hugsa um að losa alla aðra en viðkomandi ofvirkum einstaklingi, gyðingi eða glæpamanni við þjáninguna sem fylgir því að hafa svona afbrigðilega einstaklinga í samfélaginu. Ég er samt alls ekki að líkja ofvirkum saman við glæpamenn eða gyðinga, eða gyðingum við glæpamenn eða ofvirka, eða glæpamenn við ofvirka eða gyðinga. Þvert á móti, samkvæmt ofangreindum rökum verður hinn ofvirki, glæpamaðurinn eða gyðingurinn í Þýskalandi nasismans að fórnarlömbum nytjahyggjunnar. Reyndar má einnig líkja þessu við nornaveiðar á hinum myrku miðöldum, veiðar á kristnu fólki í fornu Róm og kommúnistaveiðum á McCarthy tímabilinu.

Ég vil taka það sérstaklega fram að ég tel ofvirkniklyf gagnleg þeim sem eru sannarlega greindir með ofvirkni, og þá ekki aðeins útfrá félagslegum þáttum, heldur einnig út frá heilaskönnun á heilum sem ekki hafa þegar fengið ofvirkniklyf - því að ofvirkniklyf hafa áhrif á þær heilamyndir sem skannaðar eru eftir að lyf hafa verið tekin. Hins vegar geta þessi ofvirkniklyf verið stórhættuleg þeim sem eru ekki ofvirkir og fá lyfin samt.

Læknisfræðilegt viðmið er að í hverju samfélagi séu um 5-10% barna ofvirk. Á Íslandi hafa sums staðar 44,8% drengja verið greindir ofvirkir og algengt er að 25,1% barna séu greind ofvirk að meðaltali á Íslandi. Þetta eru óeðlilega háar tölur sem krefjast viðbragða.

 


Textinn á frummálinu:

“In society, we are frequently faced with what I will call the Problem of Deviants. For example, ever since schools were invented there have been children that have not concentrated on their work, have disrupted their lessons, and have had too much energy for their teachers to contain. In 1957, Maurice Laufer ‘‘discovered’’ the disease of hyperkinetic impulse disorder which was characterized by over-activity, poor concentration and impulsivity. Such a mental illness has many advantages. First, it enables us to treat such deviant behaviour with drugs – millions of children have been sedated with methylphenidate. Second, the classroom disruption is cured – teachers can now devote their time to more rewarding pupils. Third, the parents can avoid the guilt associated with producing an inferior child or with failing to raise their child correctly. They can explain away his or her poor school performance by reference to a disease that needs treatment. Fourth, the other children are able to benefit from the decrease in classroom disruption. Last and not least, there are many valuable spin-offs. Drug companies benefit, making and selling their drugs to exhausted parents. And as drug companies benefit, so society benefits – jobs are created by the drug companies, and this means more members of society have salaries to spend, and so society as a whole prospers. What started off as being a problem for parents, teachers, and other children, ends up benefiting everyone except those who end up being sedated and depressed on the drugs. By ‘‘discovering’’ the disease of hyperactivity, the many problems generated by deviant children are solved.” (Reznek, 1991, p. 17)
  

Ekki gleyma því hversu viðkvæmt líffæri heilinn sjálfur er, því það er með honum sem við lærum stöðugt meira um leyndardóma hans og heimsins, eins og vel er kynnt í myndbandinu hér á eftir.



Bloggfærslur 13. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband