14 atriði sem þú vissir ekki um RÍTALÍN og OFVIRKNI af því þú nenntir aldrei að pæla í þessum málum
11.12.2007 | 23:01
Heilinn er lítt kannaður heimur sem við verðum að ferðast um með gát.
Eftir að hafa kíkt á bloggfærslu Sporðdrekans, sem benti á heimildarmyndina The Drugging of Our Children, sem hægt er að horfa á í fullri lengd með því að smella hér, og horft á hana, og eftir að hafa í nokkur ár furðað mig á alltof mikilli rítalínsneyslu íslenskra barna og alltof óábyrgs tals um eðli ofvirkni, þar sem venjuleg börn sem kunna ekki alveg að haga sér (óþekk börn) eru skilgreind sem ofvirk, sé ég mér ekki annað fært en að skrifa stutta grein um þessi mál.
- Rítalín er mild útgáfa af amfetamíni. Gárungar hafa kallað það kókaín fyrir börn.
- Rítalín inniheldur Methylphenidate. Sterkara en koffín. Veikara en amfetamín. Erfitt að venja sig af því vegna fráhvarfseinkenna.
- Samkvæmt alfræðiritinu Britannica er ekki vitað nákvæmlega hvað rítalín gerir við heilann, þó að vitað sé að það hefur þau skammtímaáhrif að fólk róast og verður einbeittara.
- Þó að rítalín hafi góð skammtímaáhrif getur það haft slæm langtímaáhrif, rétt eins og okkur getur fundist gott að borða mikið af nammi, en vitum samt að það er ekki gott í raun.
- Rítalín hefur varanleg, og hugsanlega skaðleg áhrif á heilastarfsemina, nokkuð sem hægt er að greina með heilaskanna.
- Rítalín gagnast í sumum tilfellum en getur verið skaðlegt í öðrum. Enginn getur vitað fyrirfram, hvort sem að viðkomandi er sérfræðingur í ofvirkni eða ekki, hver áhrifin verða; og því verður að fylgja notkun geðlyfja eftir með reglulegum vitjunum, ekki sjaldnar en vikulega.
- Rítalín er vinsælt í dag vegna vel heppnaðrar auglýsingaherferðar bandarískra lyfjafyrirtækja, og einkennum neyslusamfélags sem finnur hamingjuna í að kaupa lausnir í stað þess að finna þær sjálf.
- Ofvirkni hefur ekki verið skilgreind sem lífrænn sjúkdómur og þar af leiðandi ekki réttlætanlegt að bregðast við ofvirkni með lyfjum.
- Sykur- og sælgætisneysla eða vannæring valda því beinlínis að börn sýna einkenni ofvirkni, án þess að þau séu í raun ofvirk. Að gefa börnum rítalín sem mótefni við vannæringu eða sykurneyslu er mjög varasamt.
- Of mikið sjónvarpsgláp getur gert börn sljó (sama hvað sjónvarpsefnið er), og út frá því geta þau verið greind með ofvirkni, án þess að vera í raun ofvirk. Þau hafa bara vanist á aðgerðarleysið sem fylgir því að glápa á sjónvarp.
- Of mikil tölvuleikjaspilun eða Internetflakk geta gert börn óróleg í hegðun (sama hverjir leikirnir eru eða hvaða vefsíður eru heimsóttar) þar sem þau upplifa mikið frelsi til að stjórna í tölvuleikjum, venjast því, og finnst óþægilegt þegar komið er í aðstæður þar sem þau fá ekki að stjórna neinu. Þessi hegðun getur verið ranglega greind sem ofvirkni.
- Michael Moore telur vera samband á milli geðlyfjaneyslu og fjöldamorða í skólum, niðurstaða sem hann komst að nokkru eftir að hann gaf út Bowling for Columbine. Þó að Michael Moore liggi ekki á sínum skoðunum og ljóst er hverjum hann er á móti, þá hafa fáir kafað jafn djúpt í fjöldamorðin í Columbine og hann hefur gert. Að hann skuli sjá líklegt samband á milli geðlyfja og hegðun morðingjanna gefur sannarlega tilefni til frekari rannsókna.
- Notkun á rítalíni getur leitt til notkunar á enn sterkari og hættulegri efnum.
- Ofneysla á rítalíni getur leitt til ógleði, pirrings, skjálfta, ofurhröðum viðbrögðum, vöðvatitrings, yfirliði (sem getur leitt til langvarandi meðvitundarleysis), alsælu, óskýrrar hugsunar, ofskynjunar, óráðs, svita, niðurgangs, hausverkja og jafnvel dauða.
NOKKRAR ÁBYRGÐARLAUSAR SPURNINGAR:
Hverjir hagnast á því að gefa börnum rítalín?
- Lyfjafyrirtækin, því þau geta selt meira?
- Skólarnir, því þeir fá meiri fjárframlög frá bæjarfélögum fyrir ofvirk börn?
- Bæjarfélögin, því þau fá meiri fjárframlög frá ríkinu fyrir ofvirk börn?
- Ríkið, því það fær fleiri skattborgara til að starfa þegar allt er (eða virðist vera) í lagi heima hjá þeim?
- Geðlæknar, því þeir sjá ljósið, lausnina á vandamálinu?
- Kennarar, því það gerir skólastarf auðveldara?
- Foreldrar, því þá er auðveldara að stjórna börnunum og þau geta verið sáttari við sjálf sig fyrir að vita að þetta er sjúkdómur sem þau hafa enga stjórn á?
- Börnin sjálf, sem geta loksins hlýtt skilyrðislaust?
- Sálfræðingar, því þeir þurfa ekki að greina dýpri vandamál og leysa þau, þar sem hægt er að leysa öll hegðunarvandamál með pillum?
Sýnishorn úr The Drugging of Our Children:
![]() |
Rítalín algengara hér en í nágrannalöndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |