Back to the Future, Part III (1990) ***

Doc Emmett Brown (Christopher Lloyd) hefur tekist ađ senda Marty McFly (Michael J. Fox) frá árinu 1955 til 1985, en honum ađ óvörum birtist Marty sekúndum síđar í allt öđrum fötum og segist vera önnur útgáfa af sjálfum sér sem búin er ađ fara til 1985, síđan 2015 og aftur til 1985. Svo fóru ţeir félagar til 1955 til ađ koma í veg fyrir framtíđ ţar sem Biff rćđur ríkjum.

Ţetta er of mikiđ af upplýsingum fyrir kallinn. Ţegar hann hefur jafnađ sig og ţeir félagar komast ađ ţví ađ Doc Brown verđur myrtur í villta vestrinu, ákveđur Marty ađ fara til villta vestursins vini sínum til bjargar. Yngri Doc Brown mótmćlir ekki og sendir Marty til ársins 1885. Viđ ţađ ađ bjarga vini sínum leggur Marty eigiđ líf í hćttu, ţar sem Mad-Dog Tannen (Thomas F. Wilson), sem hafđi hug á ađ myrđa Brown, hefur nú fengiđ áhuga á ađ myrđa Marty.

Félagarnir ákveđa ađ forđa sér inn í framtíđina, en vandinn er sá ađ tímavélin er bensínlaus og engin bensínstöđ nálćgt nćstu áratugina. Ţví verđur ţeim ţrautin ţyngri ađ koma tímavélinni upp í 88 mílur á klukkustund til ađ ferđast um tímann.

Ţeir ákveđa ađ ýta á eftir bílnum međ lest. Enn einu sinni keppa ţeir viđ klukkuna. Lestin á ađ koma klukkan átta ađ morgni, en Mad Dog ćtlar í byssueinvígi viđ Marty á nákvćmlega sama tíma.

Til ađ flćkja fléttuna kynnist Doc kennaranum Klöru Clayton (Mary Steenburgen) sem hann bjargar frá ţví ađ hrapa til bana ofan í Clayton gil (sem heitir ţá ekki lengur Clayton gil í framtíđinni). Ţau verđa ástfangin viđ fyrstu sýn og allt í einu langar Doc Brown alls ekki ađ ferđast til framtíđar međ Marty félaga sínum.

Ţessi framhaldsmynd gerir sömu mistök og númer tvö, nefnilega gefur sömu leikurum mörg hlutverk, sem virkar einfaldlega klúđurslega og ódýrt. Michael J. Fox leikur langa-langafa Marty, og Lea Thompson leikur langömmu Lorraine, auk ţess sem ađ Thomas F. Wilson leikur langa-langafa Biff. Ţarna hefđi frekar mátt bćta viđ fleiri góđum leikurum sem hefđu getađ gefiđ ţessum aukapersónum einhverja dýpt.

Tćknibrellurnar eru flottar sem fyrr, og sagan nokkuđ skemmtileg. Hún er langt frá frummyndinni, en ef ţú hafđir gaman af fyrri framhaldsmyndinni, ţá er ţessi töluvert betri.

Sýnishorn úr Back to the Future, part III:


Bloggfćrslur 10. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband