Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Vantar þig, fyrirtæki þitt eða stofnun, örugga og óháða aðstoð við skipulagsbreytingar?
20.10.2009 | 11:48
Viltu draga úr álagi? Þarftu að endurskipuleggja? Viltu vinna að endurskipulagningunni á traustan og skýran hátt, og helst á virkan hátt með samstarfsfólki þínu? Ef svo er, skaltu tala við mig.
Á krepputímum þarf að endurskipuleggja. Þannig er það bara. Ríkisstofnanir munu sameinast, deildir innan fyrirtækja verða lagðar niður eða sameinaðar öðrum, verkefni endurskipulögð.
Margir óttast um störf sín á Íslandi. Ekki að ástæðulausu. Endurskipulagningar eru farnar í gang og fyrsta hugmynd stjórnenda virðist oft snúast um að leysa frá störfum fólk sem gegnir ekki lykilhlutverki og má missa sín. Endurskipulagning krefst gífurlega vandaðrar vinnu, þar sem markmið, kröfur, mögulegar lausnir og afurðir þurfa sífellt að vera í sjónmáli, og samband þeirra skýrt og greinilegt, sérstaklega að skýrt sé þegar einum þætti er breytt hvernig hann hefur áhrif á aðra lykilþætti starfseminnar.
Endurskipuleggingar geta endað með ósköpum ef þær eru ekki gerðar vel. Í stað þess að huga fyrst og fremst að nauðsynlegum rekstrarþáttum er þeir stundum sneyddir af, og það getur í sjálfu sér valdið gífurlegum skaða á rekstri fyrirtækisins.
Eftir að hafa leitað tækifæra í Noregi síðasta hálfa árið, fann ég loks sprotafyrirtæki sem framleiðir vöru og hugmyndafræði sem ég held að geti reynst afar gagnlegt á krepputímum, varan heitir Scope Map, og hugmyndafræðin Scope Driven Management. Þú getur sótt forritið fyrir PC eða Mac hér, en það er einföld útgáfa af stóru lausninni, Scope Atlas, sem er miðlægt kerfi notað gegnum netið.
Hugmyndin er í sjálfu sér einföld. Starfsemi fyrirtækis eða skipulag verkefnis er teiknað upp með Scope Map hugbúnaðinum, og síðan er unnið skipulega að því að átta sig á forsendum hvers rekstrar- eða verkliðar, og þannig er hægt að finna óþarfa starfsemi sem hægt verður að stoppa og beina í gagnlegri farveg. Helsti styrkur kerfisins er að allt ferlið er myndrænt á einum skjá, í stað þess að vera í 100 blaðsíðna möppu, og eftir stutta stund með Scope Driven Management ráðgjafa kemur í ljós að það er heilmikið hægt að spara, þegar maður er meðvitaður um tengsl á milli forsenda og niðurstöðu verks.
Þessi vara hefur verið á markaði í 15 ár og þróuð af hugbúnaðarfyrirtækinu Ambitiongroup, sem samkvæmt Deloitte er fyrirtæki á hraðri uppleið, en það er í þriðja sæti yfir þau fyrirtæki sem uxu hraðast í Noregi frá 2007 til 2008. Þetta kerfi hefur verið notað víða um heim, og stefnan að dreifa því víðar.
Fyrirtæki sem hafa áhuga geta fengið ókeypis kynningu hjá mér í nóvember eða desember, en þyrftu að láta mig vita með góðum fyrirvara, þar sem ég þarf að koma til Íslands við annan mann til að halda slíkan fund.
Hafðu samband við mig í tölvupósti hrannar@scopemap.com viljirðu vita meira. Við getum komið á 90 mínútna fundi þar sem við getum sýnt þér hvernig kerfið virkar útfrá starfsemi þess reksturs eða verkefna sem þú berð ábyrgð á. Til þess að það sé mögulegt þarftu að senda okkur stutta greinargerð á ensku um kjarnann í ákveðnum rekstri eða verkefni. Við greinum textann, búum til Scope Map útfrá honum og sýnum þér mynd af rekstrinum sem gefur þér nýjar og skýrari hugmyndir sem hjálpar þér að taka góðar ákvarðanir hratt og örugglega.
Ég hef sótt stíf námskeið í þessari hugmyndafræði og hugbúnaði. Það sem kom mér mest á óvart er hvernig Scope Driven Management virkar vel með þeim hugmyndum um gagnrýna hugsun sem ég hef velt fyrir mér í áratugi.
Viðskipti og fjármál | Breytt 21.10.2009 kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veist þú hvað 14,5% verðbólga kostar þig mikið á dag?
28.8.2008 | 08:42
Á sama degi og íslenska landsliðinu í handknattleik er fagnað verðskuldað með mikilli og glæsilegri skrúðgöngu og fjöldafundi í miðbæ Reykjavíkur, og forsetinn sæmir þessa góðu drengi fálkaorðunni, berast fréttir af enn alvarlegra máli, að verðbólgan sé orðin 14,5%. Hvað þýðir það?
Skilgreining á verðbólgu samkvæmt Wikipedia:
Hækkun á verðlagi sem minnkar kaupmátt og lækkar virði fjármuna. Verðbólga hefur áhrif á hagkerfið með því að auka óvissu og letja fólk frá sparnaði. Verðbólga hefur einnig í för með sér hærri nafnvexti sem letja fólk frá fjárfestingum. Það verður til ójafnvægi í greiðslum þar sem að innflutningskostnaður lækkar en útflutningskostnaður hækkar. Gengisfelling verður einnig til þess að launajafnvægi fer úr skorðum, þannig að þeir sem eru á föstum launum missa kaupmátt, en þeir sem hafa breytilegri fjármögnun geta enn hagnast á hækkandi verði og vöxtum.(Þýðing: HB)
Því hærri sem verðbólgan er, því meira græða eigendur hlutfallslega á við skuldara, þó að allir tapi. Sumir tapa bara miklu meira en aðrir. Þetta er ekki mikið flóknara en það.
Ef þú átt 1000 krónur á bankareikningi á 5% vöxtum með verðtryggingu, þá dekkar verðtryggingin verðbólguna, og vextirnir verða 19,5%. Þannig breytast þessar 1000 krónur í tæpar 1200 krónur. Það sama gerist þegar einhver skuldar 1000 krónur á 5% vöxtum. Á sama tíma hækkar vöruverð, sem þýðir að sá sem átti pening fyrir stendur hugsanlega í stað í kaupmætti, en sá sem skuldar mun tapa mun hraðar.
Raunveruleg dæmi eru til um einstaklinga sem skulda 20 milljónir á 4,3% fasteignaláni. Í 14,5% verðbólgu rjúka þessar 20 milljónir upp í tæpar 24 milljónir. Hvað þýðir þetta margra mánaða aukavinnu fyrir manneskju með 150 þúsund krónur útborgaðar á mánuði? Reiknaðu nú. Þetta eru raunverulegar tölur í dag vegna þess hvernig fasteignaverð sprakk þegar húsnæðislán flæddu inn á fasteignamarkað.
Myndin sýnir hversu dramatískar breytingar verða á skuldum sem bera 4,3% verðtryggða vexti. Það væri hægt að sýna súluna til samanburðar við 0 krónur sem upphafstölu, en það myndi skekkja sýnina á hversu alvarlegur hlutur 14,5% verðbólga er fyrir fólk sem einungis hefur tekjur af launuðu starfi og með fastar mánaðartekjur.
Tíminn er nefnilega peningar.
Eignatilfærsla verður mikil. Bilið breikkar milli þeirra sem eiga og þeirra sem skulda. Eigendur græða jafnmikið og skuldarar tapa, sem sumum kann að þykja óréttlátt, því að þeir sem eiga meira hafa ekki jafn mikla þörf fyrir aukinn gróða og skuldarar sem þurfa að þræla sér út, bæta við aukavinnu og jafnvel taka sér aukastarf til að eiga fyrir útborgunum.
Hvað er það sem veldur þessari auknu verðbólgu? Er þetta eitthvað sjálfkrafa skrið, eða meðvituð aðgerð einhverra einstaklinga? Af hverju er stjórnsýslan að auka verðbólgu með hækkandi gjöldum? Er þetta með ráðum gert, eða bara tómur kjána- og klaufaskapur? Getur þetta hugsanlega verið ein af birtingarmyndum spillingar?
Við verðum að ná verðbólgunni niður með öllum tiltækum ráðum. Hvað er hægt að gera? Hvað þarf að gera?
Hefurðu reiknað út hvað verðbólgan kostar þig mikið
- á dag
- á viku
- á mánuði
- á ári?
Er hugsanlegt að verðbólgan hjaðni ekki þar sem að einhverjir vilja ekki að hún hjaðni?
Myndir:
Peningar: smallbiztechnology.com
Heimildir:
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)