Hreinskilni í orðavali: hvernig orðin skapa heimsmynd okkar

DALL·E 2023-12-07 09.55.14 - A grand and realistic image of a cowboy in a setting that reflects the importance of honesty and clear communication. The cowboy is engaging in a dial

Ímyndaðu þér ef þú kallaðir kött hund, og hund mús, og mús rottu. Hvað myndi gerast? Myndir þú rugla sjálfan þig í rýminu og kannski í leiðinni byrja að rugla aðra í rýminu? Segjum að þú kallaðir gulan rauðan og rauðan bláan og bláan grænan. Fljótlega færi allt í hnút, sérstaklega ef þú reyndir að ræða dýr og liti við annað fólk.

Það að nota réttu nöfnin yfir hlutina er eins og að vera hreinskilinn á eigin tungumáli, það snýst um að blekkja hvorki aðra né sjálfan sig. Ímyndaðu þér að einhver leggi aðra manneskju í einelti, og síðan þegar hún er ásökuð fyrir það, stígur eitt skref til baka og segir afsakandi: “djók!” Væri sú manneskja að kalla hlutina réttu nafni? Væri hún að beita öðru nafni til að rugla nærstadda í rýminu, varpa smá vafa á hlutina til að hún geti hugsanlega sloppið? Mögulega.

Þegar við höfum samskipti við annað fólk eru nákvæmni í orðavali og hreinskilni algjörlega nauðsynleg. Það er nefnilega vandasamara en margur heldur að geta rætt málin þrátt fyrir að allar forsendur séu á hreinu. Það er hægt að misheyrast og misskilja, þó að fólk geri sitt besta til að ræða saman af skynsemi. Það krefst þjálfunar og aga að ræða vel saman, sem felur í sér að hlusta á orð hinnar manneskjunnar og velja rétt eigin orð, og tengja síðan saman í það sem við viljum segja, hugsanir okkar, og í eðlilegu samhengi við samræðuna.

Þegar við veljum réttu orðin þá erum við að byggja forsendur fyrir góðri ákvarðanatöku og trausti. Þetta tryggir að við erum að ræða það sem við í raun og veru viljum ræða.

Fyrir manneskju sem vill rækta eigin hug, nálgast þekkingu og visku, og velta fyrir sér hugmyndum sem ná þúsundir ár aftur í tímann, þarf hún að þjálfa sig í að sjá hugmyndirnar skýrt fyrir sér og af heilindum. Hún þarf kannski að átta sig á því að orð yfir sömu hlutina breytast stundum, út frá samhengi orðræðunnar, og jafnvel út frá hefðum ólíkra menningarheima. Með því að greina og skilja forna og nýja texta, þjálfum við okkur í að hugsa rökrétt, en besta þjálfunin er samt þegar við beitum þessum orðum með okkar eigin hætti.

Það að velja réttu orðin er tengt því að sjá hlutina skýrt og greinilega, hreinskilni, skilningi og góðum samskiptum. 

Því miður gætir stundum að óvarkáru orðavali í daglegu tali, og þá þurfum við að vera á varðbergi, og gæta þess að kalla hlutina réttum nöfnum. Til dæmis þegar við sjáum einhvern beita mikilli hörku er betra að gagnrýna það sem manneskjan gerði fyrir að beita of mikilli hörku frekar en að kalla viðkomandi “fasista”, því slíkt orð er merkingarhlaðið og getur þýtt ólíka hluti fyrir ólíkt fólk. Það er nógu slæmt að beita of mikilli hörku, og það að bæta hugtaki eins og ‘fasisti’ við mun aðeins gera eitt, ýfa upp ófyrirsjáanlegar tilfinningar og reiði.

Það er nákvæmlega þetta sem gerist þegar við köllum hlutina ekki réttu nöfnunum, það verður til þess að umræðan fer í rugl og fólk verður ringlað, í stað þess að halda sig við staðreyndir og átta sig á hlutunum.

 


Hvernig verður siðferði okkar til?

Við ákveðum öll að lifa lífinu einhvern veginn, og við ákveðum að lifa því á ólíkan hátt. Sum okkar viljum við hlíða fornum hefðum, sumir vilja lifa lífinu eins og þeim sýnist, og sumir vilja fylgja ákveðnum leiðum sem þeim finnst skynsamleg. Sumar...

Allt það litla sem við gerum telur: hvernig við breytum heiminum

Við getum ekki ákveðið hvernig aðrir koma fram við okkur, en við getum ákveðið hvernig við sjálf komum fram við annað fólk. Að velja það að hegða okkur í samræmi við það hvernig við skiljum hið góða og réttlætið, tryggir að við vinnum ekki öðrum skaða,...

Trú og aðdáun - pælingar um hvernig við erum

Segjum að þú hafir áhuga á einhverju eins og skák eða fótbolta. Þá er ekkert eðlilegra en að ganga í skákfélag eða íþróttafélag ef þig langar til að keppa, og ef þig langar ekki til að keppa, finna þér annaðhvort einhvern skákmann eða fótboltafélag til...

Trúarbrögð sem stofnanir: meira en bara trú

"Trúarbrögð eru einstaklega félagsleg fyrirbæri. Trúarleg framsetning er sameiginleg framsetning sem tjáir sameiginlegan veruleika." (Durkheim. 1912. The Elementary Forms of Religious Life.” Í gær setti ég fram í spurningu þá staðhæfingu að...

Hlutverk trúarbragða: að varðveita þekkingu og visku fyrri kynslóða?

Nú vil ég aðeins velta fyrir mér hvernig við ekki aðeins komum uppgötvunum okkar til skila, ekki aðeins til einstaklinga heldur til mikils fjölda, og ekki aðeins til mikils fjölda heldur helst til allra, og ekki aðeins allra sem eru á lífi, heldur einnig...

Leitin að heiðarleika og hreinskilni

Sem barn og unglingur stóð ég sjálfan mig að því að vera manneskja sem ég vildi ekki verða. Þá laug, blekkti ég og sveik fólk. Til allrar hamingju áttaði ég mig á að þessi hegðun hafði slæm áhrif á þá sem urðu fyrir þessari hegðun, og það sem meira var,...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband