Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Ósamræmi milli upplýsinga fráfarandi ríkisstjórnar og veruleikans?

Það kæmi mér ekki á óvart. 

Á meðan við heyrum stanslausan úr þeim búðum um árangur eftir Hrun, þá á ég bágt með að trúa því. Ég styð ekki þær hugmyndir á tölulegum hagfræðirannsóknum, heldur á samtölum við fólk. Margir hafa neyðst til að flytja úr landi. Sumir hafa verið atvinnulausir það lengi að þeir eru dottnir út af atvinnuleysisskrám. Skattar hafa aukist það mikið að fólk á erfitt með að ná endum saman.

Og svo er það þessi frétt um nauðungarsölumálin.

Getur verið að síðasta ríkisstjórn hafi einungis miðað við árangur innan þeirra fjögurra ára sem hún var við völd, og talið lán frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum sér til tekna? Stundum gleymist nefnilega, og lán eru ekki tekjur, og að þau þurfi að borga til baka.

Kemur að skuldadögum.

Vonandi nær ný ríkisstjórn að taka vandann alvarlegum tökum, áður en hann spíralast í annað hrun. Það verður erfitt verkefni. En fyrst þarf að tryggja heimilum grundvallar nauðsynjar: mat, þak yfir höfuðið og klæði. Og þetta eiga allir að hafa. Þegar grundvallar nauðsynjar hafa verið tryggðar, þá fyrst er tími til að vernda þau með öllum hugsanlegum ráðum. 


mbl.is Ör fjölgun uppboðsbeiðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband