Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Eiríkur Ingi Jóhannsson: takk!
2.2.2012 | 17:45
Um viðtalið við Eirík Inga í Kastljósi. Aðdáunarverð frásögn af sorglegum atburði.
Takk fyrir gjöfina þína til okkar allra. Frásögn af hugrekki, samkennd og sjálfsbjörgunarhvöt.
Ég samhryggist í sorg þinni.
Þitt stóra hjarta er innblástur öllum þeim sem hafa þurft að berjast í ölduróti heimsins síðustu ár, reynt að synda í ljós þyrlunnar og gera sig sýnilega, í örvæntingarfullri leit að björgun, og þú sýnir í eitt skipti fyrir öll af hverju ekkert okkar á nokkurn tíma að gefast upp.
Kærar þakkir!
Trúmál og siðferði | Breytt 16.12.2014 kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar um húsnæðislánþega: "Við eigum með almennum hætti að hjálpa þessu fólki"
1.2.2012 | 19:17
Það geta verið full rök fyrir að fara í þá aðgerð, en þá verða menn að horfast í augu við að það kostar peninga, það er ekki hægt að gera endalaust fyrir alla, og við erum að ræða fyrir hverja á að fara í almennar aðgerðir, af hverju, og hvað erum við tilbúin að kosta miklu til þess. Ég tel að það sé kynslóð hérna sem hefur orðið fyrir meiri áföllum en aðrar kynsóðir í Íslandssögunni. Hún verður fyrir því að kaupa húsnæði eftir ágúst 2004 þegar markaðurinn er á uppsprengdum verðum út af inngripum hins opinbera. Þetta er ungt fólk sem að fær lán fyrir næstum því fullu kaupverði, verður svo fyrir því alvarlega áfalli að það fellur fasteignaverðið, í öðru lagi hækka skuldirnar í verðtryggða kerfinu okkar gríðarlega á fyrstu árunum eftir kaup, og í þriðja lagi verða þau fyrir verulegri kaupmáttarskerðingu, og ég held að það hafi engin kynslóð orðið fyrir jafn mörgum áföllum í einu, og ég held að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að við eigum með almennum hætti að hjálpa þessu fólki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)