Af hverju iPod Touch er langbesta græja sem ég hef átt

Ég hef átt fullt af tölvum um ævina, Sinclair ZX Spectrum 48K, Commodor 64, Amiga 2000, og svo nokkrar PC og Mac, fullt af símum, lófatölvum, MP3 spilurum, GPS tækjum og myndavélum. Ég hef gaman af græjum. 

Í dag á ég iPod Touch. Þetta er fyrsta tölvan sem ég hef átt sem gerir nákvæmlega allt eins og ég vil að það gerist, gerir það hratt og kemur mér sífellt á óvart. 

Það tekur mig um einn og hálfan tíma að fara til og koma heim úr vinnu daglega. Á meðan hef ég góðan tíma til að leika mér að iPod Touch græjunni. 

Ég hef horft á bíómyndir í þessari græju, til dæmis hef ég hlaðið niður Dilbert podcasti, sem gaman er að glugga í á leið í vinnu. Kemur mér alltaf í gott skap fyrir daginn. Einnig er hægt að spila flotta tölvuleiki, hlusta á hljóðbækur eða tónlist. Það er líka gott að lesa rafbækur með þessari græju. Hún getur bókstaflega allt nema spilað fótbolta, þó að hægt sé að kaupa fótboltaleiki í hana.

Það besta er að ég kemst á Internetið með wi-fi tengingu, þannig að þegar ég er nálægt heitum reit, get ég kíkt á tölvupóstinn, skoðað veðurspána, skoðað götukort, kíkt á YouTube, og hvað sem maður gerir með venjulegri tölvu. 

Snertiskjárinn er algjör snilld. Hann virkar þrusuvel og vandræðalaust. Ég keypti þunnar plastfilmur til að verja skjáinn og gúmmíhulstur utan um græjuna, og tel það skynsamlega leið til að verjast hnjaski. Sérstaklega skemmtilegt er þegar maður hallar tækinu, þá er jafnvægisnemi í græjunni sem stýrikerfið nemur, þannig að ef maður vill stærra letur þegar maður les til dæmis blogg, snýr maður bara græjunni 90 gráður, og myndin stækkar.

Ég hef átt þennan 16GB iPod touch í 6 mánuði og er hæstánægður með hann. 

Þá veistu það.

Og ég er ekki einu sinni að selja græjuna. Vil einfaldlega láta vita þegar ég upplifi eitthvað gott, gagnlegt eða skemmtilegt. 

 


ZX Sinclair Spectrum 48K

 


Commodore 64

 


Amiga 500

 

 

Myndir: apple.com og gamlar tölvur frá wikipedia

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband