Eru Íslendingar að tapa stríðinu án þess að vita af eigin þátttöku í því?

 

2327294439_f8de3dcdb9_o

Samkvæmt báðum erlendum gestum Silfurs Egils Helgasonar í dag, þeim Michael Hudson og John Perkins (smelltu á nöfn þeirra til að sjá myndskeiðin), á íslenska þjóðin í stríði, en berst ekki á móti árásarhernum því að hún veit ekki að stríð sé í gangi, enda er erfitt að trúa því, enda varla vilji eða nægur skilningur fyrir hendi hjá Íslendingum til að trúa slíkum fullyrðingum. Árásarherinn er bankakerfið og þessi her vill ekki drepa fólk og hirða síðan eigur þeirra, heldur fá fólkið til að gefa eigur sínar af fúsum og frjálsum vilja; náttúruauðlindir Íslendinga og mannauð.

702838211_20dd233922_o

Samkvæmt þessu er illt keisaraveldi til staðar sem stjórnar framgangi mála í heiminum, og þetta skuggaveldi er æðra öllum ríkisstjórnum og samsett af harðsvíruðum stjórnendum örfárra fyrirtækja, en þessir einstaklingar hafa nægileg völd til að geta hagað eftir eigin höfði hverjir ná lýðræðis- eða einræðisvöldum í hverju landi.

Her keisaraveldisins eru alþjóðlega hagkerfið með gjaldeyrissjóðinn í broddi fylkingar og bankastarfsmenn eru hermenn sem er hulið þeirra eigið hlutverk í stóru keðjunni. Fólk um heim allan er háð bankakerfinu og án þess kemst það ekki af. Her keisaraveldisins er nákvæmlega sama um þetta fólk, þó að bankastarfsmönnum sé það ekki - en það er bara hluti af blekkingunni. Sé andlit bankans fátt annað en gæskan sjálf, getur varla leynst úlfur í þeirri gæru?Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn er samkvæmt þessum kenningum ekki björgunarbátur þjóðanna, heldur miðstjórn keisarahersins - þeir sem negla niður fána á herteknum svæðum og krefjast að fá auðlindirnar í eigin hendur með tíð og tíma.

Ef þetta er satt og rétt, þá eiga Íslendingar einungis einn valkost: að skera sig úr þessum vítahring strax með því að neita að borga skuldirnar. Ekki aðeins ríkið þarf að neita að borga sínar skuldir gagnvart öðrum þjóðum, heldur þurfa einstaklingar á landinu að neita að borga bönkunum eigin skuldir.

 

nova-home-loans-783025

 

Afleiðingin verður annað hvort sú að Ísland verður útilokað úr samskiptum við aðrar þjóðir eða þá að Íslendingum verður fyrirgefið vegna hrikalegra aðstæðna á fjármálamörkuðum heimsins. Hinn kosturinn er að samþykkja að borga þessi lán sem aldrei verður hægt að borga, og gjalda í stað penings með auðlindum þjóðarinnar. Það væru herfileg mistök sem myndu enda með því að allar eignir Íslendinga verða þjóðnýttar, og auðlindirnar enda í höndum keisaraveldisins.

Við erum á seinni leiðinni núna. Ef við stígum ekki á bremsuna og hættum að borga, segjum stopp, nóg komið - þá munum við smám saman glata öllu okkar. Ég held að okkur verði fyrirgefið að lokum ef við hættum að borga, en það gæti kostað reiði gagnvart okkur og gjaldþrot allra íslenskra fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi. Því væri kannski best að gefa alþjóðlegum íslenskum fyrirtækjum kost á að komast úr landi, og hætta síðan að borga.

Skuldarar eiga að hafna því algjörlega að taka á sig allan kostnað vegna lánanna. Kröfuhafar verða líka að taka á sig eitthvað af tapinu, í stað þess að skella skuldinni allri á skuldarana.

 

pyramid_eye


Þetta hljómar eins og samsæriskenning af verstu sort. Illt keisaraveldi ríkir yfir jörðinni og stýrir því hverjir halda völdum í hverju ríki fyrir sig, og takist þeim það ekki með góðu, gera þeir það með illu - með hjálp leigumorðingja og herja, en öll spor eru hulin með fjölmiðlum sem keisaraveldið sjálft stjórnar.

Það er allt í lagi að velta þessu fyrir sér, en hver er sannleikur málsins? Getum við komist að því hver sannleikurinn er, og ef við gerum það, getum við sannfært alla þjóðina um að Ísland eigi í stríði og hafi einfaldlega ekki búið sig til varnar þar sem að þjóðinni dettur ekki einu sinni í hug að verið sé að ráðast á hana?

Kannski við séum loks komin til ársins 1984 eins og George Orwell sá það fyrir sér? 

 

"Þrjú slagorð Flokksins:

STRÍÐ ER FRIÐUR

FRELSI ER ÞRÆLKUN

FÁFRÆÐI ER STYRKUR."

George Orwell, 1984

 

 

772986055_578295f036_o

 

 

"Við sættum okkur ekki við neikvæðna hlýðni, né við auðmjúkustu undirgefni. Þegar þú gefur þig loks okkur á vald, verður það að vera af þínum eigin frjálsa vilja. Við eyðileggjum ekki heiðingjann vegna þess að hann streitist gegn okkur; því svo framarlega sem að hann streitist gegn okkur munum við aldrei eyða honum. Við snúum honum, við tökum hans innri hug, við endurmótum hann. Við brennum alla illsku og tálsýn úr honum; við fáum okkar yfir í okkar lið, ekki að útlitinu til, heldur virkilega, hjarta og sál. Við gerum hann að einum okkar áður en við drepum hann. Það er ólíðandi að rangar hugsanir skuli vera til einhvers staðar í heiminum, hversu leyndar og máttlausar þær geta verið. Jafnvel á dauðastund megum við ekki leyfa neina villu . . . við fullkomnum heilann áður en við sprengjum hann."

George Orwell, 1984 

 

Myndir:

1984: Alternative Reel

Hermaður hins illa heimsveldis: Dark Roasted Blend

Hús í höndum bankamanns: Golden Lenders

Auga píramídans: The IP ADR Blog


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Fyrir þjóð að verða gjaldþrota er í raun ekki það slæmt, Argentína varð "gjaldþrota" 2002 og neitaði að borga erlendar skuldir og þar hefur t.d. fátækt hraðaminkað síðan þá og stóð ekki forseti Argentínu stolt við hlið annarra stærstu ríkja heims á G20 í liðinni viku?

Hér eru upplýsingar um “gjaldþrot” Argentínu: http://en.wikipedia.org/wiki/Argentine_economic_crisis_(1999-2002)

Meira um “gjaldþrot” Argentínu frá The Economist:

Argentina’s debt restructuring
A victory by default?

"The successful restructuring of Argentina’s debts has set a painful new benchmark for creditors"

"Argentina defaulted so heavily because it defaulted so late."

http://www.economist.com/business/displayStory.cfm?story_id=3715779

Róbert Viðar Bjarnason, 5.4.2009 kl. 16:41

2 identicon

Heill og sæll; Hrannar !

Þakka þér fyrir. hefi engu við að bæta, þó komið hafi inn á óskapnaðinn, á minni síðu, fyrir stundu.

Haltu þínu striki - vopnabróðir sæll !

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég reikna með að það sé af hógværð sem þú segir ef þetta er satt. Eftir Silfrið í dag vona ég að allir átti sig á hver er kjarni málsins og taki ákvarðanir út frá því.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 16:47

4 identicon

En er það ekki merkileg tilviljun að nefnd á vegum fyrrverandi forsætisráðherra skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að Einkunnarorð Íslands eigi að vera:
Kraftur, Frelsi, Friður.

Doddi D (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég ætla nú rétt að vona að þú sért ekki að festast í samsæriskenningum Hrannar minn.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 21:47

6 Smámynd: Ómar Ingi

Don heldur áfram að hræra í hausum þjóðarinnar sem er gott.

Keep up the good work Don.

Ómar Ingi, 5.4.2009 kl. 23:02

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

22% raunstýrivextir styðja málflutninginn. Þetta eru sennilega hæstu vextir í heimi. Það á tíma þegar verðhjöðnun er í gangi. Nú fer fram ein alvarlegasta eignatilfærsla sem um getur í íslenskri efnahagssögu. Þessu vaxtastigi er haldið uppi með ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, með stuðningi Seðlabankans og fjármálaráðherrans. Það er athyglisvert í ljósi þess að Steingrímur varaði einmitt við hávaxtastefnu sjóðsins í öðrum löndum. Þegar í ráðherrastólinn er komið, heyrist ekki lengur múkk.

Sigurður Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það þarf engan illan hug til að kerfið virki á ákveðinn hátt. Ég er viss um að lang flestir valdaaðilar í þessu alþjóðlega peningastjórnkerfi telja sig vera að vinna mannkyni gagn. Á sama hátt tel ég líklegast að bæði útrásarvíkingarnir okkar og stjórnvöld hafi talið sig og telji sig jafnvel enn hafa verið að vinna landinu gagn af heilindum og dugnaði. Fyrir okkur sem urðu fyrir afleiðingum af kerfinu skiptir siðferði þeirra hinsvegar litlu. Við erum jafn gjaldþrota hvort sem það var vegna mistaka eða illsku. Spurningin er hvernig við viljum bregðast við stöðu okkar.

Sjálfur verð ég harðari og harðari í þeirri afstöðu minni að við þurfum að gera uppgjör við fjármagnshlutan í hagkerfi okkar enda tekur hann sífellt stærri hluta af þjóðarframleiðslunni og skilur sífellt minna eftir til handa launafólki. Inn á við held ég að besta lausnin sé að afnema verð- og gengistryggingu með lögum og leyfa verðbólgu að éta upp fjármagnið þar til lánin og eignirnar standa aftur í eðlilegu hlutfalli hvort við annað.

Út á við verður staðan strax erfiðari viðureignar, enda landið háð innfluttningi á eldsneyti, matvælum og lyfjum og stæði afar illa mjög hratt ef lokað væri á viðskipti við landið. Hugsanlega þurfum við að leika talsvert af millileikjum varðandi útlönd meðan við verðum sjálfbær um matvæli áður en hægt er að grípa til einhliða aðgerða gagnvart útlöndum.

Héðinn Björnsson, 6.4.2009 kl. 11:23

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir góðan pistil.

Því miður tel ég þetta engar samsæriskenningar heldur blákaldan raunveruleikann, enda búin að vera skoða þessi mál í áratugi, kveikjan að þessum áhuga mínum á "Skuggaveldinu" var lestur á "Falið Vald" þegar ég var 17 ára, áttaði mig fljótt á að þær upplýsingar og vitnisburðir þeir sem koma þar fram hljómuðu mjög líklega og væru líklega réttar meira og minna...eins og er alltaf að koma betur og betur í ljós. Ekki eru samt allir til í það ennþá að horfast í augu við þetta þó hver fari að verða síðastur.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.4.2009 kl. 14:29

10 identicon

Hrannar, ég sé að þú ert að smá átta þig á gildi þess að borga ekki.  En það er bankakerfið sem ekki getur verið án fólksins, en ekki öfugt.

Magnús (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 15:38

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er á því að samsæriskenningar skuli taka varlega, en samt alvarlega. Dæma ekki of fljótt og hvorki festa sig við þá hugmynd að þær séu örugglega sannar eða ósannar. Hins vegar ef maður hugsar um rökin á bakvið það sem þessir menn hafa verið að segja, þá er alls ekki erfitt að trúa þessu. Ég held að það skipti litlu máli hvort að atburðir séu keyrðir áfram af illum vilja eða einfaldlega græðgi - það er ljóst að við verðum að verja börn okkar fyrir þessum árásum, því það eru þau sem munu borga.

Hrannar Baldursson, 6.4.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband