Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Má ég vinsamlegast mótmæla mótmælunum gegn Davíð Oddssyni?
18.10.2008 | 22:10
500 gegn 1 er einelti og ekkert annað. Sama hver á í hlut, fjöldamótmæli gegn einni manneskju er óréttlætanlegt. Það má minna á að Davíð hefur þrátt fyrir mikla og ósanngjarna gagnrýni varað við því sem gerðist, og það með góðum fyrirvara. Það voru einfaldlega alltof fáir sem hlustuðu á hann.
Hér eru nokkrar hugmyndir um mótmæli sem gætu verið heilbrigðari:
- Mótmæli gegn slakri stjórnun seðlabanka
- Mótmæli gegn slakri stjórn Ríkisins
- Mótmæli gegn framferði Breta
- Mótmæli gegn slökum viðbrögðum gegn framferði Breta
- Mótmæli gegn ofureyðslu og of mikillar áhættutöku fjármálafyrirtækja í útrás
- Mótmæli gegn heimsku
- Mótmæli gegn því að einkavæddu einkafyrirtækin sem bankarnir voru, sem fara í gjaldþrot séu á ábyrgð hins íslenska almennings og framtíðarkynslóða
- Mótmæli gegn bölsýni
- Mótmæli gegn mótmælum
Aðstandendur þessara "mótmæla" mega skammast sín. Ég mótmæli þeirra mótmælum, en ekki þeim sjálfum sem manneskjunum.
Þar liggur munurinn.
Sérstaklega vil ég taka fram að ég er ekki sjálfstæðismaður, þetta finnst mér einfaldlega andstyggileg aðför að einstaklingi.
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 22:36
Held að þegar menn hafa tjáð sig með þeim hætti sem Doddson hefur gert og þegar menn hafa haft jafn afgerandi áhrif á hag þjóðarinnar og Doddson hefur haft, þá hafi menn, eins og Doddson, hreinlega misst réttin á því að ganga í regnbogabörnin...
Guðmundur Andri Skúlason, 18.10.2008 kl. 22:46
Ég er ekki sammála og rökstuðningur minn er hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 22:47
Ég er þér mjög sammála.
Mér finnst þetta fólk sem sífellt skellir allri skuld á Davíð, oft vera svolítið einfalt, eða óupplýst.
Hann þorir einfaldlega að segja það sem okkur flestum finnst, þrátt fyrir að vera í þeirri stöðu sem hann er.
Það er venjulega þannig með fólk sem stendur hvorki í titlatogi, né dilkadrætti, allir eru jafnir og eiga að þola gagnrýni.
En....sannleikanum er hver sárreiðastur.
Stefanía, 18.10.2008 kl. 23:06
Ég tel þessi mótmæli gegn Davíð einelti af verstu sort. Mér finnst allt í lagi að mótmæla og mæli reyndar með því en það á þá að beinast að réttum aðilum. Ég er t.d. að hugsa um að setja miða í bílrúðuna hjá mér "Ég kaupi ekki breskar vörur"
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:24
algerlega ósammála greinarhöfundi... DO er seðlabankastjóri og ég varð ekki var við árásir á hann persónulega heldur faglega.. það er ekki einelti Hrannar. Það er gagnrýni almúgans gagnvart stjórnvaldi sem er óhæft !!
Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 23:35
Er nokkur maður sem á meiri sök á ástandinu en Davíð?
Hver einkavinavæddi bankana?
Hver sá til þess að regluverkið í kringum bankana væri nánast ekkert?
Hver skipaði sjálfan sig sem seðlabankastjóra án þess að hafa fagþekkingu í það embætti.
Hver hélt uppi okurvaxtastefnunni?
Hverjum tókst samt ekki að halda verðbólgunni undir viðmiðunnarmarkmið nema í brot af þeim tíma sem markmiðin hafa gilt um?
Hver minkaði bindiskyldu bankanna?
Hver passaði ekki upp á að gjaldeyrisvarasjóðurinn væri í samræmiefnahagskerfið?
Hver ákvað 75% yfirtæku Glitnis sem gerði ástandið enn verra?
Hver tilkynnti um rússalánið sem ekki var?
Hver bað um að fá að koma í drottningarviðtal í Kastljósinu og sagði það sem íslenska þjóðin vildi heyra en allir erlendir fjárfestar tóku sem yfirlýsingu um kennitöluflakk frá talsmanni íslenska ríkisins?
Ef Davíð á ekki að segja af sér núna, hvenær er þá tilefni til þess að segja af sér?
Ingólfur, 19.10.2008 kl. 00:32
Ég mótmæli sjálfstæðisflokknum....hans er ábyrgðin
Aldís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 00:41
Það er ekki á mörgum stöðum í heiminum þar sem menn í valdastöðum neita að segja af sér þegar þeir hafa klúðrað illa málum á sínu borði, en á Íslandi er það nánast reglan.
Það að mótmæla einum slíkum finnst mér eðlilegt af þjóð sem er orðin langþreytt á ábyrgðarleysi ráðamanna sinna. Að kalla það einelti að mótmæla manni sem hefur haft allt í höndum sér og á hornum sér síðustu 2 áratugi er í besta falli einfeldni og í versta falli þátttaka í þeim ömurlega áróðri að enginn skuli bera ábyrgð á ástandinu.
Magnús G. K. Magnússon (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 00:57
Það var ekki meiningin að ráðast að Davíð Oddssyni sem einstaklingi heldur fyrir þau mistök sem honum hafa orðið á í opinberu starfi með hrikalegum afleiðingum fyrir heila þjóð. Ég skora á þig og skoðanasystkyni þín að lesa grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær en er líka að finna hér. Greinin er eftir Richard Portes og ber yfirskriftina „Skelfileg mistök í hruninu á Íslandi“.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.10.2008 kl. 00:59
Sammála þér að flestu leiti eins og oftast. Varðani tillögur að mótmælum tek ég aðeins undir 1, 2 og 7.
Það eina sem DO hefur gert af viti er að ákveða "75% yfirtöku Glitnis", enda er verið að gera sömu hluti eða svipaða í Bretlandi og BNA núna. En hann gerði mikinn skaða þegar hann sendi bretum tóninn með "við borgum ekki" yfirlýsingunni, - og kallaði á fjandsamleg viðbrögð - því miður horfði dýralæknirinn á Kastljósið og staðfesti vitleysuna þega fjármálaráðherra breta hringdi í hann.
Mikið áróðursstríð er nú í gangi, stjórnmálamenn og auðmenn leggja í mikinn kostnað við að sannfæra okkur um að "sökudólgurinn" sé einhver annar en þeir (bretar, erlendir seðlabankar....)
Greinin í fréttablaðinu Rakel er keypt af eigendum blaðsins.
Skora á alla að lesa þetta http://pallivil.blog.is/blog/don/entry/679234/#comments
sigurvin (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 03:14
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/
sigurvin (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 03:29
Æ þessi eineltis draugur er orðin svo þreittur eins og ef davið væri svartur þá gætuð þið kallað okkur kynþáttahatara en það eru fordómar sem eru notaðir til að gera ítið úr öðrum án málefnalegs skilnigs þetta er misnotkun og aðferðarfræði og áróður hinns mentaða auðvalds til að halda alþyðuni niðri.
Ef menn eiga ekki að taka abyrgð þa eiga þeir ekki heldur að taka laun fyrir að segjast taka hana.
þessi huxun er eitt að vandamálum islands og finnst hvergi i nágrannalöndum okkar þar sem menn og konur þurfa að sæta abyrgð fyrir mun minni hluti.
ef þu ert sáttur er það gott og við getum verið sammála um að vera ósammála en í guðana bænum notaðu ekki áróðurs taktik sjálfstæðismanna á móti okkur og drulla þannig yfir alþyðuna
Ísland á betur skilið
Punktarnir þínir eru samt mjög góðir og samhæfst þvi sem við viljum jafnframt huxaðu lika um það.
Johann Trast Palmason, 19.10.2008 kl. 08:39
Einelti??? hvað er einelti við það að ætlast til að maðurinn taki ábyrgð á gjörðum sínum. Hann er ekki starfi sínu vaxin hefur kostað þjóðina nóg og fók er bara búið að fá nóg. Svo má nú benda á það að Davið hefur nú sjálfur tekið einstaklinga fyrir en þá þegja allir daviðsmenn. Ef það væri eitthvað varið í Davið sem íslending, seðlabankastjóra og persónulega þá mundi hann segja af sér bara svo að sátt næðist í þjóðini og þjóðin færi að vinna sem ein heild, það verður aldrei sátt á meðan Davið er við völd. Við vitum öll að hann er að skipta sér af hlutum sem koma honum ekkert við og hann kemur fram eins og einhver einræðisherra. Það er okkar skylda sem lýðveldi að koma honum frá. Ég fullyrði það hér og ég veit að margir margir eru að segja það sama ef ríkisstjórnin ætlar ekki að taka ábyrgð á hlutunum og Davíð líka þá er ég farinn úr landi. ég ætla ekki að finna hér og borga háa skatta með meiru til að bjarga landi sem er alveg nákvæmlega sama um þegna sína. Finnst einhverjum eins og ríkisstjórnin sé að hugsa um eitthvað annað en völdin sín??? væri gaman að heyra einhvern segja það og geta rökstudd það. ég ætla enda þessu með Davið farðu og það strax..........
drífa (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 09:21
Það er alltaf slæmt að persónugera málin og sennilega hefðu þessi mótmæli fengið mun meiri stuðning hefð slök efahagsstjórn verið það sem mótmælin beindust að.
Ég minnist þess ekki að Davíð hafi varað sérstaklega við þeirri fjármálastefnu sem fylgt hefur verið landinu undanfarin ár eða að þær stofnanir sem fylgjast áttu með stæðu ekki vaktina. En hann varaði við ákveðnum gjörningum í viðskiptalífinu og hikaði ekki við að persónugera þá.
Magnús Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 09:40
Vandamálið við að vilja brenna Davíð sem norn er að á bakvið þessa hugmynd er öflug áróðursherferð sem helstu óvinir hans hér á landi hafa keyrt af stað. Þeir vilja skaða manninn og augljóslega er áróðurinn að virka. Nasistar notuðu svipaðar aðferðir til að komast til valda.
Það þarf vissulega að stokka upp í íslenskum stjórnmálum, en að beina óánægjunni að einum manni og halda fjöldamótmæli gegn honum er ekki rétta leiðin. Ef hann er sekur um glæp skal kæra hann fyrir glæpinn.
Ég mæli með að fólk kíki á kvikmyndina "The Ox-Bow Incident" til að sjá svipað dæmi, þar sem fáeinir einstaklingar eru ofsóttir af múg án dóms og laga fyrir eitthvað sem þeir gerðu kannski. Þeim dettur aldrei í hug að kannski séu þeir saklausir, einfaldlega vegna þess að það er miklu auðveldara að sakfella án dóms og laga en að rannsaka sannleikann á bakvið málið.
Ég er ekki sannfærður um sekt Davíðs og veit ekki einu sinni fyrir hvað hann er ákærður, enda engin vitræn krafa borist til rannsóknarlögreglu, svo að ég viti.
Mótmælendur: takið ykkur taki! Það er verið að nota ykkur!
Hrannar Baldursson, 19.10.2008 kl. 09:45
Sæll Hrannar, Davíð er persónugerfingur spillingar á íslandi.. og seðlabankastjóri í þokkabót.. hann verður að víkja svo þjóðin geti horft fram á við. Jóhann Þröstur segir þetta best hér í kommentunum.. fáum fagmenn í Seðlabankann.. helst norska.
Óskar Þorkelsson, 19.10.2008 kl. 09:55
Astaedan fyrir thvi ad thessi motmaeli hafa gjorsamlega misheppnast er ad thau hafa aukid vinsaeldir Davids ef eitthvad er.
budbjartur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 09:59
Hvað er þá einn maður á heila þjóð? Einræði. Er það verra/betra en einelti? Ekki það að ég telji Davið vera beittan einelti. Útjaskað hugtak. Hann er óhæfur og á að segja af sér. Hefur ekkert með einelti að gera. Hann gerði þetta allt möguelgt fyrir útrásardrengina. Viltu í alvöru hafa hann áfram?
Rut Sumarliðadóttir, 19.10.2008 kl. 10:12
Burt með Doddson
Fríða Eyland, 19.10.2008 kl. 10:30
Ágæt skilgreining á einelti af heimasíðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
Skilgreining á einelti
Einelti er endurtekin áreitni eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að öðrum. Andlegt einelti felst í stríðni, útilokun, hótunum eða höfnun. Líkamlegt einelti getur verið barsmíðar, spörk, hrindingar eða meiðingar af öðru tagi. Um er að ræða einelti ef einstaklingi líður illa vegna þess að hann verður endurtekið fyrir:
Ofbeldi er meiðandi hegðun þar sem einstaklingur eða hópur beitir valdi til að meiða eða niðurlægja aðra.
Hrannar Baldursson, 19.10.2008 kl. 10:44
fín grein hér í e24.no um DO og efnahagskrísuna.. þeir segja hreint út að DO hafi hreinlega ekki hlustað á ráðleggingar FAGMANNA innan bankageirans og því fór sem fór.. að hluta til .
http://e24.no/makro-og-politikk/article2717323.ece
Óskar Þorkelsson, 19.10.2008 kl. 11:14
Mótmælin gegn Ceasescu = Einelti
Illt tal um innræti Hitlers = Einelti
Leitin að bin Laden = Einelti
Ekki verðfella hugtakið einelti svona maður. Nóg er nú samt gengishrapið. Hugsaðu til alvöru fórnarlamba eineltis áður en þú setur svona rugl á vefinn. Svo eru meira segja rakkar hér sem gjamma að þetta sé einelti af verstu sort. Verstu sort!!!
Ef að Davíð væri ekki enn að klúðra málum fyrir okkur á bullandi launum með flokkinn í vasanum þá væru svona fundir einelti. Alls ekki fyrr!
marco (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:55
Það er nú varla hægt að líkja Davíð við menn eins og Ceasescu, Hitler og bin Laden, sem hafa allir þúsundir eða milljónir dauða fólks á höndum sér.
Hrannar Baldursson, 19.10.2008 kl. 11:59
en Hrannar, þetta er ekki einelti á DO.. alveg óskiljanlegt að þú skulir hafa tekið þetta upp á þennan hátt.
Óskar Þorkelsson, 19.10.2008 kl. 12:00
Þeir sem hafa haldið því fram að mótmælin að undanförnu séu einelti gegn Davíð Oddssyni ættu að sjá það svart á hvítu ef þeir lesa skilgreiningar á einelti, eins og þá sem þú náðir í á heimasíðu FS, að þau eru það alls ekki. Við verðum að gæta þess að skilgreina einelti ekki of vítt. Það ætti að liggja í augum uppi að það að krefjast þess að Davíð Oddsson, sem er æðsti yfirmaður íslenskra fjármála, axli ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna er ekki einelti.
Það að blanda þessu tvennu saman og gera lítið úr kröfunni og þeim sem setja hana fram með því að bendla hana við alvarlegar persónulegar árásir eins og einelti er reyndar mjög sérkennilegt. Minnir kannski á meðvirkni og það getur vel verið að þeir sem hafa varið verk Davíðs Oddssonar hvað dyggilegast séu alveg tilbúnir til að meðtaka það að með því gerast þeir sekir um meðvirkni. Kannski eru þessi orð líka farin að merkja allt annað en þau gerðu?
Mér sýnist hins vegar að þeir sem tala um einelti séu að gera það í þeim tilgangi að gera lítið úr þeim sem eru að ráðast ómaklega gegn Davíð. Slíkt minnir á einhverja ofurást og blindu sem eru því miður algengir fylgifiskar meðvirkni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.10.2008 kl. 14:09
Fólk er fífl , þess vegna lætur það svona. Það kvartaði ekki þetta skítapakk þegar vel gékk einn og einn kommi kvartaði yfir kaffibollanu í sveittri lopapeysu yfir því að Davíð hafi nú bannað reykingar inná stöðunum og einkavætt bankana en tóku svo þátt í öllu sukkinu og gleymdu Davíð.
Nú er Davíð djöfull að þeirra mati sá maður sem hefur sett landan á hausinn og allt já ALLT er honum að kenna.
Já Davíð er máttugur maður og Cola Klíkan með fjölmiðalana sína elur á hatrinu á Dabba Kóng með Pennan hans Jón Ásgeirs í fararbroddi Hallgrím Helgasson einnig hafa bæst í hópin fólkið sem Jón Ásgeir réð í vinnu og veit ég vel hvað gékk á á þeim bænum.
Ekki er hægt að rífast við grjót þannig að ég fylgist vel með fólkinu sem verst lætur , það verður dæmt af sínum gjörðum þegar þar að kemur
Karma
Ómar Ingi, 19.10.2008 kl. 14:14
Mótmæli gegn einstaklingum eru dæmd til að mistakast fyrirfram, sama hver einstaklingurinn er og sama hvað hann á að hafa gert af sér. Það verður að fara aðra leið. Ef einstaklingurinn er sekur um eitthvað, þarf einfaldlega að ákæra, gefa honum tækifæri til að verja sig og dæma.
Þetta er einfaldlega ósanngjörn aðför að einum manni, kynnt undir af fjölmiðlum í eigu andstæðinga hans. Þetta er hefndarför og árás, og minnir satt best að segja á Njálsbrennu frekar en nokkuð annað.
Það hefur hvergi komið skýrt fram um hvað maðurinn er sekur og hvaða lög hann hefur brotið. Það er ekki hægt að verja mann sem hefur ekki verið kærður.
Hrannar Baldursson, 19.10.2008 kl. 14:21
"Það er nú varla hægt að líkja Davíð við menn eins og Ceasescu, Hitler og bin Laden, sem hafa allir þúsundir eða milljónir dauða fólks á höndum sér".
Ég er ekki að líkja neinum við neinn. Það er fáránlegt að líkja eðlilegum lýðræðislegum mótmælum gegn óhæfum seðlabankastjóra við einelti.
marco (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:23
auðvitað er þetta einelti og ekki þessu fólki sem stóðu fyrir því til neins sóma.
það að aðeins 500 nenntu að mæta hlýtur að vera gríðarleg vonbrygði fyrir skipuleggjendur þessa eineltis.
Óðinn Þórisson, 19.10.2008 kl. 14:28
Sælir. Ég held að pistill Gunnars Rögnvaldssonar á bloggi Jóns Vals Jenssonar um Davíð eigi heima hér. Sjá einnig næst fyrir neðan pistil Sverris Stormskers.
Gunnar Rögnvaldsson 19.10.2008
"Þetta er frekar vanhugsað hjá þér Jón Valur Jensson. Það er enginn ábyrgur fyrir falli bankana nema stjórnendur bankana = bankastjórnir þeirra. Það var ekki hægt að fela greisðluþrot Glitnis með hvorki góðu né slæmu PR stunti eða með einu né neinu. Þetta er málið. Alveg sama hvort bankinn stóð vel til lengri tíma eða ekki. Peningarnir voru þornaðir upp og kassinn tómur. Það eru því miður örlög banka í lausafjárkreppu. Þetta þurfa þúsundir af venjulegum fyrirtækjum að upplifa á ári hverju. Payday er payday alveg sama hvað.
Staðreyndin er sú að alþjóðleg vaxtarstefna (international expansion strategy) íslenskra stór-banka var vanhugsuð frá upphafi því hún leiddi bankana út í þá aðstöðu sem þeir eru núna eru í. Það gat ekki orðið framhald á þessari alþjóðlegu vaxtarstefnu nema að Íslenska Lýðveldið hefði afsalað sér sjálfstæði sínu og sem svo hefði átt að gera þeim kleift að halda fast í einmitt þessa upphaflegu vanhugsuðu vaxtarstefnu. Þeir óskuðu samt eftir að geta áfram notið lágra skatta í Íslenska Lýðveldinu, vel menntaðs og atorkusams íslensks starfsfólks, og svo einnig áhugasamra fjármuna íslenskra hluthafa og fjárfestinga þeirra í íslenskum bönkum.
Selja selja selja hlutabréf í svona banka strax! En því miður er það of seint núna. ÞESS VEGNA ERU HLUTABRÉF ÞEIRRA VERÐLAUS NÚNA. Vegna vanhugsaðrar alþjóðlegrar vaxtarstefnu.
Þetta var svo átakanlega vanhugsað að það ætti að birta þetta í einhverju tímariti um alþjóðlega stjórnun og stefnumörkun.
Hlutafé var aflað til vaxtarstefnu alþjóðlegrar bankastarfsemi sem gat ekki gengið upp nema að heil þjóð fari úr fötunum og labbi allsnakin í duftið fyrir þessa nú svo dauðu starfsemi. Er það eitthvað fleira sem bankarnir hefðu óskað eftir að íslenska þjóðin gerði?
Þessi vanhugsaða vaxtarstefna gat ekki gengið upp nema að bankarnir hefðu flutt aðalstöðvar sínar til efnahagssvæðis með hærri sköttum og stærri seðlabönkum
AF HVERJU GERÐU ÞEIR ÞAÐ ÞÁ EKKI ??
Ef ég væri prófdómari í faginu "alþjóðleg stefnumörkun & vöxtur" þá hefði ég gefið bönkunum N Ú L L í einkunn í þessu fagi.
Því fór sem fór. Það er ekki við neinn að sakast aðra en bankana sjálfa - stjórnendur bankana. Þeir keyrðu bankana útaf því að þeir völdu vitlausa vaxtastefnu fyrir fyrirtæki sitt. Því eru þeir gjaldþrota núna.
Það er þvílík fásinna að kenna Seðlabankanum um, og eiginlega alveg ótrúlegt að einhver sé yfirhöfuð að reyna það.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson "
Sverrir Stormsker 10.10.2008 | 08:26
Kaupþingshrunið var því miður ekki Davíð að kenna
Hér má lesa lokasetninguna úr þessum pistli fyrir þá sem ekki nenna að lesa hann allan :
"Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, eins og t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT."
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.10.2008 kl. 14:32
Tek undir með marco, þetta er ekkert annað en heilbrigt lýðræði í hnotskurn, ef svo væri ekki hinsvegar, þá værum við nú þegar búin að hengja þá! En við Íslendingar erum hinsvegar siðmenntað fólk og gerum ekki svoleiðis.
Ef 500 gegn 1 er einelti, hvað er þá 1 valdasjúkur vanhæfur einstaklingur gegn 300.000 manns? Það flokkast nefninlega ágætlega undir skilgreininguna á valdníðslu-einræði. Valdið til fólksins, en ekki til flónsins!
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2008 kl. 14:34
Ég er farinn að halda að fjöldi fólks trúi af slíkum ofsa að Davíð Oddsson sé vondi maðurinn í málinu, að skynsamleg rök ráði ekkert við þetta, frekar en nokkurn tíma. Þegar rök og trú fara saman, sigrar trúin alltaf, þó að rökin séu rétt og trúin ofsafengin.
Hrannar Baldursson, 19.10.2008 kl. 14:49
Seðlabankinn afnam bindiskyldu bankanna. Það var skrýtin "aðvörun" að sleppa öllu lausu.
Seðlabankinn jók ekki gjaldeyrisvarasjóðinn. Það var skrýtin "aðvörun" að láta eins og ekkert væri að.
Eins og rakið var skilmerkilega í blaði nýlega mærði Davíð það sem var að gerast ítrekað í opinberum ræðum sínum sem Seðlabankastjóri. Skrýtnar "aðvaranir" það.
Seðlabankinn laðaði erlent áhættufjármagn til landsins með ofurvöxtum sem hélt uppi of háu gengi krónunnar sem aftur kallaði á innflutningsfyllerí landsmanna. "Aðvörun" heyrðist aldrei, heldur var þverskallast við aðvörunum þeirra sem gagnrýndu þetta með rökum og bentu á hættuna vegna krónubréfanna svonefndu.
Davíð Oddson ásamt Halldóri Ásgrímssyni hleyptu þenslunni af stað árið 2002 með stórvirkjanaframkvæmdum þar sem mikil áhætta var tekin og afraksturinn tvísýnn að ekki sé talað um hvernig gengið var á rétt komandi kynslóða og valdið mestu óafturkræfu umhverfsspjöllum sem möguleg eru á þessu landi.
Listinn yfir það sem taka þarf ábyrgð á er lengri en ég er sammála um það að listinn yfir þá sem ættu að axla ábyrgð er líklega ekki bundinn við einn mann.
Ómar Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 15:36
Eru bankastjórar Seðlabankans ekki þrír?
Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:50
Ég vil vekja athygli ykkar á þessari staðreynd.
Samkvæmt 91. grein almennra hegningarlaga er Davið Oddson lögbrjótur!
Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
Lýsing refsiverðs verknaðar:
Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn þann 7. október 2008 skýrir seðlabankastjóri Davíð Oddsson frá ráðagerðum og ályktunum ríkisins um málefni, sem heill þess gagnvart öðrum ríkjum er undir komin, og hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum.
Tjón vegna þessa verknaðar fyrir íslenska þjóð nemur 6000 miljarða ISK!
Embættismanni sem brýtur af sér á þennan hátt ber umsvifalaust að víkja úr starfi.
RagnarA (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:17
Skil ekki af hverju fólk vill ekki nýjan forseta en allt byrjaði að fara niður á leið þegar hann mótmælti og afnemdi fjölmiðlalögin.
Hann var í vasa Jóns Ásgeirs og félaga.
og JÁ og Cola Klíkan er krabbamein þjóðfélagsins.
Það vita allir sem vilja vita
PS : Nafni Ragnarsson , HÆTTU að éta í beinu útsendingunum í Boxinu það er algerlega óhæft með öllu.
Ómar Ingi, 19.10.2008 kl. 20:26
Efnahagsástandið er allt mér að kenna.
Ég sem þjóðfélagsþegn í þessu landi hef verið sofandi á verðinum gegn spillingu og sjálftöku úr ríkiskassa mínum.
En nú er komið nóg.
Ég hvet alla að hafa samband við alla til þess að sýna ráðamönnum þessarar þjóðar fyrir hverja þeir vinna.
Við getum ekki sofið lengur og hugsað þetta reddast, aðgerða er þörf núna.
Við öll erum þjóðin ,við öll berum ábyrgð á íslandi sínum ábyrgð og mætum öll á Austurvöll
Laugardaginn 25 Oktober KL15:00
Sýnum styrk okkar og samstöðu, komum út úr holunum og mótmælum öll
Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:41
Nákvæmlega Björgvin Þór
Mig langar hreinlega að leggjast í gólfið, berja niður höndum og fótum og grenja þegar ég les fólk vera að setja út á mótmælin. Ætlar fólk ekkert að læra á þessu öllu saman. Það breytist ekkert ef fólk ætlar að hanga áfram í úreltri flokkapólitík. Ekkert af því skiptir engu máli lengur, út með allt þetta lið því við þurfum að byrja uppá nýtt. LIGGUR ÞAÐ EKKI Í AUGUM UPPI að þetta er ekkert persónlegt. Þú setur ekki fyrirtæki á hausinn og ert áfram við stjórnvölinn... ergo ef þú setur land á hausinn þarftu að víkja frá og fá hæfara fólk til að leysa úr málunum, bæði stjórn og stjórnarandstaða. Ég hreinlega sé mig knúna til þess flytja úr landi ef fólk ætlar ekki að rísa upp og hreinsa til hér. Ég spyr hvað þarf til að fólk láti í sér heyra.... hungursneyð.... fer það að hugsa þegar búið er að klippa á vísakortin... HVAÐ?
Það voru fleiri að versla en mótmæla í bænum, hvað er að þessari þjóð.
ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI!
Hippastelpa, 19.10.2008 kl. 21:24
Ágætur pistill Hrannar
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 00:54
Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið
Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !
Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:25
http://uk.reuters.com//news/video?videoId=92427&src=vidAd1
ÞAÐ VORU 2000 MANNS SAMKVÆMT REUTERS FRÉTTASTOFUNNI SEM SÝNIR ENN OG AFTUR OG ÍSL. FJÖLMIÐLAR FARA EKKI MEÐ RÉTT MÁL.
Benna, 20.10.2008 kl. 12:39
Enda eiga stjórnvöld RÚV og reyna að gera sem minnst úr þessu, fólkið í landinu eru zombies sem láta ríkisstjórnina kúga sig ár eftir ár og það eina sem fólkið gerir er að muldra og tuða en gerir aldrei neitt.
Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 12:59
Kreppukarlinn segir eiginlega allt sem ég vildi sagt hafa.
Nema þetta: Ég tek ekki þátt í því að láta einn einstakling friðþægja fyrir mistök alls kerfisins. Tel víst að þetta sjónarmið hafi fleiri, því við mótmæli á Austurvelli s.l. laugardag hefðu tugþúsundir manna mætt og stutt ef yfirskriftin hefði ekki verið: Burt með Dabba!
Kolbrún Hilmars, 20.10.2008 kl. 16:49
Þegar ég hugsa um Davíð Oddsson sé ég fyrir mér
í huganum þessa mynd.
http://www.schikelgruber.net/images/lastpic.jpg
Þarna er Davíð ásamt yfirhugmyndafræðingi sínum Hannesi Hólmsteini
kominn upp úr bunker Seðlabankans.
Hann er að virða fyrir sér árangur verka sinna og að fá sér frískt loft.
NB! Á þessari mynd eru statistar.
Maðurinn til hægri sem lékur Davíð Oddsson heitir Adolf Schickelgruber eða öðru nafni Adolf Hitler.
Sá sem leikur Hannes Hólmstein heitir Jósef Göbbels.
Rústirnar eru ekta.
Myndin er tekin seinnipart apríl árið 1945.
RagnarA (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:06
já en Hrannar, Davíð lagði alla þjóðina í hræðilegasta einelti sögunnar (hennar) og það er ekkert annað en einselti... hvernig á eiginlega að díla við það eftirá ef ekki með saklausum mótmælum? Er það ekki á allan hátt betra en aðrir valkostir þjóða við þær aðstæður?
halkatla, 21.10.2008 kl. 11:16
Þú kallaðir eftir hvaða glæpir um er að ræða Hrannar. Stjórnendur bankanna og ríkisstjórnar hafa selt framtíð lands og þjóðar í hendurnar á erlendum auðhringum og fellur slíkt undir landráð samkvæmt mínum skilningi á 86. grein hegningarlaga. Meðan að tekst að halda mótmælunum gegn þessum Quislingum ofbeldislausum tel ég okkur vera að sýna stillingu. Davíð er ekki einn en hann er sá sem ber mesta ábyrgð af þeim sem enn gegna opinberu embætti.
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
Héðinn Björnsson, 21.10.2008 kl. 14:35
Here is what i demand ! if you feel the same, feel free to copy/paste this all over
I am Icelandic and I am proud of my nationality. I do not let anyone tell me where I should sit or stand and I will not be forced to go against my better judgement. Therefore I am free.
I now watch the so called friendly allies shun my nation with insults and to top it off the Icelandic government seems to be stunned! Now is the time for Icelanders to stand up and fight back and send a message to the international community and our fake friendly "friends" by termination all diplomatic avenues with our fake allies. Let's start with the United States of America, which deliberately excluded Iceland, when they made deals to help the other Scandinavian nations and a few European neighbours with substantial currency influx.
Then United Kingdom followed by declaring and using a terrorist provision in their laws against Landsbankinn, after, mind you, that the Icelandic Financial Supervisory Authority had taken over the business of running the bank. Gordon Brown´s actions have had far reaching repercussion's on the international level. It will take the Icelandic nation years to regain it´s trust and business reputation. Business relationships that we have nurtured and built over the years are in ruins due to these actions. No one can truly fully comprehend the damage, that caused a chain reaction that all but destroyed the only remaining solvent bank "Kaupthing".
Now it is time for the Icelandic government to show some national pride and stop allowing it´s nation, it´s people to be trampled under the heals of our fake "friends", that have done little but insult the nation and our integrity. I would like Iceland to declare it´s independence from the NATO alliance no later than now! That NATO let us down is an understatement, they just sit around discussing the situation, and scratching their heads, while our international funds and assets are turning to dust.
It is my believe that we should apply for alliance with PfP (Partnership for Peace). NATO, is ruled by two nations, the United States and the United Kingdom — the same two countries that now attempt to destroy an independent sovereign nation. These two are behaving like dictators, behaving like they rule the world. The arrogance is shameful to watch. But the fact that we as a nation are under their dictate (NATO) shames us. We would be better set as members of the PfP, in fact we have better friends in those ranks, friends such as, Ireland, Finland and Sweden who are members of the PfP. (click here for more information)
The governments of the UK and the USA humiliated Iceland during a pivotal and critical moment, and that is unacceptable by any standards. What if, instead of Iceland, it would have been Finland or Sweden who would be in our circumstances, would Gordon Brown have used the same tactics on them? No! He would not have dared! The PfP would have taken extreme action against the UK for such a deed, in fact the UK would have been sued for economic war against a sovereign nation and a member of the UN and NATO. ??Gordon Brown did in fact attack a defenceless nation, a nation within the same international alliance as the UK, in the process as mentioned before, causing more damage to Iceland, while at the same time buying himself the temporary adulation of the British public. According the UK media, the current atmosphere in Britain is the one of pride in Gordon Brown for his attack on a small unarmed nation with a population of 320 thousand. Indeed the UK media does a fine job of continuing humiliating our small country, it does the British proud, as it would any bully.
My fellow Icelanders! Our engine is running on fumes! I demand an immediate resignations from the NATO alliance. Furthermore the United Kingdom must be sued for perpetrating what can not be called anything other than an "economic act of war" against a sovereign nation, demand that they will be made to answer to higher court and pay billions of pounds in damages for said aggression.
If you take a good look at PfP (click here), you will be able to read for your self how NATO is slowly, but surely, making it´s way into the Russian backyard by allowing membership to former Soviet countries into the NATO alliance. Don´t be fooled into thinking that NATO is a friendly alliance to Iceland, look at the result of this so called friendship — the friendship is a fake.
The new NATO members are: Poland, member since 1999, along with the Ukraine. In 2004 Bulgaria, Estonia, Latvia, Lithuania, Roumania, Slovakia and Slovenia became the new members of NATO. Whom do you think this will best serve strategically? The United States perhaps? You would be right if you thought that. Look at what they are currently doing in Poland. This is the beginning of the "New World Order" planned and executed by the United States! I, myself, refuse to be enslaved by this alliance, what about you?
Sævar Einarsson, 21.10.2008 kl. 19:26
Um leið og einstaklingur vinnur á opinberum vettvangi við svo mikilvægt starf er ekki hægt að telja gagnrýni í hans garð einelti. Sérstaklega ekki þegar embættismaður á í hlut. Ef þú kallar mótmæli gegn Davíð einelti geturu kallað allar beiðnir um afsagnir einelti og allar afsagnir í heild einelti. Þú talar um það að Davíð hafi varað við þessu ástandi en hann gerði samt sem áður ekkert í því. hann er stjórnandi banka bankanna og gæti því gripið inn í eða talað við fjármálaeftirlitið sem brást sömuleiðis í þessu máli.
Mótmælin eru því ekki á nokkurn hátt einelti, það er verið að mótmæla Davíð sem seðlabankastjóra sem tekur ákvarðanir sem að hafa áhrif á alla sem búa í þessu landi. Ekki sem einstaklingi sem tekur ákvarðanir sem varða ekki aðra.
Halldór (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.