Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvort eigum við að standa saman og borga skuldir einkavæddra banka, eða standa saman og neita að borga skuldir sem aðrir bera ábyrgð á?
14.10.2008 | 20:20
Þrír einkavæddir bankar fara á hausinn og skilja eftir sig skuldahala sem jafnast á við tólffalda ársframleiðslu íslensku þjóðarinnar.
Þjóðin mun borga fyrir ballið og hreingerningarnar sem skildu samkomuhúsið eftir sem rjúkandi rústir. Annars myndi enginn gera það, og fólk sættir sig ekki við að búa í brunarústum.
Talað er um að hin skuldlausa þjóð þurfi að taka lán til að borga skuldir. Lán af Hollendingum til að borga Hollendingum. Lán af Bretum til að borga Bretum. Lán frá Rússum til að borga öllum hinum. Lán frá IMF sem enginn veit hvað þýðir.
Við erum að tala um lán fyrir þúsundi milljarða og lán þarf að borga til baka. Af hverju á ég og mín fjölskylda að taka lán til að borga fyrir mistök og glæpi annarra einstaklinga?
Ég spái því að þetta muni kosta eins og eitt skólakerfi, íbúðalánasjóð, heilbrigðiskerfi, félagslegt velferðarkerfi og nokkrar orkuauðlindir, auk hærri skatta í nokkur ár.
Samviskuspurning:
Hvort eigum við að standa saman og borga skuldir einkavæddra banka, eða standa saman og neita að borga skuldir sem aðrir bera ábyrgð á?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 777735
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Ekki banka fór úti banka
Ómar Ingi, 14.10.2008 kl. 20:32
Þetta eru snúnar spurningar Hrannar.
Auðvitað eigum við ekki að standa saman um að borga skuldir einkavæddu bankanna, við verðum látin gera það hvort sem er.
Ef við stöndum saman um að borga ekki skuldirnar, þá höfum við þegar fengið forsmekkinn af því eingin lán, lítið traust og lítill gjaldeyrir. Það sem verra er að við höfum engan Castro við höfum bara hann Geir.
Magnús Sigurðsson, 14.10.2008 kl. 20:37
Sá það á mbl að Ísland getur ekki lýst sig gjaldþrota,, vegna þess að við borgum skatta til Ríkisins ,,og þá hafa þeir tekjur sem þeir neyðast til að borga lánin okkar niður með. En hvernig væri að við hættum að borga skatta og greiddum fyrir alla okkar þjónustu,, þá fær ríkið engan pening til að borga niður lánin okkar og þar af leiðandi komið á hausinn og við losnum við 100 ára skuldbindingu með öllu þeim erfiðleikum sem því mun fylgja......
Res (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:38
það er auðvelt að flytja bara úr landi... hef gert það áður og mun ekki hika að gera það einu sinni enn.. Ég ætla allavega ekki að borga fyrir þessa lúsablesa.
Óskar Þorkelsson, 14.10.2008 kl. 21:16
Valið getur ekki bara staðið um kúk og skít. Hvar eru peningarnir sem lagðir voru inn í Bretlandi og Hollandi? Hvað eru eignir bankanna í útlöndum mikils virði? Hvernig ávaxtaði Bjarni Ármanns milljarðinn sinn og hvar geymir hann þann pening allan? Þegar þetta fé innheimtist á að nota það til að borga lánin til baka.
Hvað halda Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Lárus Welding, Hreiðar Már Sigurðarson, Sigurður Einarsson og millistjórnendurnir lengi ofurlaununum sínum, bónusunum og kaupréttarsamningunum ... jæja, sleppum kaupréttinum, hann hlýtur að vera farinn.
Hver er og hvar er sanngirnin ef fólk missir virkilega ævisparnaðinn sinn vegna óráðsíu annarra?
Berglind Steinsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:18
Það á alls ekki að borga meira en samningar segja til um
sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:38
Við getum ekki borgað 15.600 milljarða króna skuld, svo einfalt er það. Bara vextirnir geta orðið þjóðarframleiðslan á ári. Eignirnar genga lítið eitt upp í í dag. Réttara er að fyrir ríkið segja eitt stórt nei við skuldum einkafyrirtækja, fara í mál og taka afleiðingunum, heldur en að skrifa upp á Versali II, eins margir benda á að valdi þjóðargjaldþroti. Það er erfitt að taka skellinn, en ennþá erfiðara að vera settur í skuldafangelsi.
Ívar Pálsson, 14.10.2008 kl. 21:55
Eins og ég hef sagt annars staðar í athugasemdum hér á moggablogginu þá er það mér algjörlega óskiljanlegt hvernig ríkið gat sett mig og aðra Íslendinga í ábyrgð fyrir útrás bankanna. Mér skilst á þeim svörum sem þar komu að það sé vegna EES samninga sem það var hægt. En hvernig er hægt að verja það að ríki sé sett í ábyrgð fyrir tólffaldri þjóðarframleiðslu þess? Ég játa það fúslega að ég er alveg ofboðslega reið því að ég og börnin mín, jafnvel barnabörn mín, séum sett í þá aðstöðu að borga fyrir þessa ævintýramennsku örfárra manna. Hvar voru þeir sem áttu að verja hagsmuni okkar? Hvenær ætla þeir að axla ábyrgð sína og segja af sér? Þá á ég ekki síður við þá sem sitja á alþingi, fyrrverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og sitjandi en Seðlabankastjórn og Fjármálaeftirlits. Spyr sá sem ekki veit en ég held að við, almenningur í landinu, séum allt of vön því að láta allt yfir okkur ganga og þrífa skítinn upp eftir þetta lið allt.
Eigið góðar stundir.
HJ
Helga (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:56
ég hef sagt það að það á alls ekki að semja við breta og ekki heldur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Sjóðurinn hefur sett samninga við breta sem skilyrði fyrir aðstoð. Ég segi við þurfum á hvorugum aðilanum að halda.
Enga samninga.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:03
Til að byrja með eigum við að standa saman um að reka Seðlabankastjóra. Ég er ekki til í að borga honum laun lengur.
Síðan eigum við að standa saman um að reka ríkisstjórnina og boða til nýrra kosninga áður en Árni, Guðlaugur Þór og fleiri semja rassinn úr buxum þjóðarinnar.
Svo skulum við athuga hvernig við getum staðið saman um rest.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:15
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði um samsæri gegn Íslandi!
Afsakið innrásina,mig langar að benda öllum sem hafa áhuga á ástandinu í þjóðfélaginu að lesa bloggið mitt. þar hef ég postað bloggi sem Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi i hagfræði talar um fjármálasamsæri gegn íslandi. Langar að fá álit samlanda minna því ég verð að segja að í dag hljómar þetta ansi kunnuglega.
Hippastelpa, 14.10.2008 kl. 23:35
Mjög athyglisvert.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:45
Tek undir með HJ og mörgum fleirum hér að ofan.Ég er líka reiður og illa svikin.Mest vegna þessara byrða sem okkar gjörspilltu og siðblindu stjórnvöld hafa komið á börnin okkar og barnabörn að borga.Ég fæ meira og meira upp í kok bara við að sjá andlitið á hinum svokölluðum fulltrúum okkar á þingi og í ríkisstjórn . Því fyrst og síðast er það þetta fólk sem ber ábyrðina á því hvernig komið er . Þar á eftir koma útrásar glæframennirnir og bankamennirnir. Merkilegt hvað stjórnvöld töldu brýnt að hafa öflugt eftirlit með því að leiguliðar kvótakerfisins væru ekki að svíkjast um að borga kvótagreifunum 2/3 af því sem þeir koma með að landi.Starfsmenn fiskistofu eru um 86, hvað voru margir hjá fjármálaeftirlitinu til að fylgjast með bönkunum og þeirra umsvifum ?
Jon Mag (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:47
Kannski hef ég bara óforbetranlega þörf fyrir að halda uppi vörnum fyrir þeim óvinsæla í umræðunni en:
Fyrir stuttu síðan voru þessir útrásar bankamenn nýju hetjurnar okkar íslendinga.
Eina grein hef ég lesið í ensku blaði efitr íslending sem segir eitthvað á þá leið að þessir ríku gaurar voru ekkert á okkar ábyrgð sem íslendinga í heild, vildi bara svo til að þeir væru með eins vegabréf.
Ég er ósammála því sjónarhorni, það er annaðhvort eða. Vissulega fóru þeir illa á því, en það er ekki eins og ríkistjórnin hafi ekki verið ánægð með hvaða skatt sem hún fékk meðan þetta gekk allt vel. Og almenningur ekkert óánægður með velgengnis fréttir af íslendingum að meika það í bankageiranum, ekkert frekar en almenningur á íslandi er eitthvað svekktur yfirleitt með fréttir af íslenskum íþrótta eða hvað sem er sem gengur vel í útlöndum.
Æi veit það ekki, kannski miðast mitt sjónarhorn við það að fyrir mér þýðir þessi svokallaða kreppa (enginn er farinn að svelta ennþá er það?) þau einu skerðingar á lífsgæðum að það er ca. helmingi dýrar fyrir mig að ferðast til útlanda og svo á hinn kanntinn þá væri kannski fljótvirkara fyrir mig að flytja til útlanda og vinna þar til að borga skuldir. Ég er svo "heppinn" að skulda bara í íslenskum krónum.
Þór (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:56
Hrannar við eigum ekkert val, nema þá segja okkur til sveitar, og það gerum við ekki fyrr en í síðustu lög. Eitthver tryggingafélag hefur auglýst á undanförnum árum. ÞU TRYGGIR EKKI EFTIRA. Það er akkurat er stjórnkerfi okkar brást að eiga ekki sjóði til að taka á móti áhlaupi. Það virðist eins og enginn í Ríkisapparatinu hafi manndóm í sér til að gangast við afglöpum sínum. Við áttum fjölmargar verðmætar eingir og fyrirtæki í útlöndum, sem ýmiss hafa verið seldar á hrakvirði, eða eru verðlittlar þar sem við virðust ekki hafna neina burði til að bera hönd yfir höfuð okkar, þó með þeirri undantekingu að Norskum stjórnvöldum sveið aumingadómur okkar og tók um sl. helgi að vernda eingir okkar.
haraldurhar, 14.10.2008 kl. 23:57
Ég er hrædd um að við höfum ekkert val.
Emma (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 03:33
Skuldlaus þjóð my ass. Íslensk heimili hafa verið of-skuldsett í langan tíma.
Almennt launafólk hefur verið að skítalaunum og hefur ekki náðst leiðrétting á því né hefur almenningur notið skattalækkana eins og fyrirtækin.
Við þurfum að mynda samstöðu um að verðtryggingu verði hent út á hafsauga. Að það verði stokkað upp á nýtt í húsnæðiskerfinu.
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 07:07
Hæ,
bara svona að ganni, þá reiknaði ég út 15.600 milljarða króna skuld Íslendinga (veit reyndar ekki hvaðan þessi fjárhæð kemur) og prófaði að dreifa henni niður á jafnar afborganir í 100 ár m.v. 5% vexti (ca. 3 kynslóðir vinnandi Íslendinga og 5% vextir er nú bara út í loftið).
Jafnar afborganir m.v. eina greiðslu á ári væru þá ca. 786 milljarðar á ári (9 núll á eftir 786).
Svo tjékkaði ég á Hagstofunni og fann þar Ísland í tölum, held að þetta sé nýjasti bæklingurinn. Þar kemur fram á bls. 20 að Vergar Þjóðartekjur (sem er ekki alveg það sama og GDP) voru ca. 1.076 milljarðar árið 2006. Ég lækkaði þá tölu um 27% þar sem umsvif fjármálaþjónustu, lífeyrissjóða, vátrygginga og fasteignaviðskipti voru þessi partur af vergu þjóðartekjunum á þessu ári (af því að ég held að það verði ekki mikil umsvif í þeim geira á næstunni). Þá kemur út ný tala, eða ca. 786 milljarðar á ári...
Það er nákvæmlega sama talan og afborganirnar af skuldasúpunni okkar. Niðurstaðan er því að Vergar þjóðartekjur Íslendinga næstu 100 árin munu fara í að borga skuldina (ath. að gefnum þessum forsendum).
Hvað segiði, er ekki málið að hræra í fleiri álver, drífa upp netþjónabúið og grafa upp þessa olíu þarna norður í ballarhafi til að auka aðeins tekjurnar???
PS. EKKI TAKA ÞETTA INNLEGG OF ALVARLEGA - þetta eru bara pælingar út í loftið og smá útreikningar ÞAR SEM FORSENDUR EIGA SÉR EKKI ENDILEGA STOÐ Í RAUNVERULEIKANUM.
who cares (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:45
Ég er alveg sammála Láru Hönnu.
Eftir fréttum að dæma höfum við fengið val. Hærra skatta eða rússneska herstöð á Íslandi.
Yfirvöld hafa spilað rússnesk rúlletta með þjóðinni.
Ekki er lausn að flytja út, þá verður enn erfiðara fyrir þeim sem eftir sitja.
Heidi Strand, 15.10.2008 kl. 12:21
Þetta er náttúrulega áhugaverð siðferðisleg spurning; hversvegna á ég að borga fyrir mistökum annarra? Ekki hafa þeir þurft að borga vegna mistaka minna.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:41
ég hugsa að best væri að láta þessa hvítflibba stráka sem fæðast með silfurskeið í munninum taka ábyrgð á gjörðum sínum svona eins og einu sinni.
Geir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:47
Ef ég má þá ætla ég að benda á 2 færslur eftir mig, önnur snýst um það að fólki finnst það bara eðlilegt að ríkið borgi ekki Glitnislánið sjá hérna og hin færslan snýst um það hverjum er það að kenna að svona fór fyrir okkur, hún er hérna
Ég vona að þetta sé í lagi, mér finnst að fólk eigi að tjá sig um þetta.
Sævar Einarsson, 15.10.2008 kl. 13:47
Já, það er bara svo erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað er í gangi.
Er eitthvað í umræðunni að Ísl. skuldbindi sig til að greiða 15.600 milljarða ?
Er ekki fyrst og fremst um að ræða að ríkið verði siðferðilega (jafnvel lagalega) að ábyrgjast erlend innlán ?
Nei, ég viðurkenni að ég botna ekki alveg í, hvað nákvæmlega er í gangi.
Alveg eins og var gert í tilfelli Washington Mutual sagði Seðlabankastjóri.
http://en.wikipedia.org/wiki/Washington_Mutual
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.10.2008 kl. 15:02
Þessir 15.600 milljarðar heildarskuld Íslendinga erlendis er 12- föld þjóðarframleiðsla Íslendinga (2007= 1300 milljarðar) sem Geir H. Haarde nefndi í fréttum. Þar af er víst skuld bankanna 9- föld þjóðarframleiðsla (sbr. Danske Bank), þá líklega 11.700 milljarðar (9x1300). Ríkið, fyrirtæki og einstaklingar hljóta þá að eiga fjórðunginn, 3.900 milljarða króna.
En athugið að ofangreindar tölur voru þegar gengi Evru var um 131 IKR/EUR. Nú er það 150 og fallandi. Því ber að hækka skuldirnar um 14,5%, þ.e. um tvö þúsund tvö hundruð og sextíu milljarða á sl. 10 dögum. Þá eru erlendar heildarskuldir Íslendinga núna um 17.860 milljarðar! Engin spurning að bankarnir eiga að rúlla án skuldbindinga ríkisins.
Ívar Pálsson, 15.10.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.