Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Vonarglæta í svartasta skammdeginu?
3.10.2008 | 19:19
Krónan hefur fallið eins og steinn framan af háum hamri síðustu daga, og ekki hefur verið séð fyrir hvar hún lendir. Allt í einu er allt þjóðfélagið komið á endann í einhverri múgsefjun sem tengist þeirri hugmynd að himnarnir séu að hrynja.
Góðu fréttirnar eru þær að himnarnir eru ekki að hrynja og enginn hefur látið lífið í þessum fellibyl krónunnar.
Slæmu fréttirnar eru þær að fólk sér fram á erfiða afborgunartíma, en það er reyndar nákvæmlega það sem fjöldi bloggara hefur séð fyrir síðan í mars.
Um daginn spurði ég hvað myndi gerast fyrir þriðja ársfjórðung bankanna í ár, en gengisfall varð fyrir síðustu tvo ársfjórðunga, og við vitum öll hvað er að gerast núna. Mig grunar, þó að erfitt sé að fullyrða um það þar sem margt fer leynt, að ríkisstjórnin sé loksins að gera eitthvað af viti. Það einfaldlega kostar.
Ríkinu hefur tekist að vekja athygli á þeirri stjórnlausu gróðahyggju sem hefur verið að auðga fáa en safna skuldum fyrir afgang þjóðarinnar.
Þessi viðbrögð eru að skila árangri. Fyrst hríðfellur krónan af því að viðurkennt hefur verið að vandamál sé til staðar. En nú er einnig verið að vinna í næsta skrefi, að sjá fyrir sér velmegun á ný en samkvæmt betri leikreglum.
Krónan hætti að falla í dag, og stóð ekki í stað, heldur flaut upp um 0.2%. Þetta eru góðar fréttir. Þetta getur þýtt að botninum sé náð.
Aðrar góðar fréttir eru þær að fólk um allt land er að sýna þessu máli skilning, og heyrst hefur að skuldarar og skuldunautar eru að ræða sín mál og endursemja um greiðslur.
Ég heyri ekki betur en að Íslendingar séu að standa saman í þrengingunum, þó að háværustu fréttirnar séu vissulega frekar neikvæðar eins og venjulega.
Ég er einfaldlega feginn því að loksins er öllum ljóst að gróðahyggjan er vandamál. Ef við hefðum ekki áttað okkur á því, hefðum við bara komið okkur í enn meiri vanda.
Stjórnendur þessa lands hafa samt verið undarlega treggáfaðir að átta sig á vandanum og gera eitthvað af viti í málunum, kannski af hræðslu við afleiðingarnar.
Mynd: LCS The Illustration News Portal
Gengi krónunnar styrktist um 0,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 778037
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Ég heyrði nú ekki betur en Valgerður eða Álgerður eins og hún er kölluð af okkur strákunum kenni ESB um þetta allt saman. Regluverkið fyrir bankakerfið komi frá ESB. En það eru einmitt fáránlegar reglur sem gera þetta rugl mögulegt. Frjálst flæði fjarmagns án hindrana o.s.fr. Síðan villi kerla ganga ESB á hönd vitandi þetta. Er hún kannski tvær persónur?
Björn Heiðdal, 3.10.2008 kl. 20:04
Það er betra að vera bjartsýnn, ég held reyndar að krónan sé ekki að að rísa úr öskustónni alveg á næstunni, bankarnir eigi fleiri eftir að Glitnisvæðast og lífeyrissjóðirnir verði hluti af því dæmi. Hvort það er betra eða verra fyrir okkur almúgan kemur á daginn og ég er sammála um að það verði erfitt að borga af lánunum en það hefur reyndar verið fyrir séð um nokkurn tíma. Sumum finnst væntanlega örggið vera farið og þeir haf ekki gengist undir þessa skilmála þegar þeir stofnuðu til fjárhagsskuldbindinga en öryggi í skuld var og verður aldrei til.
Samdráttur þarf ekki að vera slæmur, þá komum við væntanlega til með að hafa meiri tíma og felst ekki frelsið einmitt í því að hafa tíma fyrir sig og sína? Þegar á botnin er hvolt snýst þetta allt um hugarfar.
Magnús Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 23:16
Palinískur einfeldnisháttur ...
"Slæmu fréttirnar eru þær að fólk sér fram á erfiða afborgunartíma"
... næstu 25 / 40 árin þá?
"Krónan hætti að falla í dag, og stóð ekki í stað, heldur flaut upp um 0.2%. Þetta eru góðar fréttir. Þetta getur þýtt að botninum sé náð."
... þetta er flökt á dauðum gjaldeyrismarkaði, síðustu gæjarnir ráku sig í borðið á leiðinni út.
"Allt í einu er allt þjóðfélagið komið á endann í einhverri múgsefjun sem tengist þeirri hugmynd að himnarnir séu að hrynja."
Ætli það sé ekki frekar þannig, að fólk hefur áttað sig almennilega á stöðunni, sem er sú fyrir marga að þeir eru gjaldþrota? Hvað með þá staðreynd að fasteignabólan hefur ekki sprungið ennþá ... er það ekki bara tilefni til að brosa meira, horfa frammá veginn o.sv.fr.?
Ástþór Óskarsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:19
Björn: Ég játa að ég veit lítið um það hvaðan regluvirkið kemur, en ljóst er að það lekur og þarf eitthvað að stoppa í það.
Magnús: Já, hugsanlega getur eitthvað dregið úr stressinu við kreppu. Kannski þarf fólk að fara að slaka aðeins á og njóta lífsins.
Ástþór: Hugsanlega næstu 25-40 árin, hugsanlega næstu 10, það er ómögulegt að segja. Það hefur leynt og ljóst stefnt í þetta frekar lengi, og einfaldlega nauðsynlegt að við sjáum að þetta gengur ekki svona lengur. Þetta er vissulega erfitt ástand, en það er búið að byggja svo mikið að við þurfum varla að flytja aftur í torfbæina með moldargólfi, þó að það gæti verið hagstæð lausn að flytja bara út í móa.
Lassý: Það er ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist næst í þessum málum. Við verðum hins vegar að sýna þrautseigju og forðast það að sökkva okkur í sjálfsvorkunn, sama þó að við séum í tapliðinu eins og er. Það er alltaf nýr dagur á morgun.
Hrannar Baldursson, 4.10.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.