Hvernig bragðast Mexíkó?

Í dag fór ég út að borða á veitingastaðinn Santa María á Laugarvegi 22a. Þar sem ég bjó í Mexíkó í sjö ár þekki ég nokkuð vel til mexíkóskrar matargerðar og finn þegar bragðið er ekta.

Þetta upplifði ég í dag.

Það var ekki aðeins maturinn sem unninn er úr góðu mexíkósku hráefni, heldur einnig vinaleg og hlý þjónusta frá starfsfólki staðarins. Ég var ánægður með hvernig maturinn lék við bragðlauka mína og hvernig chili var notað á áhrifaríkan hátt til að krydda matinn.

Ég fékk mér rétt með mole-sósu, en það er súkkulaðisósa blönduð í chili krydd - algjört gómsæti. Undir sósunni eru svo kjúklingaræmur vafnar inn í tortillur. Að fá þetta með einum Corona Extra var ljúft.

Mér leið satt best að segja eins og ég væri inni á veitingastað í Mexíkó, og gleymdi um stund að ég væri á Laugarveginum, enda ómaði um staðinn góð latnesk tónlist með söngvurum eins og Luis Miguel og Shakira. Allir í mínu föruneyti voru jafn ánægðir.

Ég mæli með þessum veitingastað.

Ég tengist rekstri þessa veitingastaðar á engan hátt, þekki hvorki eigendur né starfsfólk, en vona að hann slái í gegn, því mig langar til að heimsækja hann sem oftast. 

México En La Piel (Mexíkó í skinninu):


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þarna er hún sósan góða. Vissi ekki að hún héti mole sósa. Ógleymanleg frá Mexíkönskum stað í Köben. Chilli og súkkulaði frábært. Takk.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Ómar Ingi

UmmmTakk fyrir að láta vita Elska Mehíkóskan mat

Ómar Ingi, 19.4.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Takk fyrir þetta don.

Hvenær varstu í Mexico í 7 ár?

Ekki kom það fram á fyrirlestrunum!

Þórður Helgi Þórðarson, 20.4.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: AK-72

Hvað er prísinn á réttunum? Er það í hófi eða?

AK-72, 20.4.2008 kl. 11:48

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

AK-72, réttirnir eru um kr. 1000,- stykkið og margir undir því verði. Þannig að maturinn er snilld og verði stillt í hóf.

Hrannar Baldursson, 20.4.2008 kl. 13:09

6 Smámynd: AK-72

Held að maður kíki þarna bara bráðlega. Takk fyrir ábendinguna og upplýsingarnar.

AK-72, 20.4.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Takk fyrir þessar upplýsingar frændi, hef einmitt verið að leita að slíkum stað.  Held ég geri mér bara sérstaka ferð í höfuðborgina til að kíkja á þennan stað.

Kv.  Raggi frændi 

Ragnar Gunnarsson, 22.4.2008 kl. 17:45

8 identicon

Takk fyrir ábendinguna, fór á miðvikudaginn, alger snilld!  

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband