Namibíuferđ Salaskóla - síđustu dagarnir

IMG_2589 (Custom) 

Kćrar ţakkir til ţeirra sem sent hafa góđar kveđjur.

Eftir skákmótin fengum viđ bíltúr um fátćkrahverfi í Windhoek, ţar sem fjölmörg hús eru púsluđ saman af bárujárnsplötum. Fólkiđ sem sat fyrir utan ţessi fátćklegu hús var samt ríkmannlegt í fasi, ţar sem bros geisluđu af nánast hverju andliti. Börn léku sér ađ beinum og steinum, og fjölmargir hinna fullorđna sátu í hóp og rćddu saman; en ţó voru sumir sem sátu einfaldlega fyrir utan dyragćttina sína og horfđu út í loftiđ eđa á ţorpslífiđ.

Viđ rćddum ađeins um fátćkt og ríkidćmi og bárum saman ţetta tvennt, og sýndist okkur meiri gleđi vera hćgt ađ finna í ţessum fátćku börnum en ţeim vel stćđu frá Íslandi. Ţađ er eins og einhver neisti, gleđi yfir hinu einfalda, verđi fjarlćgari eftir ţví sem auđveldara er ađ verđa sér úti um hlutina.

Viđ höfum veriđ á miklu ferđalagi síđustu daga, fórum međ Stefáni Jóni Hafstein til Grootfontein, sem er í um 400 km fjarlćgđ frá Windhoek, ţar sem heimsóttir voru mjög fátćkir skólar. Algengt er ađ bćkur á bókasöfnum ţessara skóla innihaldi um 30 titla. Hefđum viđ vitađ hvađ lestrarneyđin er mikil hefđum viđ komiđ međ fullt af barnabókum.

Ţrátt fyrir mikla fátćkt skín gleđi úr augum bćđi barna og fullorđinna. Í allra fátćkasta skólanum sem viđ heimsóttum fengum viđ danssýningu frá börnum skólans, en skólastýran var sýnilega gífurlega stolt af börnunum. Ţrír strákar slógu á bumbur, og tíu stúlkur dönsuđu viđ taktinn og sungu. Gummi og Birkir ákváđu ađ slá sér í hópinn og stigu villtan dans og söng ásamt innfćddum. Ţetta var gífurlega skemmtileg upplifun.

 IMG_2644 (Custom)

Eftir heimsóknirnar fórum viđ á Safari búgarđ, ekki áreynslulaust ţví ađ gírkassinn á bílnum einfaldlega hćtti ađ virka og eftir ađ hafa runniđ töluverđa vegalengd tókst bílstjóranum, Stefáni, ađ koma bílnum í ţriđja gír. Nćstu 40 kílómetrar voru keyrđir í ţriđja gír og ljóst ađ stopp ţýddi ađ allir fćru út ađ ýta. Međ ţví ađ taka skuggalega beygjur og dýfur hossuđumst viđ loks á áfangastađ.

IMG_3239 (Custom) 

Ţar komumst í návígi viđ fíla, gíraffa, nashyrninga, fjöldan allan af antílópum og ljón sem hópuđust í kringum dauđan gíraffa og hámuđu hann í sig á međan viđ hin sátum inni í búri og fylgdumst vandlega međ. Viđ Stefán Jón tókum mikinn fjölda mynda af villtum fílum, sem mér tekst vonandi ađ deila á ţessari síđu ţegar ég kemst í betra netsamband, en ég vil taka ţađ fram ađ skemmtilegri leiđsögumann og félaga en Stefán Jón Hafstein er erfitt ađ finna. Hann bloggar á http://stefanjon.is 

Ekki má gleyma ţví ađ viđ fengum eina bestu kjötmáltíđ sem nokkurt okkar hefur smakkađ, en ţađ var kjöt af oryx. Öll börnin og farastjórarnir líka kjömmsuđu yfir ţessu eins og ljón í veislu.

Á heimleiđinni stoppuđum viđ á útimarkađi ţar sem keyptir voru minjagripir. Nokkrir keyptu sér heimasmíđuđ skáksett, ađrir grímur, sumir bongótrommur og flestir hálsmen. Hćgt var ađ prútta á ţessum markađi, og sumum okkar tókst ađ prútta allt í botn á međan ađrir voru sáttir viđ ađ borga örlítiđ meira fyrir gripina.

IMG_3008 (Custom)

Nú erum viđ komin aftur til Windhoek. Á morgun er frjáls dagur og fariđ í flugiđ áleiđis til Íslands ađ kvöldi. Ljóst er ađ glađur og reynslunni ríkari hópur mun lenda á klakanum nćsta föstudagsmorgun.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţiđ eruđ landi og ţjóđ til sóma

Skákstelpa (IP-tala skráđ) 20.9.2007 kl. 09:43

2 identicon

Ţađ verđur gaman ađ hitta ykkur og heyra frá ćvintýrum ykkar. Viđ í Salaskóla bíđum spennt.

Bestu kveđjur frá öllum í skólanum - Hafsteinn

Hafsteinn Karlsson (IP-tala skráđ) 20.9.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

FRÁBĆRT hvađ ţiđ eruđ ađ standa ykkur vel. Góđa ferđ heim.  Takk fyrir ţessar fallegu myndir. 

Ásdís Sigurđardóttir, 20.9.2007 kl. 21:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband