"Klám er kynferðislegt ofbeldi!"

getfile

Tvær tilvitnanir í grein Sóleyjar Tómasdóttur sem skrifuð var eftir þátttöku hennar í Silfri Egils (4.3.2007). 

"Ræddum um klám. Það var hrikalega erfitt, sérstaklega þar sem hin órjúfanlegu tengsl milli ofbeldis, kláms og vændis virðast vera ofar skilningi fólks." Sóley Tómasdóttir

"Verst af öllu finnst mér þegar andmælendur mínir ætlast til þess að ég skilgreini hvað klám sé. Að ég eigi að bera ábyrgð á lagasetningum stjórnvalda og segja til um hvað sé refsivert og hvað ekki. Ég tek ekki þátt í slíku. Raunar held ég að 210. grein Almennra hegningarlaga eigi fáa sína líka, þar er tekið fram að framleiðsla, innflutningur og dreifing kláms sé refsiverð, en hvergi skilgreint hvað klám sé í raun og veru." Sóley Tómasdóttir

Ekki langar mig til að upphrópa að þetta séu öfgar og fasismi, en vissulega tel ég að þessar skoðanir séu svolítið afvegaleiddar og þurfi smá aðstoð skynsamlegrar rökhugsunar. 

Mig grunar að viðmælendur Sóleyjar (andmælendur í hennar huga) hafi  einfaldlega viljað heyra hvernig hún skilji hugtakið 'klám', ekki hvernig ætti að eða skuli skilgreina hugtakið samkvæmt lögum. Þarna er mikill munur á. Mér heyrist á umræðunni að fólk sé einmitt að skilja þetta hugtak á mjög ólíkan hátt, og þegar mikið er rætt um fyrirbæri sem enginn veit hvað er en allir hafa skoðun á, er hætta á að misskilningur aukist frekar en hitt. Ég hafði sjálfur á tilfinningunni að Sóley væri að meina eitthvað allt annað en ég sjálfur álít vera klám.

Sóley sagði í Silfri Egils að allt klám sé kynferðislegt ofbeldi, sem mér þykir mjög vafasöm fullyrðing. Það þarf ekki nema eitt dæmi um framleiðslu á klámi þar sem allir sem þátt taka gera það af fúsum og frjálsum vilja til að hnekkja þessari fullyrðingu, og þessar manneskjur eru til. Það rétta er að sumt klám felur í sér kynferðislegt ofbeldi, eða í þeim tilfellum þegar manneskjur eru nauðugar látnar taka þátt í þessum athöfnum. Hvort að 32%, 47%, 85% séu réttu hlutföllin um hversu mikið af klámi feli í sér kynferðislegt ofbeldi, er ómögulegt að segja, og mætti sjálfsagt rannsaka. En að þetta sé satt um 100% tilfella er einfaldlega útilokað.  Þannig að ekki er hægt að segja að klám sé það sama og kynferðislegt ofbeldi, sama hversu sterk sannfæring viðkomandi fyrir því getur verið. Ljóst er samt að allt kynferðislegt ofbeldi er glæpur, hvort sem það er unnið gegn konum eða körlum, og ber að taka hart á slíku.

Það er eitt sem mér finnst sorglegt við þessa umræðu alla, og það er hvernig hugtakið feminismi hefur verið dreginn inn í hana, og það hljómar eins og að þeir sem eru feministar séu sjálfkrafa allir á móti klámi, þó að svo sé ekki. Það rétta er að það er einungis tiltekinn hópur innan feminismahreyfingarinnar sem gengur svona langt, og aðrir feministar sem álykta að þar sem ákveðinn hópur karla og kvenna framleiðir klám og hefur viðskipti af því af fúsum og frjálsum vilja, þá er ekki verið að gera lítið úr sjálfsvirðingu viðkomandi einstaklinga, eða allra kvenna eða allra karla. Semsagt: ekki allir feministar (sem geta bæði verið karlar og konur) trúa því að allt klám sé kynferðislegt ofbeldi.

Það sem mig grunar að Sóley hafi verið að hugsa, en ekki komið orðum almennilega að, enda var henni mikið niðri fyrir (NOTA BENE: þetta er aðeins túlkun mín og vel getur verið að hún sé ósammála henni), er að klám geti haft þannig áhrif á þjóðfélagið sem heild að kynferðislegt ofbeldi útbreiðist með meiri hraða ef enginn stingur niður fæti og segir: "hingað og ekki lengra". Þetta gæti verið spurning um að setja ákveðin takmörk fyrir því sem við getum sætt okkur við; en þó að ég haldi að sú umræða gæti verið mjög gagnleg, er hún alls ekki viðeigandi í sambandi við þessa klámráðstefnu sem olli fjaðrafokinu mikla. 

Það er vissulega í lagi að láta í sér heyra ef manni finnst vegið að eigin siðferðiskennd, en að alhæfa um að allir hafi sams konar siðferðiskennd til að bera eða byggi siðferði sitt á sama grunni er af og frá; og hvað þá að setja reglur sem byggja á slíkum pitti. Slíkt regluhús myndi fljótt sökkva.

Hafrún Kristjánsdóttir skrifar áhugaverða gagnrýni um skrif Sóleyjar og þátttöku hennar í Silfri Egils í grein sinni, Enn af feministum (4.3.2007) .

Til að öðlast yfirgripsmeiri þekkingu á hugtakinu 'klám' getur verið gagnlegt að skoða hugtakið í alfræðiorðabók netheimsins, Wikipedia, en þar eru til að mynda áhugaverð fyrir þessa umræðu greinin Anti-pornography movement. Vil ég vitna aðeins í hluta þeirrar greinar sem fjallar um gagnrýni feminista á andstöðu gegn klámi. Afsakið að hún fylgi hér óþýdd:

"Other feminists are against censorship; some describe themselves as sex-positive feminists and criticize anti-pornography activism. They take a wide range of views towards existing pornography: some view the growth of pornography as a crucial part of the sexual revolution and they say has contributed to women's liberation; others view the existing pornography industry as misogynist and rife with exploitation, but hold that pornography could be and sometimes is feminist, and propose to reform or radically alter the pornography industry rather than opposing it wholesale. They typically oppose the theory of anti-pornography feminism -- which they accuse of selective handling of evidence, and sometimes of being prudish or as intolerant of sexual difference -- and also the political practice of anti-pornography feminism -- which is characterized as censorship and accuse of complicity with conservative defenses of the oppressive sexual status quo. Notable advocates of the position include sociologist Laura Kipnis, columnist and editor Susie Bright, essayist and therapist Patrick Califia and porn actress and writer Nina Hartley."

Titill greinarinnar: "Klám er kynferðislegt ofbeldi!" er bein tilvitnun í fullyrðingu Sóleyjar Tómasdóttur úr Silfri Egils 4.3.2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Góð viðbót í umræðuna.

Hafrún Kristjánsdóttir, 5.3.2007 kl. 00:03

2 identicon

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að segja! Það er einmitt út af þessu sem þessi málflutningur VG er jafnvitlaus og raun ber vitni. Allt í lagi að fordæma misþyrmingar á konum og efni sem sannað er að konur hafi skaðast við að taka þátt. En þetta með ofbeldið og klámið, að það sé það sama.... þarf ekki að senda fólk á rökhugsunarnámskeið sem heldur þessu fram? Nú er lag að kryfja málið, skilgreina hvað er vont og hvað má viðgangast. Það er ekki hægt að útrýma klámi og því verður að nálgast þetta frá annarri hlið. 

helgi (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 12:36

3 identicon

Ps. ég skrifaði heila ritgerð um þetta efni og ætti kannski að fara að birta hana á bloggi í ljósi gríðarlegs áhuga manna á þessu fyrirbæri!

helgi (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 12:37

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ætli maður sé orðinn femínisti þegar hann er kominn með klám á heilann?

Hvað ætli hin magnaða fræðigrein "kynjafræði" segi um klámfemínisma? Samkvæmt Sóleyju á að meta klám á fræðilegan hátt.

Jóhannes Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 12:39

5 Smámynd: halkatla

halkatla, 5.3.2007 kl. 12:39

6 identicon

Vá - ertu til í að verða pr-fulltrúinn minn? -Hefur svo djúpan skilning á mér og mínum hugðarefnum...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 13:07

7 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Að vanda málefnaleg, Sóley. Annars var fróðlegt að komast að því að þú stundar ritskoðunn á síðunni þinni, en samræmist náttúrúlega vel annarri stefnu þinni

Pétur Henry Petersen, 5.3.2007 kl. 13:47

8 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Tek allt aftur!!! (nema að þú sér sérlega málefnaleg) maður ruglar þessum síðum öllum saman

Pétur Henry Petersen, 5.3.2007 kl. 13:48

9 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Frábær grein.

Sóley kemur með kaldhæðnislega athugasemd við þennan vel skrifað og vel rökstudda pistil.  Það er nefnilega mikill munur á hinum almenna feminista og "öfgafullum feministum" eins og Sóleyju.  Þessir öfgafullu setja svartan blett á baráttu feminista og slíkar alhæfingar Sóleyjar eins og að allt klám sé kynferðislegt ofbeldi sanna öfgarnar hjá þessu fólki.  Það er einfaldlega bara ekki rétt!   

Klám tengist oft á tíðum miklum voðaverkum, mannsali, barnaklámi og öðrum eins ógeðfelldum verknaði.  Það deilir enginn um.  En að fullyrða að allt klám tengist því er helber lygi og ekki hægt að færa rök fyrir.  Samt getur Sóley það.  Við hin sem ekki samþykkjum það erum klámhundar.  Þar á meðal ég.

Umræðan um "klámráðstefnuna" sem átti að fara fram á Íslandi var á ótrúlegum villigötum, þökk sé öfgafullum áróðri gegn þessu fólki. Það mál kom þessari umræðu um klám af stað.  Þarna var fólk dæmt fyrirfram og bendlað við mannsal, barnaklám og annan ósóma án beinna sannanna.  Það sem málið í raun og veru snérist um var frelsið.  Löglegir framleiðendur skemmtiefnis ( amk ekkert annað sannað ) ætluðu að koma hingað til þess að skemmta sér.  Það sem er alvarlegast við þennan farsa er að við tókum okkur það bessaleyfi að velja hverjir séu velkomnir til landsins okkar.   Sjálfskipuðum varðhundum siðferðiskenndarinnar fannst þessi hópur ekki boðlegur okkar samfélagi og þessir siðapostular með múgæsinguna að vopni tókst að virkja ráðamenn sem flestir stukku á vagninn enda stutt í kosningar.  Sorglegt og í raun fáránlegt, þetta var ekki vilji meirihluta þjóðarinnar.  Nú hefur verið sett fordæmi.  Verður gaman að sjá hvað gerist ef umhverfisverndarsinnar ætla sér að halda ráðstefnu hér á landi. 

Þetta mál var okkar þjóð til vansa og bar nasískan keim.

Örvar Þór Kristjánsson, 5.3.2007 kl. 15:56

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hafrún, Helgi, Jóhannes, Anna Karen, Sóley, Pétur Henry og Örvar Þór, kærar þakkir fyrir ykkar athugasemdir. Ég er reyndar svolítið hissa á viðbrögðum Sóleyjar, og játa að ég skil þau ekki - ég reyndi að skrifa um málefnið af virðingu fyrir henni og öðrum sem að málinu hafa komið. Við erum öll verðugar manneskjur þó að skoðanir okkar séu ólíkar og ólíkt vel eða illa rökstuddar.

Hrannar Baldursson, 5.3.2007 kl. 17:41

11 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Hrannar, frábær bloggfærsla hjá þér

Björgvin Gunnarsson, 5.3.2007 kl. 17:53

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir það, Björgvin.

Hrannar Baldursson, 5.3.2007 kl. 18:53

13 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Ekkert að þakka.

Þessi pistill þinn er massívur og mjög góður.  Vel rökstuddur og þú ert alls ekki að tala niður til Sóleyjar.  Hef oftar en ekki lesið greinar inná síðu Sóleyjar og fylgst með umræðum þar, þetta svar hennar til þín kemur ekki á óvart. Þeir sem eru ekki á hennar máli eru ekki svaraverðir að hennar mati yfirleitt. Reyndar skil ég hana í þessu tilfelli enda erfitt fyrir hana að svara þessu, hún kom t.d. með fullyrðingu sem stenst engan vegin og þú færir flott rök fyrir því.  Eigum við ekki segja að í þessu tilfelli að Sóley sé skák og mát.

Örvar Þór Kristjánsson, 6.3.2007 kl. 08:58

14 identicon

Orðaleikir. Skilgreinum klám. Skilgreinum kynferðislegt ofbeldi. Hvað er verið að tala um hérna. Hún Sóley kom með skilgreiningu á klámi, hún sagði það vera kynferðislegt ofbeldi. Ekki fæ ég séð hvort að þið skilgreinið hana öðruvísi eður ei, en grunur um það læðist að mér. 

Hún Sóley er ekkert skák og mát. Hún notar bara aðra skilgreiningu en þið. 

En við gætum haldið þeirri umræðu áfram með því að ræða um klám og afleiðingar þess, rót þess og þeim vandamálum sem fylgja því. Við gætum spurt okkur hvort við viljum klámráðstefnu (eða klám árshátíð ætti þetta að frekar að vera) á Íslandi. Stór hluti stjórnmálamanna og fyrirmanna í þjóðfélaginu setti sig á móti þessu og bændasamtökin ákváðu að neita þessum gestum um gistingu. Það var þeirra ákvörðun og þar sem þeir reka fyrirtæki þá mega þeir það víst.

En viljið þið opna Íslandi fyrir klámi? 

Hans Boutellier skrifaði áhugaverða grein um klám og tengsl þess við kynferðislegt ofbeldi (sexual offences). Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum kláms eru fáar og veikar en það eru vísbendingar um það að þetta hafi áhrif á neikvæða kynferðislega hegðun. Haldið þið virkilega að klám hafi ekki neikvæð áhrif á þá sem horfa á þá eða á hugsanir þeirra sem horfa?

Jens Ívar Albertsson 

Jens Ívar Albertsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:29

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessaður Jens. Það er einfaldlega ekki auðvelt fyrir mig að kyngja því að klám sé það sama og kynferðislegt ofbeldi, rétt eins og ég get ekki samþykkt að epli séu appelsínur. Ef einhver birtist næsta sunnudag í Silfri Egils og segði að epli séu appelsínur, enda sé það bara þannig í huga þeirrar manneskjur; getur það ekki skapað tilefni til að hugsandi fólk gagnrýni þetta og vogi sér að efast um að epli séu eitthvað annað en appelsínur?

Þetta mál snýst að mínu mati ekki um það hvort að klám sé slæmt eða ekki. Það má vel vera að svo sé. Einnig er erfitt að segja til um hvort að neytun á klámi hafi neikvæð áhrif, jákvæð eða engin áhrif á þá sem þess neyta. Það er aukaatriði. Aðalmálið er að reynt er að hafa vit fyrir fólki án raka. Og ef upphrópanir eins og "Klám er kynferðislegt ofbeldi" eru teknar fyrir þá halda þær ekki vatni. 

Mér líkar frekar illa við það þegar einhver manneskja vill hafa vit fyrir mér, reynir að komast til valda til þess að ná þessu valdi yfir mér, og getur hvorki né vill rökstyðja mál sitt af skynsemi. Það skil ég sem fasisma. 

Hrannar Baldursson, 7.3.2007 kl. 18:21

16 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Mér líkar frekar illa við það þegar einhver manneskja vill hafa vit fyrir mér, reynir að komast til valda til þess að ná þessu valdi yfir mér, og getur hvorki né vill rökstyðja mál sitt af skynsemi. Það skil ég sem fasisma. 

Tek undir þessi orð Hrannars.  Ég hef hvergi séð Sóleyju rökstyðja þessa fullyrðingu sína um að allt klám sé kynferðislegt ofbeldi.  Hún hvorki getur það né vill.  Þetta er hennar skoðun sem hún vill þröngva inn á alla aðra.  Öfgarnar í hennar málflutningi sanna það, fasismi ekkert annað. 

Hún er að setja fram fullyrðingu en sýnir engin gögn sem sanna mál hennar.  Skv. skilgreiningu þarf bara eitt gagndæmi til að fella alhæfingu. Ég benti Sóleyju á að lesa bók eftir eina frægust klámmyndastjörnu allra tíma, Ron Jeremy, Hardest (working) man in Showbiz.  Þar kemur fram að fjöldi fólks, karla og kvenna starfar í klámiðnaðnum af fúsum og frjálsum vilja.   Hafa sumir unun af því meira að segja.  Er ég þá ekki búinn að fella þessa alhæfingu Sóleyjar???   Auðvitað eru svo skuggahliðar klámsins það deilir enginn um það en það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt. 

Amk hef ég oft beðið hana um að færa rök fyrir þessu sem og aðrir... en hún hefur ekki gert slíkt.  Heldur svarar hún eins og hér að ofan með hrokann að vopni sem kemur ekki á óvart.  Allir sem eru ekki á sama máli og hún eru klámhundar og þaðan af verra. 

"sérstaklega þar sem hin órjúfanlegu tengsl milli ofbeldis, kláms og vændis virðast vera ofar skilningi fólks"  "Sóley"

Hér að ofan eru ummæli Sóleyjar sem eru tekin úr Silfrinu... þau dæma sig sjálf.  Við skiljum þetta bara ekki!  Nú hefur þessi vel menntaða deildarstýra, öfga feministi fært svo fullkomin og góð rök fyrir máli sínu.  Samt skiljum við ekki. 

Það er til fólk sem finnst sumt klám bara ágætis afþreying.  Þá er ég ekki að tala um barnaklám" og annan eins óþverra.   Mannsalið, misnotkunin og mannlega volæðið þrífst vissulega líka og er oftar enn ekki fest á filmu á ekkert skylt við klám finnst mér.  Það eru reyndar glæpir að mínu mati og ber að skilgreina sem slíka.  Það er verðugt að berjast gegn því en að bendla allt klám og alla þá sem hafa kannski gaman að einstaka klámi við þetta allt er fáránlegt.  Við búum við Lýðræði og fólk hefur frelsi til að velja.  Ef einhverjar fullorðnar manneskjur kjósa að starfa við það að riðlast hvort á öðru og festa það á filmu og aðrir fá unað út úr því að horfa á það er það ekki bara allt í lagi?  Þó svo að það sé ekki okkar "cup of tea"....

Örvar Þór Kristjánsson, 8.3.2007 kl. 10:42

17 identicon

Fasismi? Þið takið þarna tvær setningar sem manneskja sem, (eftir mínu viti) hefur menntað sig sem kynjafræðingur, unnið í Stígamótum í langan tíma, lætur út úr sér og setjið á hana stimpil sem fasismi? Þið eru að segja að hún hafi vit fyrir fólki.. er hún ekki bara að segja sína upplifanir og sínar skoðanir. Þessi stetning "klám er kynferðislegt ofbeldi" er kannski endapunkturinn á hennar reynslu, upplifun og menntun. Þetta er það sem hún hefur séð og upplifað.

Seinni setningin er sögð í frustreringu og pirringi. Og það er rétt sem þú segir að þau dæma sig sjálf. Ég skil þau sem pirring gagnvart vanvirðingu og upphrópunum. Geri mér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki fullkomin manneskja.

 Hrannar.. ég held að Silfur Egils.. þátturinn sem slíkur er ekki vettvangur til þess að rökstyðja mál sitt af skynsemi.. og hvað þýðir það eiginlega.. þýðir rökstuðningur það að tala þangað til að næsti maður getur ekki svarað þér? 

Klám.. og umræða um eðli og annað ætla ég að svara nýjasta póstinum hans Hrannars. 

En ég ætla enda þetta með því að benda á ræðu sem hún Sóley flutti eftir að borgarstjóri Reykjavíkur hafði sett fram ályktun um að borgarstjórn Reykjavíkur væri á móti því að klámráðstefna væri haldin í Reykjavík 

Jens Ívar Albertsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband