Ísland hefur verið selt, og fáir fatta það

depression1600x1200

Þegar húsnæðislán hækka langt umfram áætlun og lánþegi sér fram á að sífellt meira af tekjum hans fara í afborganir af lánum sem áttu að vera í mun minna hlutfalli, og þegar hann leitar allra hugsanlegra leiða út úr ástandinu en er aðeins boðið upp á fjórar leiðir: borga meira, gjaldþrot, flytja úr landi, eða gefast upp, þá fer valið sjálfsagt eftir karakter.

Þegar heil þjóð lendir í sömu aðstöðu, má spyrja hvaða karakter þjóðin hefur til að bjarga sér. Munu hinir sterkari vernda hina veikari, eða munu hinir sterku nýta sér umframkraftinn og brjóta hina veikari á bak aftur. Af því sem ég hef orðið vitni að síðustu þrjú árin, er ég hræddur um að seinni kosturinn verði veruleikinn eftir fáein ár, því þetta er veruleikinn í dag. Ekki sé ég breytingar í vændum.

Ríkisstjórnin heldur að innganga í laskað Evrópusamband og að taka upp Evru, gjaldmiðil sem hefur hækkað vöruverð og lamað fjármálastarfsemi í fátækari löndum, og þannig skapað aðstæður fyrir svarta markaði, er vafasöm lausn.

Þessi ríkisstjórn hefur tekið gríðarleg lán til að laga núverandi stöðu. Þessi lán eru sama eðlis og húsnæðislán. Í fyrstu er lánþegi sáttur við að hafa eignast þak yfir höfuðið, og er tilbúinn að borga til baka, en svo kemur í ljós að lánin verða óviðráðaleg, og leiðirnar fjóru: borga meira, gjaldþrot, flytja úr landi, eða gefast upp, verða kosturinn fyrir framtíð okkar. Stjórnmálamenn sem sitja á þingi í dag munu ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur, því skuldadagar hefjast ekki fyrr en þeir eru farnir frá völdum, og hafa þegar safnað að sér öllum þeim auð sem þeir geta til að verða meðal hinna sterkari í framtíðinni. Þjóðin verður ekki kölluð lánþegi, heldur skuldari. Ekki verður talað um réttlæti, heldur um rétt kröfuhaga til að hámarka hagnað sinn.

En hvað mun þjóðin gera þegar hún horfir framan í þann blákalda veruleika að geta ekki borgað lengur af lánunum? Ekki getur heil þjóð gefist upp. Hún getur borgað meira með að veita aukinn aðgang að auðlindum. Spurning samt hvort það muni duga. Kannski olía á drekasvæðinu geti reddað málunum? Kannski ekki. Þjóð getur víst ekki farið í gjaldþrot, því gerist það munu hrægammar utan úr heimi einfaldlega storma inn og hrifsa til sín allt steini léttara, löglega að sjálfsögðu. 

Ætli þjóðin muni ekki standa í sömu stöðu og undirritaður á endanum, sjá sig knúna til að flytja úr landi, finna heiðarlegt og gott fólk sem er til í að vinna saman á jafnréttisgrundvelli. Margt verra gæti gerst en að Íslendingar færu í aukið samband við Noreg. Þetta eru miklar frændþjóðir og karakter hins venjulega borgara nauðalíkur. Hins vegar kunna Norðmenn að temja spillingaröflin, nokkuð sem Íslendingum hefur mistekist hrapalega.

Kreppan mun dýpka vegna þess að ríkið tók húsnæðislán sem þjóðin getur aldrei borgað til baka.

Ísland hefur verið selt, og fáir fatta það.

 

Mynd: ThyWord


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fattaði það þann 8. október 2008 og reyndi að segja öllum sem í kringum mig voru hvað framundan væri. Það voru ekki allir tilbúnir að samþykkja það. Held að margir stingi enn hausunum í sandinn.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 08:08

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er auðvelt að verða stórefins yfir fjármálasýsteminu yfirleitt. Þarfð þetta sýstem að vera svona? Er ekki til eitthvað betra enn þetta? Bankar og fjármálastofnanir eiga bara að vera þjónustur og ekkert annað.Það á ekkert að vera gróði fólgin í að stjórna peningum fólksins.

Þetta æfagamla "gullgeymslusýstem" þarf að endurskoða og hreinlega skipta um það allt eins og það leggur sig. Það væri hægt að hafa tvöfalt sýstem vegna útlandsviðskipta. Enn innaríkis er algjör þóþarfi að hafa peningamálin í svona ólestri eins og það er í dag...

Óskar Arnórsson, 1.3.2012 kl. 11:13

3 identicon

Eg segi sama og Begur her á undan og flestir verða ösku illu ef þú nefnir slikt .það er þvilik afneytun i gangi  ...og guð hjálpi fólk þegar það kemmst ekki lengra !!

rh (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 18:53

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Hrannar samsataða og samvinna ,með Noregi er það sem okkur vantar!!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 1.3.2012 kl. 22:19

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óskar ég hef verið inni í félögum eins og  lýðræðisfélaginu Öldu sem hefur áhuga á að koma á samfélagssparisjóði eins og tildæmis IAK í Svíþjóð. http://jak.se/

Engir vextir, bara lán sem er borgað til baka með 1 sparnaði og 2 með hverri mánaðargreiðslu samhliða honum.

Sniðugt tildæmsi fyrir samfélagsfyrirtæki 1 atkvæði á mann og hlutafjáreigendur eigi í fyrirtækinu. 

Einnig væri hugsanlegt að koma upp landshlutakrónum sem hafa verðmætasköpunar gildi. 1 fyrir hvert landshorn og síðan sérstaka viðskiptastofu fyrir (tvöfalt system) fyrir utanlandsviðskipti.

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2012 kl. 00:10

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Með tölvukerfi er þetta ekkert mál. Það eru kerfi sem eru hönnuð till "Full Auto", einföld og örugg. Það er bara að velja gjaldmiðil og ákveða verðgildið á hverri "LókalTrónu" sem er nýja lókalmyntin, til að menn ruglist ekki á gjaldmiðlun...

Ísland hefur verið selt, og fáir fatta það" er bara yfirlýsing um að meirihluti Íslendinga er í einhverjum transi, eða meðvitundarleysi gagnvart því sem er að ske í kringum það.

Má ég senda þér mail Guðni? Hvernig finn ég þig á maili?...þarf að syrða þig svolitlu...

Óskar Arnórsson, 2.3.2012 kl. 03:23

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Allt í fína Óskar

gudni@simnet.is

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2012 kl. 17:48

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hérna í færslu minni að ofan : >og hlutafjáreigendur eigi í fyrirtækinu. 

að hlutafjáreigendur vinni hjá fyrirtækinu.

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2012 kl. 17:50

9 identicon

Ég man eftir því að þú varst snöggur að fara út eftir hrunið haustið 2008. Þá þegar horfði ég á heimildarmyndir um framgöngu AGS í suður-Ameríku. Nokkrir bloggarar lýstu því hvað myndi gerast hér í framhaldinu og allt hefur gengið eftir. Þess vegna var ég ekki spennt fyrir neinum 4-flokkanna í kosningunum 2009 því greinilegt var að meirihluti yrði alltaf hallur undir auðvaldið.

Ekkert hefur komið á óvart. Barátta varganna um Ísland stendur yfir og almenningur horfir forviða á.

Rósa (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 08:43

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir góðar athugasemdir. Reyndar flutti ég ekki til Noregs fyrr en vorið 2009. Því miður hefur sagan endurtekið sig á Íslandi, eins og fyrirsjáanlegt var. Kreppan virðist því miður fara dýpkandi og þetta heldur þannig áfram þar til fólk fer að vinna saman að markmiðum og lausnum. Því miður virðist stjórnsýslan hrokafull og slær fram lygum og áróðri frekar en að vinna af krafti í sameiginlegum verkefnum.

Hrannar Baldursson, 3.3.2012 kl. 10:06

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Hrannar, ég sá þetta fyrir bæði með hrunið og það sem kom á eftir! Nú stefnum við hraðbyri í annað þrot og það mun verra og stærra sem almeningur getur ekki með nokkru móti borgað frekar en fyrra þrotið! Við erum gjaldþrota eigum bara eftir að viðurkenna það!

Sigurður Haraldsson, 3.3.2012 kl. 12:07

12 identicon

Því miður er þetta satt og rétt hjá þér Hrannar hér hefur verið stefnt að því lljóst og leitt að gera almenning eignalausan, viljalausan, þægan múg sem vinnur í sveita síns andliti til að skara eld að eigna aukningu fárra. Það þurfti ekki hrunið til þetta var byrjað fyrr og sáum við þessar fáránlegu "verðbætur" sem maður borgaði ár éftir ár þær hækkuðu þegar gengið lækkaði og hækkuðu síðan ennþá meira þegar gengið hækkaði???

Ég hef eins og þú lýsir búið í dollar landi og evru landi og svona fíflagangur á sér engan vegin stað. Maður borgar af lánum sínum og þau lækka!! Vá rétt lánin lækka við hverja greiðslu og brennvínsverð hefur engin áhrif á það. 

Það sem þarf að gera hérna hjá okkur í þessu svo yndislega litla landi er að reboota allt þjóðfélagið fram yfir 1990 og afnema allt sem þessi fáránlega rikistjónr DO og HA stóð fyrir. Rétta af laun og kjarasamninga í þá veru og hætta að sleikja rass***** á menntaelítunni. Auðævin verða til í höndum fólksins og í gegnum frjálsan markað og munu peningarnir renna um æðarþjóðfélagsins og allir fá sinn skerf í réttu hlutfalli við framlag sitt til uppbyggingar réttláts samfélags er til fyrir fólkið en ekki fámennis klíkur sem vilja næra GRÆGI sína á eignum og vinnu fólksins. 

Olafur Jonsson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband