Til hamingju Sjálfstæðisflokkur! Ísland er ykkar!

Til hamingju Sjálfstæðisflokkur! Ísland og Alþingi er þitt á nýjan leik. Fall ríkisstjórnar er óhjákvæmilegt. Stórmeistarafléttan í gær  er það magnaðasta sem sést hefur í íslenskri pólitík síðan bakstunguhnífarnir fóru á fullt í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Ljóst er að flokksmenn annarra flokka gera sér varla grein fyrir hvað er í gangi og vita ekki að í gær var dagurinn þegar stjórnin tapaði völdum.

Afar snjallt að hafa bandamenn ofarlega í röðum flestra annarra flokka. Öðruvísi komast rétt mál ekki í gegn.

 

(Broskall gleymdist...)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(...ekki) Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrannar, ég held að margir hefðu samþykkt að 4-6 ráðherrar hefðu verið dregnir fyrir Landsdóm. Geir Haarde, Árni Matthísen, Björvin Sigurðsson, Ingibjörg Sórún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Það hefði líka verið möguleiki á að draga alla ríkisstjórnina til ábyrgðar. Sviksemi Samfylkingarinnar varð til þess að Geir Haarde einn var dreginn fyrir dóminn. Afar mörgum var brugðið. Nei, ekki þetta.

Við þessar aðstæður er Jóhanna Sigurðardóttir sem sat í sérstakri nefnd um aðgerðir í efnahagsmálum núverandi forstætisráðherra... og hortugust allra. 

Hrannar átt þú von á að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon verði dregin fyrir Landsdóm vegna Icesave eða vegna þeirrar afglapa að einkavæða bankanna að nýju og selja þá erlendum útrásarvíkingum, vongarsjóðunum. Aldeilis ekki!

Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2012 kl. 19:48

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fall?  Heldur þú að við séum svo heppin?  Það væri óskandi.  En draumórar.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2012 kl. 01:46

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigurður notar Göbbelinn og endurtekur:„einkavæða bankanna að nýju“.

Hann skilur ekki eða vill ekki að aðrir skilji að kröfuhafar áttu bankana þá og þegar.

Tillaga Bjarna Ben snýst ekki um mannréttindi

Það er stór hluti þessa máls, eins og ýmsir hafa bent á, að með afgreiðslu þingsins á frávísunartillögu Magnúsar Orra ofl. er verið að riðlast á þrískiptingu ríkisvaldsins. Landsdómur er búinn að meta ákærunar og dómtekið 4 af 6. Það er hægt að afturkalla ákæru ef efnisatriði gefa tilefni til. En annars ekki.

Ef það hefði komið í ljós við nánari rannsókn að Geir var ekki forsætisráðherra umrætt tímabil þá er það veigamikið efnisatriði. En öll tiltæk gögn benda til þess að hann hafi verið löglega kjörinn kapteinn. Ákæran gegn honum var tekin gild og líkleg til sakfellingar.

Í þessu ljósi skiptir ekki öllu máli hvort þingmönnun hafi tekist að smygla öðrum ráðherrum frá dómi - þeir verða í raun einnig dæmdir í þessu máli eftir því sem við á. Það munu vitnaleiðslurnar draga fram í dagsljósið. Það er þetta dagsljós sem Bjarni Ben vill ekki að falli á fortíðina.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.1.2012 kl. 12:08

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alveg ótrúleg ósvífni hjá Sjálfgræðgiflokknum.

Ef fjórir innbrotsþjófar eru staðnir að verki og þrír þeirra sleppa vegna formgalla á rannsókn (eða vegna þess að þeir eru vinir eða frændur lögreglustjórans,) á þá að sleppa hinum fjórða bara af því að hinir sluppu?

Það væri ekki mikið um lög og reglu í landinu, ef þetta væri almenna reglan.

Theódór Norðkvist, 22.1.2012 kl. 14:05

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil bæta við að ef GH sleppur, jafngildir það útför hins íslenska réttarríkis (hafi það einhvern tímann verið til.)

Theódór Norðkvist, 22.1.2012 kl. 14:06

6 identicon

Hvaða hvaða.. ég held að Samfylkingin og VG viti alveg að ef kosningar verða fljótlega þá missa þeir mikin hluta af stuðningnum sem þeir voru með.

Það er bara grátbroslegt að þetta mál skuli vera í höndunum á Alþingi.

Eða hvað yrði sagt ef náin samstarfsmaður og vinur sýslumanns yrði ákærður fyrir glæp og sýslumaðurinn myndi ekki stíga niður og segja að hann sé of tengdur sakborningi? Alþingi á ekkert að vera að kjósa um þetta mál. Alveg frá byrjun var vitað að þeir voru óhæfir.

En völdin hjá S og VG eru of mikilvæg til að láta þetta mál eyðileggja það, að ég held.

Jens Ívar (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband