Komast þau upp með þessa fléttu?

corruption_bribery_extortion_ah_23429

Kjararáð úrskurðar tveimur dögum fyrir jól að þingmenn og ráðherrar skuli hækka um 5-15% í launum. Þetta kjararáð var kosið af sömu þingmönnum og ráðherrum 15. júní 2010.

Það er tvennt sem mér finnst athugavert við þetta:

1. Kjararáð úrskurðar um kjör hóps sem kýs kjararáð. Er þetta hagsmunaárekstur?

2.  Úrskurður birtist tveimur dögum fyrir jól. Getur það verið tilviljun?

Er ætlunin að kæfa málið fyrirfram í jólaösinni? Þessi dagsetning lítur út fyrir að vera skuggalega vel valin og henta vel þingmönnum, ríkisstjórn og kjararáði, því allir verða búnir að gleyma þessu í janúar. Eða hvað?

Þetta lítur út fyrir að vera ein af birtingarmyndum spillingar. Vel skipulögð aðgerð, og sjálfsagt lögleg, en samt spillt.

Transparency International skilgreinir spillingu sem misnotkun valds fyrir eigin hagsmuni. Slík spilling getur gerst hvar sem er, og hægt er að flokka hana sem stóra eða litla, fer eftir því um hversu mikla fjármuni er að ræða og á hvaða sviði hún á sér stað. Það má reikna með að þetta sé stór spilling, enda erum við að tala um umtalsverðar launahækkanir fyrir alla þingmenn og ráðherra, sem sjálfsagt mun kosta ríkissjóð nokkra tugi milljóna á ári. Gaman væri að sjá útreikning á þeim kostnaði sem þessu fylgir.

Frétt frá Seðlabankanum í gær um að allt sé á bullandi uppleið. Jafn áreiðanleg frétt og um smjörkrísuna í Noregi. Stanslaus áróður úr íslenskum ráðuneytum um að allt sé á uppleið, á meðan fólkið lifir greinilega ekki í sama veruleika og þursarnir í fílabeinsturnunum.

Þetta minnir á þann hugsunarhátt sem kom kerfinu í koll árið 2008, þar sem eðlilegt þótti að hagræða hlutunum til að réttir aðilar högnuðust. Minnir svolítið á kúlulánin, einkavæðingu banka og ríkisfyrirtækja. Er þetta ennþá sama klíkan og ennþá að bara undir öðrum formerkjum?

 

Út Hávamálum:

Gráðugr halr,
nema geðs viti,
etr sér aldrtrega;
oft fær hlægis,
er með horskum kemr,
manni heimskum magi. 


mbl.is Launalækkun dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Bara að leiðrétta þig að það er alls ekki verið að hækka þessi laun um neitt. Það er einungis verið að draga til baka tímabundna launalækkun um 5 til 15%. Lækkun sem var ákveðin fyrir bráðum 3 árum síðan þ.e. eftir Hrunið. Til þess að þessar stéttir sýndu gott fordæmi. Síðan hafa allar stéttir fengið launahækkanir og sumar mun hærri en þessar. Þingmenn og ráðherrar eru á mjög lágum launum hér miðað við vinnumarkaðinn almenn og þær kröfur sem þjóðin gerir til starfa þeirra. Þetta eru mjög vanþakklát störf. Kjararáð er síðan sjálfsstæð stofnun sem tekur ákvarðanir útfrá ýmsum sjónarhornum um þróun vinnumarkaðarins og þeir verða að rökstyðja úrskurði sína. Mér finnst ekkert að því þó svo að þessari bráðum 3ja ára kjaraskerðingu sé nú aflétt, það er ekki hækkun heldur aðeins verið að færa launin að því sem þau voru þá.

Gunnlaugur I., 22.12.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta lítur illa út Gunnlaugur, og er augljós afleikur, sérstaklega þegar litið er til annarra þjóðfélagshópa. Þetta gæti verið dropinn sem fyllti mælinn.

Hrannar Baldursson, 22.12.2011 kl. 22:06

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Mér verður starsýnt á þessa frábæru mynd sem fylgir pistlinum.

Hún kemur mér í jólaskap!

Þetta er svo fjarlægt allt saman. Allir að eyða um efni fram. Eða næstum allir.

Þú kannast við sönginn: "Allir eru að gera það gott, nema ég!"

Vildi annars nota tækifærið og óska þér gleðilegrar hátíðar og þakka fyrir góð innlegg í bloggheima. Alltaf málefnalegur og með jarðsambandið vel tengt.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 23.12.2011 kl. 00:31

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk. Gleðilega hátíð Sigurður og þakka  þér stöðuga samfylgd og góðan félagsskap á þessu ári sem öðrum.

Hrannar Baldursson, 23.12.2011 kl. 20:43

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðileg jól allir samman, og takk fyrir þessa samantekt. Skilaboðin eru hörmuleg frá valdamönnum. Enn það er samt hægt að horfa á alþingismenn öðrum augum: "Eiga Alþingismenn nokkuð að fyrir fyrirmynd annara í móral" Er ekki kikjunni borgaðir 6 milljarðar á ári fyrir að sjá um mórölsku hliðinna hjá m.a. þingi og yfirvöldum...

Óskar Arnórsson, 27.12.2011 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband