Olía á Drekasvæðinu?

map

Frétt dagsins í Wall Street Journal er án nokkurs vafa niðurstaða rannsóknar á sýnum frá Drekasvæðinu við Jan Mayen. Niðurstöðurnar gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Fundust þar 250 milljón ára steintegundir, en áður var talið að jarðvegurinn á þessu svæði væri of ungur til að olía hefði getað mótast. Nú hefur sú kenning verið afsönnuð.

Ég hafði spurt norskan sérfræðing í olíuborun um möguleika á olíu fyrir norðan Ísland fyrr á þessu ári og hann taldi algjörlega óhugsandi að einhverja olíu væri að finna á þessu svæði, af þeirri ástæðu að landið væri of ungt, það væri í mótun.

hele_oya

Mig hlakkar til að spyrja hann aftur.

Nú hlýtur næsta mál á dagskrá að vera afmáun spillingar úr íslenska stjórnkerfinu, til að þessi líklegi fundur verði ekki hagsmunaöflum einum að bráð, en það er mesta hættan fyrir sérhverja þjóð þegar nýjar náttúruauðlindir finnast.

Takist það eru þetta miklar gleðifréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega yrðu það gleðifréttir, ef olíuvinnsla gæti hafist á Drekasvæðinu.

En við skulum ímynda okkur hvað hefði gerst ef olía hefði fundist þarna, þegar Davíð og Halldór vou við völd.

Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 20:10

2 identicon

250 milljón ára steintegundir, hvurslags vitleysa er þetta, allir á íslandi vita að samkvæmt hornsteini íslands, kristni, þá er jörðin ekki nema 6000 ára gömul..

BTW Bloggari þessa bloggs, hann Hrannar, hann er kristinn líka :)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 09:52

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Svavar: Ég er ekkert viss um að núverandi valdhafar séu skárri eða verri - sýnist þeir vera eins.

DoctorE: Meira hvað þú getur bullað um hluti sem þú veist nákvæmlega ekkert um.

Hrannar Baldursson, 24.11.2011 kl. 10:38

4 Smámynd: Óskar

Hrannar það sem norski sérfræðingurinn sem þú talaðir við hefur klikkað á er að Drekasvæðið er ekki hluti af dæmigerði úthafsskorpu.  Hún er hvergi eldri en 200 milljón ára gömul á jörðinni.  Drekasvæðið hinsvegar er hluti af fornum meginlandsskildi og 250 milljón ára gömul lög eru nú ekki gömul í þeim samanburði því elsta yfirborðsberg á jörðinni er meira en 3000 milljón ára gamalt.  Hinsvegar eykur þetta samt líkur á að finna olíu.

Óskar, 24.11.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband