Mikil er grimmd Íslendingsins

Fólk tók lán fyrir húsnæði. Það þótti eðlilegt. Síðan hrundi fjármálakerfið. Sökin var hjá fjármálastofnunum og ríkinu. Innistæður voru tryggðar í botn. Þannig að þeir sem áttu pening urðu ekki fyrir ónæði. Hins vegar tvöfölduðust allar verðtryggðar skuldir og hækka enn. Engin útkomuleið önnur en gjaldþrot, og ekki hefur enn reynt á ný gjaldþrotalög, þar sem mögulegt er að viðhalda kröfum gagnvart fólki að eilífu. Gjaldþrot fyrir manneskju er ekki það sama og gjaldþrot fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki er bara kennitala. Manneskja er líf.

Af hverju áttar fólk sig ekki á ranglætinu og gerir eitthvað í því?

Hugsanlega vegna þess að meirihluta landsmanna líður bara nokkuð vel og getur verið sáttur við að þessi minnihluti taki á sig allan skellinn.

Mikil er grimmd Íslendingsins. Sérstaklega þegar hann getur lokað eyrunum, hallað sér aftur í hægindastólnum og horft á Liverpool spila, helst beint, frekar en hlusta á endalaust vælið í bloggurum og lánþegum.

 

---

 

Ég mæli sterklega með góðri grein Marinó G. Njálssonar sem greinir þessi mál út frá heilbrigðri skynsemi og sterkri réttlætiskennd: Almenningur ber skaðann af óheiðarleika, vanhæfi og spillingu fjármálafyrirtækja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Hrannar; æfinlega !

Það er einmitt; fyrir tilvist manna, eins og þína - sem Marinós, að örlítil vonarglóð bærist enn, meðal fólks, sem hrakist hefir út í kviksyndið.

Skrif ykkar; sem nokkurra annarra valinkunnra, verða aldri fullþökkuð, sem skyldi.

Með beztu kveðjum - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 17:21

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er engu líkara en það þurfi að þvinga réllætinu upp á landann.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.8.2011 kl. 17:36

3 identicon

aldrei; átti að standa þar. Afsakið; Helvítis ambögurnar.

Arinbjörn !

Reyndar; allt of nærri sannleikanum, þín ályktun, fornvinur góður.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 17:55

4 Smámynd: Ómar Ingi

Innlitskvitt

Ómar Ingi, 28.8.2011 kl. 19:45

5 identicon

Mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á Íslandi síðan land byggðist, er að verðtryggingin skuli ekki hafa verið tekin úr sambandi strax við hrunið,og þessi mistök má skrifa á ASÍ og yfir Simpansan þar á bæ.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 22:25

6 identicon

Þú vilt semsagt að þeir sem eiga peninga borgi upp skuldir fyrir þá sem tóku lán ? Það hefur alltaf verið áhætta að taka lán, verðtryggð sem óverðtryggð- Svo voru líka margir sem höfðu safnað  smá pening, en voru líka með skuldir á húsnæði og bílum.- Hvet alla að byrja að spara, líka þá í Breiðholtinu og hætta þessu væli út í þá sem spöruðu sma´pening.

Hilmar Þ (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 22:45

7 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Hilmar Þ !

Þér; að segja, hefir Jón Ólafs, talsvert til síns máls - hvar mótmæltir þú Hilmar, þegar verðtrygging launa var afnumin, árið 1983 ?

Gott væri; gætir þú dregið það fram, okkur hinum, til glöggvunar - og án þess að vera að væna fólk í Breiðholtinu, suður í Reykjavík, - eða þá aðra, um eitthvert væl, á nokkurs rökstuðnings, af þinni hálfu, ágæti drengur.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:04

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlitið.

Hilmar Þ. spyr: "Þú vilt semsagt að þeir sem eiga peninga borgi upp skuldir fyrir þá sem tóku lán? Það hefur alltaf verið áhætta að taka lán, verðtryggð sem óverðtryggð- Svo voru líka margir sem höfðu safnað  smá pening, en voru líka með skuldir á húsnæði og bílum.- Hvet alla að byrja að spara, líka þá í Breiðholtinu og hætta þessu væli út í þá sem spöruðu sma´pening.

Góðar spurningar, Hilmar. Sjálfur hef ég spurt mig þessara spurninga þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Tökum þær fyrir eina í einu.

1. Þú vilt semsagt að þeir sem eiga peninga borgi upp skuldir fyrir þá sem tóku lán?

Nei, það vil ég ekki. Hins vegar hefur mikill hluti af kröfum þessara skulda verið felldur niður. Því miður virðist sem að peningurinn hafi ekki verið notaður til að koma til móts við lánþega, heldur til að viðhalda orsakavöldum hrunsins og til að peningastreymi flæði ennþá inn í lánastofnanir til að viðhalda ávöxtun innlánsreikninga. (Einnig hafa verið tekið gríðarhá lán til að viðhalda þessum stofnunum, þannig að annað hrun virðist óumflýjanlegt þegar kemur að skuldadögum).

2. Það hefur alltaf verið áhætta að taka lán, verðtryggð sem óverðtryggð.

Vissulega. En þegar þú tekur lán reiknarðu með að borga lánveitanda upphaflega upphæð til baka með vöxtum. Hins vegar er lánveitandi að græða verulega á hverju láni, í stað þess að koma nokkurn veginn slétt út, auk vaxta. Það má vel vera að þessum lánum sem virtust á pappírum vera eðlileg lán, hafi verið útfærð á ólöglegan máta sem okurlán. Hvernig má réttlæta slíkt?

3.  Svo voru líka margir sem höfðu safnað  smá pening, en voru líka með skuldir á húsnæði og bílum.

Fyrir hrun var litið á húsnæðiseign sem sparnaðarleið. Það er litið á húsnæðiskaup sem fjárfestingu víða um heim. Aðrar leiðir eru að spara með því að leggja pening inn á bankareikning eða kaupa hlutafé. Þessar leiðir hafa aldrei þótt jafn öruggar og að eignast húsnæði. Það eru ekki margar manneskjur sem geta keypt sér húsnæði staðgreitt, og eðlilegasta mál í heimi að fólk eignist sitt eigið húsnæði frekar en að búa undir duttlungum leigusala. 

Þetta væl Hilmar, á rétt á sér og ég hvet þig til að velta þessum hlutum vandlega fyrir þér, komast að niðurstöðu og taka þátt í vælinu frekar en að gjamma á móti réttlætinu.

Grimmdin kemur nefnilega ekki úr illvilja, heldur stafar af vanþekkingu og áhugaleysi.


Hrannar Baldursson, 29.8.2011 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband