Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Mikil er grimmd Íslendingsins
28.8.2011 | 17:01
Fólk tók lán fyrir húsnæði. Það þótti eðlilegt. Síðan hrundi fjármálakerfið. Sökin var hjá fjármálastofnunum og ríkinu. Innistæður voru tryggðar í botn. Þannig að þeir sem áttu pening urðu ekki fyrir ónæði. Hins vegar tvöfölduðust allar verðtryggðar skuldir og hækka enn. Engin útkomuleið önnur en gjaldþrot, og ekki hefur enn reynt á ný gjaldþrotalög, þar sem mögulegt er að viðhalda kröfum gagnvart fólki að eilífu. Gjaldþrot fyrir manneskju er ekki það sama og gjaldþrot fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki er bara kennitala. Manneskja er líf.
Af hverju áttar fólk sig ekki á ranglætinu og gerir eitthvað í því?
Hugsanlega vegna þess að meirihluta landsmanna líður bara nokkuð vel og getur verið sáttur við að þessi minnihluti taki á sig allan skellinn.
Mikil er grimmd Íslendingsins. Sérstaklega þegar hann getur lokað eyrunum, hallað sér aftur í hægindastólnum og horft á Liverpool spila, helst beint, frekar en hlusta á endalaust vælið í bloggurum og lánþegum.
---
Ég mæli sterklega með góðri grein Marinó G. Njálssonar sem greinir þessi mál út frá heilbrigðri skynsemi og sterkri réttlætiskennd: Almenningur ber skaðann af óheiðarleika, vanhæfi og spillingu fjármálafyrirtækja
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 10:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 777734
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Heill og sæll Hrannar; æfinlega !
Það er einmitt; fyrir tilvist manna, eins og þína - sem Marinós, að örlítil vonarglóð bærist enn, meðal fólks, sem hrakist hefir út í kviksyndið.
Skrif ykkar; sem nokkurra annarra valinkunnra, verða aldri fullþökkuð, sem skyldi.
Með beztu kveðjum - sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 17:21
Það er engu líkara en það þurfi að þvinga réllætinu upp á landann.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.8.2011 kl. 17:36
aldrei; átti að standa þar. Afsakið; Helvítis ambögurnar.
Arinbjörn !
Reyndar; allt of nærri sannleikanum, þín ályktun, fornvinur góður.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 17:55
Innlitskvitt
Ómar Ingi, 28.8.2011 kl. 19:45
Mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á Íslandi síðan land byggðist, er að verðtryggingin skuli ekki hafa verið tekin úr sambandi strax við hrunið,og þessi mistök má skrifa á ASÍ og yfir Simpansan þar á bæ.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 22:25
Þú vilt semsagt að þeir sem eiga peninga borgi upp skuldir fyrir þá sem tóku lán ? Það hefur alltaf verið áhætta að taka lán, verðtryggð sem óverðtryggð- Svo voru líka margir sem höfðu safnað smá pening, en voru líka með skuldir á húsnæði og bílum.- Hvet alla að byrja að spara, líka þá í Breiðholtinu og hætta þessu væli út í þá sem spöruðu sma´pening.
Hilmar Þ (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 22:45
Komið þið sælir; að nýju !
Hilmar Þ !
Þér; að segja, hefir Jón Ólafs, talsvert til síns máls - hvar mótmæltir þú Hilmar, þegar verðtrygging launa var afnumin, árið 1983 ?
Gott væri; gætir þú dregið það fram, okkur hinum, til glöggvunar - og án þess að vera að væna fólk í Breiðholtinu, suður í Reykjavík, - eða þá aðra, um eitthvert væl, á nokkurs rökstuðnings, af þinni hálfu, ágæti drengur.
Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:04
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlitið.
Hilmar Þ. spyr: "Þú vilt semsagt að þeir sem eiga peninga borgi upp skuldir fyrir þá sem tóku lán? Það hefur alltaf verið áhætta að taka lán, verðtryggð sem óverðtryggð- Svo voru líka margir sem höfðu safnað smá pening, en voru líka með skuldir á húsnæði og bílum.- Hvet alla að byrja að spara, líka þá í Breiðholtinu og hætta þessu væli út í þá sem spöruðu sma´pening.
Góðar spurningar, Hilmar. Sjálfur hef ég spurt mig þessara spurninga þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Tökum þær fyrir eina í einu.
1. Þú vilt semsagt að þeir sem eiga peninga borgi upp skuldir fyrir þá sem tóku lán?
Nei, það vil ég ekki. Hins vegar hefur mikill hluti af kröfum þessara skulda verið felldur niður. Því miður virðist sem að peningurinn hafi ekki verið notaður til að koma til móts við lánþega, heldur til að viðhalda orsakavöldum hrunsins og til að peningastreymi flæði ennþá inn í lánastofnanir til að viðhalda ávöxtun innlánsreikninga. (Einnig hafa verið tekið gríðarhá lán til að viðhalda þessum stofnunum, þannig að annað hrun virðist óumflýjanlegt þegar kemur að skuldadögum).
2. Það hefur alltaf verið áhætta að taka lán, verðtryggð sem óverðtryggð.
Vissulega. En þegar þú tekur lán reiknarðu með að borga lánveitanda upphaflega upphæð til baka með vöxtum. Hins vegar er lánveitandi að græða verulega á hverju láni, í stað þess að koma nokkurn veginn slétt út, auk vaxta. Það má vel vera að þessum lánum sem virtust á pappírum vera eðlileg lán, hafi verið útfærð á ólöglegan máta sem okurlán. Hvernig má réttlæta slíkt?
3. Svo voru líka margir sem höfðu safnað smá pening, en voru líka með skuldir á húsnæði og bílum.
Fyrir hrun var litið á húsnæðiseign sem sparnaðarleið. Það er litið á húsnæðiskaup sem fjárfestingu víða um heim. Aðrar leiðir eru að spara með því að leggja pening inn á bankareikning eða kaupa hlutafé. Þessar leiðir hafa aldrei þótt jafn öruggar og að eignast húsnæði. Það eru ekki margar manneskjur sem geta keypt sér húsnæði staðgreitt, og eðlilegasta mál í heimi að fólk eignist sitt eigið húsnæði frekar en að búa undir duttlungum leigusala.
Þetta væl Hilmar, á rétt á sér og ég hvet þig til að velta þessum hlutum vandlega fyrir þér, komast að niðurstöðu og taka þátt í vælinu frekar en að gjamma á móti réttlætinu.
Grimmdin kemur nefnilega ekki úr illvilja, heldur stafar af vanþekkingu og áhugaleysi.
Hrannar Baldursson, 29.8.2011 kl. 04:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.