Hin stórfenglega vinstri ríkisstjórn

Þremur árum eftir efnahagshrun hefur hin vinstri ríkisstjórn íslenska slegið rækilega í gegn. Henni hefur tekist að framkvæma öll þau loforð sem hún lét falla áður en hún komst til valda.

Hagur landsmanna hefur tekið stökk til hins betra. Þar sem að manneskjur skipta ekki jafn miklu máli og kerfin, hefur mikil orka verið lögð í að reisa bankana við eftir mikið fall þeirra. Það hefur að mestu tekist. Þó að einhverjar fjölskyldur hafi flutt úr landi og einhverjir einstaklingar tapað vitinu, þá má búast við slíku í flestum samfélögum. Berum okkur bara saman við samfélög þar sem allt er á öðrum endanum. Þá ættum við að sjá hvað við höfum það gott.

Tekist hefur að vernda hina réttlátu verðtryggingu frá árás hagsmunasamtaka, þannig að tryggt er að enn streyma gríðarlegar fjárhæðir inn í lífeyrissjóðina. Gagnrýnisraddir segja að verið sé að mergsjúga heimilin með þessu móti. Skiptir það einhverju máli? Er ekki sama hvaðan gott kemur?

Krónan er sterkari en nokkurn tíma áður. Í stað þess að láta hana fljóta einhvers staðar á gjaldeyrishafi hafsins, höfum við fest hana við íslenska bryggju og látum hana ekki róa fyrr en stærri bátur er kominn í höfn, Evran. 

Evrópusambandsaðild er rétt handan við hornið. Þegar tekist hefur að rústa algjörlega íslenska hagkerfinu, svelta nokkrar fjölskyldur, og fylla þær slíku vonleysi að engin útkomuleið virðist möguleg, þá er rétti tíminn til að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, og hver kýs gegn einu útgönguleiðinni?

Tekist hefur að sefa þjóðina hvað eftir annað. Í hvert sinn sem hún reiðist, þá koma fram útspil sem rugla fólk í rýminu og draga úr reiði hennar, því hún veit ekki alltaf út í hvern hún á að vera reið. Til allrar hamingju trúir hún blint að kumpánarnir Davíð, Hannes og Geir séu ábyrgir fyrir öllu sem út af hefur borið síðustu tvo áratugina, þar á meðal allar ákvarðanir sem teknar hafa verið síðustu þrjú árin, enda aðstæðurnar þröngvaðar upp á hina snilldarlegu vinstri stjórn.

Það er ljóst að Ísland á sér bjarta framtíð undir leiðsögn vinstri stjórnmálaflakka, sem vinna undir merkjum sannleikans án þess að segja hann, sannfæringar án þess að fylgja henni, umhverfisvernd án þess að skipta sér af henni. Framtíðin er björt fyrir Íslendinga undir slíkri leiðsögn. Þessir lampar sem skína á Alþingi ættu allir að vera steyptir í mót.

Það kæmi mér á óvart ef ríkisstjórnin fengi ekki einróma lófaklapp við upphaf næsta þings og 99% aftkvæði í næstu kosningum, enda hefur henni á eftirminnilegan hátt tekist að fanga hvern hvítflibbaglæpamanninn á fætur öðrum, stórglæpamenn sem höfðu næstum rænt öllu sem mögulega var hægt að ræna af þjóðinni, og meira til. Þeir sitja nú í Hörpunni, elítufangelsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég styð þá tillögu að ráðherrarnir verði steyptir í mót..... varanlega!

Sigurður Þorsteinsson, 27.8.2011 kl. 18:44

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stórfengleg grein :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2011 kl. 18:57

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

LOL

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.8.2011 kl. 19:04

4 identicon

Þú ert nú meiri kjáninn Hrannar. "Heimspeki" þín og stíll minnir á taflmennskuna hjá þér.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 20:05

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það fyllir mig óstjórnlegri gleði Torfi, að við deilum ekki sömu sýn.

Hrannar Baldursson, 27.8.2011 kl. 22:00

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Húmorinn er betra vopn en reiðin. Flott færsla.

Haraldur Hansson, 27.8.2011 kl. 22:30

7 identicon

Án gríns!  Ef verðtryggingin verður ekki afnumin er fjöldagjaldþrot heimila óumflýjanlegt. Kjarni málsins gleymist yfirleitt í umræðunni. Þegar verðtrygging var sett á, þá voru laun líka verðtryggð. Það réttlætti verðtryggingu lána. Síðan var verðtrygging launa afnumin með einu pennastriki en lán áfram verðtryggð. Þá hófst núverandi verðrán gegn almúganum! Engin leið er út úr þessum ógöngum nema setja þak á verðtryggingu strax, og síðan afnema hana hið fyrsta. Þá munu vextir hækka e-ð, en það er mun skárra en núverandi skipulögð glæpastarfsemi. Síðan þarf að taka upp samsettan gjaldmiðil sem fyrst. Þetta er vel gerlegt í örhagkerfi. Vaxandi ólga er í samfélaginu og einsýnt að upp úr sýður fyrir áramót ef  sitjandi ríkisstjórn skellir skollaeyrum við borgurunum.Til upplýsingar og vonandi höfuðlausnar:http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast?page=2&offset=-5

Almenningur (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 23:50

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú veit ég ekki hversu góður Hrannar er sem skákmaður, Torfi Stefánsson var hins vegar mjög frambærilegur sem slíkur. Innleggið hans Torfa kallar á vorkunnsemi. Ekki gagnvart Hrannari því framlag hans hér er hreint afbragð.

Sigurður Þorsteinsson, 28.8.2011 kl. 00:36

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nokkurnvegin svona já.

Við erum á leiðinni á hausinn, held ég.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.8.2011 kl. 02:11

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Hrannar og gaman að lesa hana svona á sunnudagsmorgni í upphafi vaktar.

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2011 kl. 08:43

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála Gunnari og fleirum hér skemmtileg grein, taka grínið á þetta, það gefst oft best.  Eins og spaugstofan sýndi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 11:12

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilld

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2011 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband