Eru bankar að reikna verðtryggð lán ólöglega?

Áhugavert viðtal á Bylgunni í morgun við formann Hagsmunasamtaka Heimilanna, Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur, þar sem hún fullyrðir að reikningsaðferðir banka á verðtryggðum lánum standist ekki lög.

Hlustaðu með því að smella hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn tími til að opna á möguleikann á hópmálsókn??? Það getur enginn einn einstaklingur staðið í þeim málaferlum sem nauðsynleg virðast ef hægt er að lesa þessa túlkun útúr gildandi lögum um verðtryggingu.

Maður hefur alltaf gengið út frá því sem vísu að þessi hefðbundna reikningsaðferð sé sú eina rétta en ef einhver leið er að túlka lögin eins og þarna er gert, þá verður að láta reyna á það fyrir dómi. Skiptir þá engu hvaða hugsun var í upphafi, lagatæknileg atriði eiga líka að koma almenningi til góða ef lögin eru ekki betri en svo að þau standist ekki gagnrýna hugsun/skoðun.

Hitt er annað mál að allt eins mætti þá búast við nýrri lagasetningu til að "setja ofurplástur á meiddið" - líkt og gert var á síðasta ári - og láta gilda frá upphafi Íslandsbyggðar. Jafnvel yrði laumað inn hinu nýja hugtaki; verðbótaverðbætur (sbr. vaxtavextir) - sem væri þá lögfesting á því sem í raun hefur tíðkast allan þennan tíma.

Það er bara aldeilis ótrúlegt ef engum hefur dottið þetta í hug fyrr - en betra er seint en aldrei. :-)

Þórarinn (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 23:38

2 identicon

Sæll Hrannar.

Ég finn ekki á þig netfang, svo ég skrifa hér.

Ég setti rss. straum af bloggi þínu inn á síðu lánþega, www.lanthegar.is þar sem mér finnst skrif þín áhugaverð og eiga erindi við sem flesta. 

Ég vona að þú sért sáttur við þetta, en ef þér er þetta ekki að skapi þá láttu mig endilega vita 

kv. Guðmundur Andri

gandri@lanthegar.is

Guðmundur Andri Skúlason (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 08:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þórarinn: það er í undirbúningi að láta reyna á þetta.

Maður hefur alltaf gengið út frá því sem vísu að þessi hefðbundna reikningsaðferð sé sú eina rétta

Í fyrsta lagi þá er reikniaðferðin sem bankarnir nota mjög óhefðbundin. Hún á meira skylt við flókin afleiðuviðskipti sem fjármálastofnunum er óheimilt að selja almenningi því þau eru svo ógagnsæ. Í öðru lagi skaltu ekki gefa þér að það sé bara ein ríkis-reikniaðferð, það getur farið eftir mismunandi samningsákvæðum á lánaskjölum. Í tilfelli gengistryggðu lánanna kom líka á daginn við nánari skoðun að bankarnir reikna hver á sinn hátt.

ef einhver leið er að túlka lögin eins og þarna er gert

Það þarf ekkert að snúa út úr lögunum til að komast að þessari niðurstöðu. Það sem kemur nefninlega á óvart þegar lögin eru lesin að þar er hvergi veitt heimild til að vísitölutengja höfuðstól skuldar. Reikniaðferðin sem þar er lýst er einfaldlega allt önnur en sú sem bankarnir nota.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2011 kl. 17:06

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Guðmundur Andri,

Að sjálfsögðu máttu veita mínu bloggi inn á síðu lánþega. Ég lít á þetta sem ánægjulegan heiður. Takk.

Hrannar

Hrannar Baldursson, 8.6.2011 kl. 17:22

5 identicon

Þakka þér fyrir Guðmundur, hef töluvert lesið eftir þig og þykir þú heilt yfir rökfastur, sannfærandi, skýr og skorinorður. (Hef lengi beðið tækifæris til að koma því til skila).

Með "hefðbundinni aðferð" átti ég reyndar við það að bæta verðbótunum við höfuðstólinn skv. vísitölu (sem menn vel að merkja gerðu ráð fyrir að myndi eingöngu hækka - og svo þurfti að breyta tölvukerfum til að taka við vísitölulækkun á sínum tíma).

Nú er svo komið að í stað þess að mæla verðbólgu er vísitalan sjálf í raun orðin verðbólguhvati (sbr. "útskýringar" á ýmsum verð- og gjaldskrárhækkunum). Ég hef hins vegar ekki kynnt mér gengistryggð lán að ráði, enda tók ég aldrei slíkt.

Það er greinilega ástæða til þess að lesa lögin og setja jafnvel upp útreikning á húsnæðislánum miðað við vísitöluuppreikning afborgana eingöngu. Það yrði síðan forvitnilegt að sjá viðbrögðin ef maður færi með það í Íbúðalánasjóð og krefðist leiðréttingar.

Þetta er auðvitað fínt tækifæri fyrir snjalla kerfisfræðinga að skella upp slíkri reiknivél á vefnum. :-)

Að lokum vil ég bara segja að það var tvennt ólíkt að taka húsnæðislán í Bretlandi og hér heima. Þar var ekki gengið frá kaupsamningi fyrr en lögfræðingur sem var óháður bankanum var búinn að fara yfir lánasamninginn (auk kaupsamningsins sjálfs) og útskýra fyrir manni helstu atriði.

Hrannar, kveðjurnar eru fremur kaldar af Klakanum þessa dagana, enda haustaði snemma þetta vorið. ;-)

Þórarinn (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:01

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, Þórarinn. Þetta er afar athyglisverður vinkill og sjálfsagt að láta reyna á þetta. Það getur ekki staðist að verðtryggð lán hækki jafn gífurlega og þau hafa gert. Værir þú ekki tilvalinn í að smíða svona forrit sem við gætum svo birt á þessum vef eða boðið Hagsmunasamtökum heimilanna og Samtökum lánþega?

Hrannar Baldursson, 8.6.2011 kl. 21:38

7 identicon

Hehe, þótt ég hafi nú eini sinni í firndinni (fyrir eins og 20 árum) skrifað grunn að skuldabréfakerfi fyrir Stofnlánadeild landbúnaðarins (í RPG á AS/400 - á milli þess sem við spiluðum A10 í svakalega flottum Victor tölvum) þá eru margir aðrir betur til þess fallnir en ég. Það væri samt áreiðanlega skemmtileg tilraun en ætli maður byrji ekki með töflureikni.

Þórarinn (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 23:23

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafa bankanir ekki alltaf leyft sér að koma fram við okkur eins og þeim sýnist? það held ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband