Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvar er siðferðið í að hengja bakara fyrir smið?
30.3.2011 | 19:49
Hinn ágæti bloggari, Valgarður Guðjónsson spyr á bloggi sínu: "Er öllum sama um siðferðið?" og leggur upp ágætis mynd, en kemst að annarri niðurstöðu en undirritaður. Valgarður skrifar:
Sennilega er einfaldast eins og ég hef nefnt áður að ímynda sér erlendan banka sem kæmi hingað að safna innistæðum með loforði um himinháa vexti. Gefum okkur að stjórnvöld í viðkomandi landi hafa haft sterkan grun um, ef ekki örugga vissu fyrir, að viðkomandi banki væri að falla. Þætti okkur ekki sem þessi sömu stjórnvöld bæru einhverja ábyrgð?
Eftir þessa ágætu uppsetningu og spurningu fer hann að tala um "okkur" sem stjórnvöld. Ég vil ekki kannast við að "ég" eða "við" séum stjórnvöld. Þetta er samsemdarvilla.
Hins vegar vil ég kannast við að fólk var kosið og að þetta fólk sem stjórnaði var kosið til að bera mikla ábyrgð. Það að þetta fólk stóð ekki undir ábyrgðinni, þýðir ekki að þjóðin skuli þar með axla hana og skrifa undir óútfylltan tékka.
Alþingi hefur ákveðið að einungis einn maður skuli sæta ábyrgð: Geir H. Haarde, á meðan sannleikurinn er sá að bara í einræðisríkjum ber einn aðili ábyrgð. Það er mikill fjöldi af samábyrgum aðilum enn á kreiki. Og þessir aðilar eru ekki þjóðin.
Ef stjórnvöld eru ábyrg eiga þeir sem brugðust fyrir hönd stjórnvalda að sæta ábyrgð, auk þeirra sem lögðu metnað sinn og starfsheiður að veði gegn greiðslu og frama, í stað þess að hengja bakara fyrir smið. Í þessu máli er fjöldinn allur af bökurum. Smiðirnir munu líklega sleppa með væga timburmenn verði Icesave samningurinn samþykktur og byrja aftur eftir helgi, enda verður ekki lengur alþjóðleg pressa á þessu fólki, og stjórnvöldum (sem ætlast er til að geri eitthvað af viti í málinu, og þá ekki bara semja um skuldir þessa fólks). Í staðinn á að varpa ábyrgðinni yfir á heila þjóð.
Hvar er siðferðið í að varpa ábyrgð eins yfir á annan? Hvar er siðferðið í að hengja bakara fyrir smið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 16:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 777735
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Gott og vel, þí samsamar þig ekki með stjórnvöldum. Hvaða glóra er í því að niðurstaðan af því sé sú að þú greiðir atkvæði gegn því að ríkið standi við samninga sem stjórnvöld hafa gert við útlendinga? Ertu eyland? Ertu ekki hluti af þessu ríki?
ábs (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 22:41
Takk fyrir góðan pistil Hrannar.
Mig langar aðeins að koma inn á þann punkt um þessa meintu ábyrgð sem íslensk stjórnvöld báru samkvæmt evrópsku regluverki. Látum það alveg liggja milli hluta að eftirlit okkar var í samræmi við reglur, og um þessar sömu reglur sagði yfirmaður breska fjármálaeftirlitsins fyrir þingnefnd að það hefði ekki séð fyrir fall bankanna, það er bresku bankanna, sem féllu líka haustið 2008 og aðeins gífurleg peningaprentun hélt þeim gangandi.
Stóra spurningin er, getur stjórnvald í einu landi frýjað sig ábyrgð á eftirliti með því að skýla sig á bak við samevrópskt regluverk??? Er sök þín á klúðri eitthvað minni með því að benda á að aðrir hafi átt að fylgjast með og þú þar með stikkfrí. Þó er um gífurlega hagsmuni að ræða, bæði fyrir það fólk sem skiptir við hina erlendu banka, sem og sjálft fjármálakerfi viðkomandi lands. Heimamönnum þætti það ekki fyndið að útlendingar gætu lagt undir sig markaðinn því þeirra stjórnvöld gæfu afslátt á reglum.
Að sjálfsögðu var þetta ekki svona, þeir sem efast geta farið inn á heimasíðu breska fjármálaeftirlitsins og kynnt sér starfsreglur þess og vinnubrögð. Það er alveg á hreinu að það grípur inn í hvort sem bankarnir eru innlendir eða erlendir. Og langlíklegast ástæða þess að það greip ekki inní ICEsave, vorið 2008, er sú að þá var vitað að bresku bankarnir stóðu tæpt. Til dæmis er búið að upplýsa að það voru lánalínur frá bandaríska Seðlabankanum sem hindruðu greiðslufall þeirra það vor.
Málið er að það þorði enginn að rugga bátnum, fjármálakerfið var allt svo samtvinnað, og innviðir þess rotnir, þar er engin þjóð undanskilin, nema þá hugsanlega Norðmenn. Guðmundur Ásgeirsson vakti athygli á mati kínversks greiningarfyrirtækis á stöðu fjármálakerfisins á Vesturlöndum í bloggi sínu í dag, þar koma fram tölur um endurfjármögnun sem segja aðeins eitt, gjaldþrot, ekki nema gífurleg peningaprentun komi kerfinu til bjargar.
Við ættum að staldra við og hætta þessum aumingjarökum, og sjá hlutina í samhengi. Við erum smáþjóð, engan vegin fær um að fylgjast með starfsemi stórbanka í öðrum löndum. Enda var ekki ætlast til þess, daglegt eftirlit var undir stjórn heimamanna. Og það var skýrt í regluverkinu að heimamenn urðu að meta gjaldhæfi tryggingakerfis hins erlenda banka, og skylda þá til að kaupa tryggingu af þarlendum innlánstryggingasjóðum ef það teldist ekki viðunandi.
Forsenda Valgarðs er því röng, hún er hluti af tilbúningi sem hagsmunaaðilar hafa matreitt ofaní stuðningslið sitt. En spurningin er jafn gild fyrir því, og svar þitt snertir grundvallaratriði siðmenningarinnar, að réttum aðila sé refsað fyrir glæpi, en ekki bökurum enda vandséð hvernig sú ágæta iðngrein yrði mönnuð ef slíkt tíðkaðist.
Og út frá þínu svari, má svo benda ábs á, að siðferðisleg rangindi verða ekki rétt þó ríkisvaldið standi fyrir því. Um það hefur réttindabarátta hins venjulega manns snúist, stjórnvöld geta ekki ráðskast með okkur eins og skynlausar skepnur, tekið af okkur eigur eða rétt til lífs, vegna þess að það hentar hagsmunum þeirra að borga innlánstrygginga stórþjóða.
Þau hafa ekki einfaldlega rétt til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.3.2011 kl. 00:08
Bíddu nú við! Hvað er í gangi? Af hverju er ekki gengið að eignum þessa manns sem ásamt föður sínum ber ábyrgð á Icesave reikningunum? Þeir voru eigendur bankans sem að vistaði Icesave reikningana, og réttilega eiga þá kröfuhafar icesave þrotabúsins einhvern pening inni hjá honum.
Svo mikið er víst að íslenska þjóðin á ekki að borga skuldirnar hans Björgólfs Þórs!
Sunday Times metur eignir Björgólfs Thors á 2,04 milljarða punda, jafnvirði 263 milljarða króna og hafa eignirnar aukist um hálfan milljarða punda frá því í fyrra.
Nú Björgólfur Thor ætti þá ekki að vera í vandræðum með að greiða 40 milljarða til viðbótar eignum þrotabús Landsbankans, til Breta og hollendinga hann ætti samt eftir um 220 milljarða.
Ég skora á þennan mann að taka ábyrgð á sínum viðskiptum en láta ekki mig, börnin mín og barnabörn greiða sínar skuldir! Ekki hef ég í hyggju að láta börnin hans Björgólfs greiða mínar skuldir!
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.3.2011 kl. 19:06
ábs: Fjöldi Íslendinga upplifa sjálfa sig því miður sem eyland í dag. Ruðst hefur verið yfir fólk og eignir hirtar af þeim í sjálftöku bankanna. Þegar það réttir fram lófann í von um hjálp er slegið á hendurnar og talað við það af fyrirlitningu. Áður en ég varð var við slíkt hugarfar sem ráðandi hjá íslensku þjóðinni, var ég afar stoltur af að vera nútíma Íslendingur, nú er ég bara stoltur af að vera Íslendingur - enda hef fengið í arf dýrmætan menningararf sem ég varðveiti með hverjum andardrætti og tungumál sem mér er afar ljúft.
Hin íslenska grimmd bakvið steinrunnin og fínpússuð bros hefur því miður verið skelfileg síðustu árin. Fólk sem er að borga húsnæðisskuldir sínar og hefur séð að baki lífeyrissparnaði sínum er eins og fangar í djúpum brunni. Það sér útgönguleið en hún er alltof langt í burtu og þyngdaraflið vinnur gegn þeim.
Þetta ástand er á ábyrgð auðvalds sem lagt hefur allt í rúst á Íslandi nema sjálft sig. Það er sorglegt að horfa upp á þetta og það aðgerðar- og sinnisleysi sem einkennir þessa þjóð sem mér þykir afar vænt um, þrátt fyrir allt.
Icesave er aðeins enn einn steinn sem settur er í götu fólks sem liðið hefur nóg fyrir mistök og glæpi þeirra sem þykjast öllu ráða og sjá ekkert athugavert við að aðrir þurfi að þjást fyrir gerðir þeirra.
Ómar: Rétt. Það að ríkisvald setji ólög gerir þau ekki rétt. Um það snýst frelsi einstaklingsins, að geta barist gegn ólögum og kúgun, og staðið á rétti sínum. Þetta frelsi er reynt að hefta af mannlegum mætti, en það er ekkert sem fær það hamið til lengri tíma.
Guðrún: Það er von að þú spyrjir.
Hrannar Baldursson, 31.3.2011 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.