"Ég nenni þessu ekki lengur"

Mikið er talað um að kjósa I3 samninginn í burtu, enda áberandi raddir sammála um að það sé orðið hundleiðinlegt mál. Ég er ekki sannfærður um að hægt verði að kjósa málið í burtu, hvorki með nei eða já.

Verði I3 samþykkt, mun fyrirbærið breytast í ótilgreinda peningaskuld sem greiðist aðeins upp verði ekki gengisfelling á Íslandi næstu árin. Hætt verður að ræða um samninginn, skuldin mun leggjast á herðar íslenskra þegna sem munu þegjandi borga í breska og hollenska sjóði einhverja áratugi eða aldir, skuld sem klyfjuð var á bak þeirra meðan þeir sváfu.

Verði I3 ekki samþykkt, hafa þau skilaboð verið send í annað sinn að skuldir einkafyrirtækis verði ekki greiddar af almenningi, sérstaklega í ljósi þess að þessar skuldir virðast hafa verið illa fengnar.

Ég hafna þeim letirökum sem atvinnumenn í áróðri eru að troða upp á venjulegt fólk. Þau rök heyrði ég fyrst haft þegar samningi tvö átti fyrst að þvinga í gegn, og í dag virðist hver einasti málsmetandi aðili segja það sama. Samt hefur ekkert breyst, annað en að áróðursmaskínan virkar ljómandi vel, miklu betur en nokkurn tíma fyrr.

Reyndir lögfræðingar mæla með samningaleiðinni sem hagstæðari leið en höfnun, en aðrir telja mikilvægara að standa vörð um réttlætið sem slíkt og gefa ekki þumlung eftir. Þarna takast á nytjarök og skyldurök. Með frekar einföldu áhættumati getum við áttað okkur á að líklega sé skynsamlegra að samþykkja en hafna, enda andstæðingar Íslands alltof stórir og voldugir til að við eigum séns í þá (minnimáttarkenndarrök). Spurning hvað skyldan segir okkur að gera?

Hefði Ísland öðlast sjálfstæði árið 1944 eða farið út í þorskastríð gegn stórþjóð og tryggt 200 mílna fiskveiðilögsögu, eða hinir norsku víkingar nokkurn tíma vogað sér að stinga tá í kaldan sjó fyrir meira en þúsund árum, hefðu viðkomandi verið meðvitaðir um nýtísku áhættustjórnun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það að aðeins verði hægt að greiða upp samninginn ef engin gengisfelling verður, segir allt sem segja þarf um fávitaskapinn sem Icesave 3 nauðgunarsamningurinn er byggður á.

Af hverju settu þeir ekki bara ákvæði um að greiðslur verði þá og því aðeins inntar af hendi ef það rignir einhvern tímann á samningstímanum?

Theódór Norðkvist, 15.3.2011 kl. 17:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

NEI!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 17:33

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég held að tíminn vinni með nei-sinnum. Þetta vita já-sinnar og passa sig að segja sem minnst og láta hræðsluáróður Jóhönnu duga.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.3.2011 kl. 21:14

4 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Að sjálfsögðu fellum við þennan samning.................

Eyþór Örn Óskarsson, 16.3.2011 kl. 11:49

5 Smámynd: Birna Jensdóttir

Það er bara til eitt svar og það er NEI

Birna Jensdóttir, 16.3.2011 kl. 15:44

6 identicon

1958 við upphaf fyrsta Þorskastríðs.

"Víst erum við þrætugjarnir, og víst deilum

við harkalega um stór mál og smá, en þessa

daga hefur sannast að þegar heiður okkar er í

veði, þegar um sjálfa framtíð okkar er að tefla,

getum við staðið saman sem einn maður. Það er

þessi samheldni, þessi heilbrigði þjóðarmetnaður,

sem gerir fámennri þjóð kleift að lifa og

starfa og berjast til sigurs, og þeir eiginleikar

mega aldrei bregðast okkur. Ef enginn Íslendingur

skerst úr leik, ef enginn lætur bugast af

hótunum eða gengst upp við fagurmæli, er

okkur vís sigur í landhelgismálinu, og með slíkum

sigri erum við að stækka bæði landið og

þjóðina. Við semjum ekki við Breta

– við sigrum þá."

Þarna höfðum við Grande Cahones ...

Hvað gerðist svo?

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:11

7 Smámynd: Ómar Ingi

NEI.

Ómar Ingi, 17.3.2011 kl. 16:31

8 identicon

Ég er ekki viss. Jú við erum búin að borga helling af þessum "illafengnum einkaskuldum". Íslenska ríkið gerði það þegar hún sagðist tryggja allar innistæður í bönkum á Íslandi. Þá var ekkert sagt, og aldrei er talað um þær skuldir einkafyrirtækja sem var greitt af almenningi.

Hvað hefði íslenskur almenningur sagt ef íslenskir ráðamenn sagt að almenningur hefði ekki borið neina sök á skuldum bankanna og allar innstæður hefðu horfið?

Ég tek það ekki sem gild rök að þetta sé ekki á okkar ábyrgð vegna þess að þetta eru einkaskuldir ógæfumanna.

Jens Ívar (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband