Skýrslan 1: Mun rannsóknarnefndin "fá" að rannsaka BYR og sparisjóðina líka?

 

83a38618032494ba961fd17889aaf2df_300x225

 

Rannsóknarskýrslan er afar merkilegt plagg. Ég er rétt byrjaður að lesa. Strax rekst ég á stóra spurningu sem ég tel mikilvægt að taka fyrir. Það er sjálft umfangið.

Skýrslan fjallaði fyrst og fremst um orsakir Hrunsins 6. október 2008 þegar Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing drógu íslenskt efnahagskerfi í djúpan pytt. 

Það sem ég hef séð af þessari skýrslu, er að hún er opinská, hlífir engum og mun gera mikið gagn þegar einstaklingar verða dregnir til ábyrgðar. Mér þætti eðlilegt að það sama væri gert fyrir aðrar fjármálastofnanir sem farið hafa á hausinn og íþyngt þjóðinni óbærilega.

"Þótt allar íslenskar fjármálastofnanir hafi orðið fyrir einhverjum skakkaföllum samhliða þeim áföllum sem gengu yfir fjármálamarkaði heimsins haustið 2008 eru vandamál sparisjóðakerfisins um margt sérstök.Vegna hins mikla umfangs verkefnis nefndarinnar, að skýra meginorsakir falls bankanna 2008, vannst ekki tími til að taka hin sérstöku vandamál sparisjóðakerfisins til umfjöllunar þótt þau hafi verðskuldað það. Það er því undir Alþingi komið hvort þau verða tekin til sérstakrar rannsóknar."

Ég sé ekki betur en að skynsamlegt væri að bjóða rannsóknarnefndinni áframhaldandi störf og taka næst fyrir Sparisjóðina og málin í kringum þá. Held að það geti verið viðkvæmt mál þar sem margir áttu til dæmis hlut í BYR sem ákveðið var að styrkja frekar en að fella af einhverjum ástæðum, þegar tilefni virtist til, frá sjónarhorni leikmanns eins og mín, að taka alvarlega á málum þar.

Mér þætti eðlilegt að rannsóknarnefndin fengi strax grænt ljós um að rannsaka sparisjóðina, ekki seinna en í dag.

Sjálfur er ég afar sáttur við skýrsluna sem kom út en hún staðfestir að tilfinning mín fyrir þessum hörmulegu málum voru á rökum reistar, þó að ekki hafi ég haft aðgang að upplýsingum. Það er merkilegt hvað hægt er að komast langt á brjóstvitinu, en að sjálfsögðu ómetanlegt að fá þann stuðning og sönnunargagn sem þessi skýrsla er.

Sama hvað pólitíkusar munu spinna um að hún innihaldi bara eitthvað sem fram hefur komið áður, þá hefur hún þá sérstöðu að hún er áreiðanlegt sönnunargagn, fyrir þá sem hafa þurft að hugsa afar gagnrýnið um upplýsingar sem frá fjölmiðlum koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband