Er Gísli Marteinn að sýna okkur starfslýsingu borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins með námsskreppi sínu til Skotlands?

 

gislibatman.jpg

 

Á meðan sumir stjórnmálamenn í Reykjavík berjast fyrir heiðri sínum og orðspori með kjafti og klóm skreppur Gísli Marteinn erlendis í nám á launum og tekur fjölskylduna með. Hann hefur reyndar hætt í einhverjum nefndum, en mun fylgjast með á Netinu og skreppa heim til að sitja fundi.

Þá veit maður um hvað starf borgarfulltrúa snúast. Sitja á fundi á tveggja vikna fresti, auk þess að vera í síma- og netsambandi. Ég gæti meira að segja unnið svona starf. Fyrst það fer enginn tími í þetta ætti maður kannski að skella sér í pólitík í aukavinnu.

Reyndar skil ég vel að Gísli Marteinn hafi viljað flýja farsann í borginni. Að sjálfsögðu væri eðlilegast að maðurinn tæki sér leyfi við eðlilegar aðstæður, en þar sem aðstæður eru ekki eðlilegar í borginni og flestir stjórnmálamenn sem þar starfa í vondum málum, var þetta kannski bara besti leikurinn í stöðunni?

Hvað finnst þér?

 

Óviðeigandi tilvitnun úr The Dark Knight: Lt. James Gordon:

Because he's the hero Gotham deserves, but not the one it needs right now...and so we'll hunt him, because he can take it. Because he's not a hero. He's a silent guardian, a watchful protector...a dark knight.


Bloggfærslur 18. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband