Í gær keyrði ég gegnum þrumuveður og flóð í Iowa

Á ferð minni um Bandaríkin í gær, frá Minneapolis og um Iowa til Nebraska, skall á mikið þrumuveður. Mér fannst ég vera að keyra í gegnum þvottastöð í klukkutíma á alltof litlum hraða.

Þegar ég var nánast bensínlaus ákvað ég að leita bensínstöðvar í litlum afviknum bæ, en þegar ég kom þar að var allt á floti. Maður óð garðinn sinn í vaðstígvélum og húsin virtust sokkin ofan í vatnsfen. Þetta var frekar súrrealísk sýn.

12 tíma ökutúrinn gekk annars bara vel. Engin óhöpp, ekkert vesen, bara lengur á ferðinni en ég ætlaði mér.

Vildi bara deila þessu.

 


mbl.is Óveður í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband