Af hverju eru sjónvarpstæki farin í megrun?

Manstu þegar sjónvarpstæki voru kubbar?

 
Allir vilja vera grannir, ef ekki í eigin persónu, þá með eigum sínum. Ný viðmið fyrir að vera svalur hefur komið fram. Ef þér gengur illa í megrun, fáðu þér græjur sem hefur gengið betur í megrunarkúrum.

 

 

Sony hefur framleitt 11 tommu sjónvarpstæki sem er aðeins 3 mm á þykkt. Hversu þykkt er það? Það er á við lengd hunangsflugu. 


Samsung hefur framleitt þrisvar sinnum þykkari, 40 tommu sjónvarpstæki, en þau eru aðeins 10 mm þykk.

Af hverju eru þessi hátæknifyrirtæki að leggja svona mikið í þróun á einhverju sem virðist í fyrstu sýn ekkert annað en kjánaleg keppni um hver verður fyrstur til að vera þvengmjór? Er þessi samkeppni jafn óhöll og þegar ungar stúlkur keppast við að láta hvert einasta fitumerki hverfa, og fyrir vikið þjást af anorexíu? Ég held ekki.

Það sem fyrirtæki eins og Sony og Samsung græða á þessu er fullt af áhuga frá almenningi og trúverðugleika. Sá sem setur svona mikið í vöruþróun og nær slíkum árangri á háu stigið þýðir að viðskiptavinir hika ekki við að kaupa nýjustu græjurnar frá þeim, ef þær eru eitthvað nýtt og spennandi á viðráðanlegu verði. Með góðri ímynd seljast aðrar vörur betur. 

 

Hvernig fara þeir að því að þróa þessi nauðaþunnu sjónvarpstæki? Sony notar lífrænar ljósleiðandi díóður (OLED), sem eru bjartari og skýrari en það sem hægt er að framleiða með LCD tækni. 

Hvenær var þessi tækni fundin upp og hvar verður hún eftir tíu ár?  Eastman Kodak fann upp á hinum lífrænu ljósleiðandi díóðum á 8. áratug 20. aldar, en þessar díóður eru í raun örsmáar lífrænar verur sem senda frá sér ljós þegar þær fá rafstuð.

Bandaríska ríkisstjórnin leggur gífurlegar upphæðir á rannsóknir OLED þessa dagana, og þar sem rannsóknarsjóðurinn er stjarnfræðilegur, enda bæði fengin úr skattpeningum borgara og greiðslu hátæknifyrirtækja til styrktar ríkinu, sem greiðir til baka með aukinni þekkingu, getum við búist við kaffibollum eftir nokkur ár með hreyfimyndum. 

Við eigum eftir að geta límt sjónvarpsskjái á bílglugga og stofurúðuna, ímyndaðu þér að veggfóðra íbúðina með sjónvarpstækjum, þar sem að þessi tækni, þó að hún sé dýr í þróun akkúrat í dag, þá verður hún alls ekki dýr eftir nokkur ár þar sem aukahlutir eru tiltölulega ódýrir og aðgengilegir.

Ímyndaðu þér bíósal eða heimabíó með þessari tækni, þar sem allir veggir eru þaktir díóðuplötum og kvikmyndin getur umkringt þig, rétt eins og hljóðrásir gera í dag. Væri þetta ekki svalt?

Smelltu hér til að horfa á fróðlegt myndband frá Expert Village sem útskýrir hvernig díóður virka.
 

Myndir:

Gamalt sjónvarpstæki: iFelix.co.uk

Sony sjónvarp: Whatis.com

Hunangsfluga: Wikipedia.org

Samsung sjónvarp: fosfor gadgets

Díóða: teamxbox.com


Bloggfærslur 4. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband