Til hvers þarf ríkið heimild til að taka allt að 500 milljarða króna erlent lán?

113_1

Svarið virðist einfalt: ef bankarnir lenda í vandræðum, verður þetta lán tekið til að "hjálpa" þeim. Nú er spurningin sú: hversu alvarleg þarf staða bankana að vera til að þetta lán verði tekið. Ég er hræddur um að viðmiðin séu huglæg og pólitísk og þar af leiðandi vonlaust að rökstyðja eða þræta gegn þessu.

Íslensku einkabankarnir eru þar af leiðandi tryggðir af íslensku þjóðinni, en hugmyndin með sölu bankanna var einmitt að losna undan nákvæmlega þessari skuldbindingu. 

Þetta þýðir að alþingi metur fjármálamarkaðinn sem grundvöll íslenska hagkerfisins. En lítið hagkerfi eins og okkar er engan veginn öruggt gagnvart spákaupmennsku. Það verða einhverjir fljótir að finna leiðir til að eigna sér eitthvað af þessum 500 milljörðum, rétt eins og einhverjir urðu fljótir að finna sér leiðir til að hagnast á hækkuðu húsnæðisverði vegna 100% lána bankanna um árið.

Þegar svona heimild er til staðar þá er afar líklegt að hún verði notuð, reyndar held ég að líkurnar séu 99.99%. Það mun enginn mannlegur máttur geta komið í veg fyrir að þetta lán verði fengið, því að þá þarf að berjast gegn því náttúruvaldi sem virðist ráða mestu á Íslandi síðustu misserin: græðgi.

Dinosaurs17

Hvort sem að það verður nauðsynlegt eða ekki, og miðað við það sem á undan er gengið, er ég viss um að aðstæður verði skapaðar til að þetta lán verði tekið, því að þetta er tækifæri fyrir suma til að græða miklu meira og lagfæra hagnaðarskortinn sem orðið hefur á fyrsta ársfjórðungi 2008. 

Þetta lán getur orðið þjóðinni dýrt, sérstaklega ef bönkunum er ekki treystandi, en bönkunum virðist stýrt af græðgi og græðgi er ekki treystandi til neins annars en að eigna sér sem mest, og því held ég að þjóðin sjálf þurfi að blæða.

Ég vildi frekar sjá alþingi gera róttæka hluti til að hjálpa venjulegu fólki sem lifir ekki í neinum lúxus við að minnka skuldir sínar, því að aðstæður eru þannig að sama hvað borgað er af skuldum til íslensku bankanna, hækkar höfuðstóllinn stöðugt vegna verðtryggingar.

Með þessu er í raun verið að gera áætlun um enn frekari skuldsetningu á íslensk heimili lægri stétta og millistétta, nema vel sé haldið utan um málið. Eftir síðustu mánuði hef ég einfaldlega ekki trú á að vel verði haldið á spöðunum. 

Vonandi hef ég rangt fyrir mér. 

3classes


mbl.is Þingi frestað fram í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband