Hvernig YouTube myndböndum er stungið í bloggfærslu

Ég hef verið beðinn um að útskýra fyrir nokkrum notendum á moggablogginu hvernig maður fer að því að setja YouTube myndbönd inn á bloggið. Ég ákvað að búa til sýningu sem gerir þetta ljóst í eitt skipti fyrir öll. Ekki grunaði mig hvað það tæki ógurlega mikinn tíma að búa til svona einfalda sýningu. Vonandi geta bloggfélagar mínir nýtt sér þetta og haft gaman af.

Smelltu hérna til að opna Flash sýningu um hvernig YouTube myndbönd eru sett inn á bloggfærslur á blog.is (um 5 MB).

Einnig er hægt að hægrismella á þennan tengil og vista Flash sýninguna á harða diskinum og keyra þaðan.

Það sem þarf:

Aðgang að blog.is

Aðgang að YouTube.com

Vera með Internet Explorer

Kunna á copy/paste skipanirnar

 

Hérna fyrir neðan er myndbandið sem ég sótti á YouTube, Hey Jude.

 


Bloggfærslur 20. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband