Söngvari syngur með þremur eða fjórum röddum í einu!


Vinnufélagi minn sendi mér þetta í dag. Hugsanlega hefur þetta gengið lengi á netinu, en þetta kom mér sannarlega í gott skap og er tengt síðustu færslu minni: You-Tube verðlaunin: myndböndin og örstuttar umsagnir þannig að ég ákvað að leyfa þessu að fljóta.
 
Þetta myndband er hrein snilld! 
 
Ég reikna með að þetta sé úrtökukeppni fyrir franska ædolið, en hér kemur keppandi sem slær allt út sem maður hefur nokkurn tíma séð eða heyrt. 
 
Takið eftir hvað dómarinn lengst til hægri er undrandi yfir þessu, og segist hafa talið þrjár eða fjórar raddir koma frá manninum á sama augnabliki. Þetta er náttúrulega ekkert annað en hrein snilld. 

Bloggfærslur 28. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband