Ritskođun: réttlćtanlegt stjórntćki?
13.3.2007 | 20:29
Ritskođun er ţegar upplýsingar eru fjarlćgđar eđa ţeim haldiđ frá almenningi af einhverjum sem hefur stjórnunarvald; og ţá til ađ halda fólki óupplýstu um ákveđin atriđi sem henta stjórnvaldinu ekki.
Samkvćmt Alfrćđinetbókinni Wikipedia eru fimm gerđir af upplýsingum ritskođađar:
- Siđferđilegar - (t.d. klám)
- Herfrćđilegar - (t.d. innrásin í Írak)
- Stjórnmálalegar - (t.d. útilokun andstćđra skođanna á bloggsíđum)
- Trúarbragđalegar - (t.d. bókabrennur á ritum annarra trúarbragđa)
- Rekstrarlegar - (t.d. ţagnarskylda starfsmanna)
Ritskođun á sér stađ ţegar persóna sem hefur völd yfir ákveđnu umdćmi vill hafa áhrif á ţekkingu ţeirra sem lúta valdsvćđi hennar, međ ţví ađ loka á raddir sem annađ hvort eru óţćgilegar eđa ósammála hennar eigin skođunum. Hvađa máli skiptir hvort ađ einhver ein manneskja ritskođi ađra?
Ritskođun hefur lengi tíđkast og eitt öfgafyllsta dćmi slíkrar hegđunar eru bókabrennur. Ţeir sem leggja stund á bókabrennur og hvetja til ţeirra virđast hafa eitthvađ ađ óttast. Oftar en ekki tengjast ţessar bćkur trúarbrögđum, stjórnmálum og vísindum á einhvern hátt. Ég ćtla ekki ađ telja upp allar ţćr bćkur sem brenndar hafa veriđ á báli, en ég hef áhuga á ađ upplýsa um nokkrar ţeirra:
Harry Potter bćkurnar voru brenndar víđa um Bandaríkin fyrir fáum árum síđan ţar sem ađ ţćr ţóttu stríđa gegn kenningum kristninnar, ţar sem ađ nornir og galdrakarlar voru ađalhetjur bókanna og gátu veriđ góđu gćjarnir. Í hugarheimi sumra geta nornir eđa galdrakarlar ekki veriđ af hinu góđa, og ţví ţykir betra ađ útrýma slíkum mögulegum hugarheimi en ađ gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Áriđ 1624 lét páfi brenna ţýđingar Martin Luthers á Biblíunni.
Áriđ 1562 lét Diego de Landa, biskup yfir Yucatan, brenna helgar bćkur Maya. Einnig lögđu Kirkjunnar menn fjölmargar fornar borgir og pýramída í rúst sem pössuđu ekki viđ ţeirra heimsmynd.
Öll ritskođun stefnir ađ einu ákveđnu marki. Ađ útiloka skođanir eđa ţekkingu sem viđkomandi hentar ekki, ţekkingu eđa skođun sem passar ekki inn í ţeirra eigin heimsmynd - ţađ getur nefnilega veriđ ansi óţćgilegt og pirrandi ef mađur hefur rangt fyrir sér í einhverju máli og einhver valdalaus gaur steypir hugmyndunum međ rökhugsun einni saman.
Ţađ má hugsa sér stjórnmálaafl sem kćmist til valda á Íslandi sem vildi banna almenningi ađgang og persónuleg not af Internetinu, og hćgt vćri ađ réttlćta ţetta bann međ ţví ađ segjast vera ađ vernda almenning og börn okkar gegn einelti, klámi, spilafýkn og öđru illu sem blómstrar á Internetinu.
Nokkrar spurningar í lokin:
- Hvort er ritskođun réttlćtanleg sem verndun eđa óréttlćtanleg sem kúgun?
- Er máliđ kannski ekki svona svart og hvítt?
- Er sum ritskođun kannski réttlćtanlega á međann önnur er ţađ ekki?
- Og ef svo er, hvernig getum viđ greint réttlćtanlega ritskođun frá óréttlćtanlegri?