Hver er áhættan fyrir þjóðina og ábyrgð okkar há í milljörðum fari Glitnir á hausinn?

 

 

 

Fari Glitnir á hausinn, tekur fyrirtækið þá íslenska Ríkið og þjóðina með sér í fallinu, nú þegar við höfum yfirtekið og gengist í ábyrgð við 75% allra skulda fyrirtækisins, hvað svo sem þær eru háar?

Ef rétt er að Glitnir hafi verið við það að fara á hausinn, fyrirtæki sem hefur haft yfir gífurlegu fjármagni að ráða og sýnt hefur hagnað upp á marga milljarða síðustu ársfjórðunga, getur þá ekki vel verið að þessir 84 milljarðar sem þjóðin er að leggja til fyrir bankann gufi upp eins og allir hinir milljarðarnir sem hafa verið að gufa upp fyrir augum Glitnismanna?

Án þess að ég sé nokkuð að spá að það gerist, er ég knúinn til að spyrja hvað muni gerast ef Glitnir fer á hausinn í þessari stöðu. Tapar þjóðin einfaldlega þessum 84 milljörðum eða verður hún einnig skuldbundin til að greiða alla þá tugi eða hundruði milljarða sem Glitnir hugsanlega skuldar til viðbótar?

Þýða þessi kaup að héðan í frá sé þjóðin ábyrg fyrir öllum viðskiptum Glitnis?

Ég bara verð að spyrja. Mér finnst þetta knýjandi spurningar og hef ekki nógu miklar upplýsingar til að svara þessu sjálfur.


mbl.is Moody's lækkar einkunn Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig útskýrum við kaup Ríkisstjórnar Íslands á Glitni fyrir 84 milljarða króna?

COPY / PASTE Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld afrita hugmyndir eða gleypa hrátt það sem kemur frá George W. Bush og riddurum hans. Ég hefði frekar viljað sjá íslenskar fjölskyldur í forgangi sem hafa reynt að eignast þak yfir höfuðið,...

Gætu óverðtryggð lán á föstum 7% vöxtum bjargað fjölskyldum frá gjaldþroti?

BLEKKING Venjulegt fólk sem ekkert vit hefur á fjármálaheiminum og treyst hefur 'sérfræðingum' í bönkum er allt í einu komið í þá stöðu að það hefur málað sig út í horn. Þrátt fyrir að fylgja eftir áætlun um afborganir á lánum hækkar höfuðstóllinn...

Eru lán skilgreind sem hagnaður það sem valdið hefur Íslandskreppunni árið 2008?

Heimskreppan og Íslandskreppan eru ekki sami hluturinn, en það hentar vel þeim sem bera ábyrgð á Íslandskreppunni að benda á heimskreppuna sem aðal orsakavald. Sú er samt ekki raunin, þó að heimskreppan hafi vissulega einhver áhrif á Íslandskreppuna....

Blogghvíld

Jæja, þá er komið að blogghvíld um óákveðinn tíma. Þetta hefur verið gaman og áhugavert, en þessum tíma sem ég hef varið í bloggskrif verður hér eftir varið í önnur skrif. Ég held samt áfram að henda reglulega inn greinum á http://seenthismovie.com Munið...

Hvernig tengjast trúarbrögð og stjórnmál í hugum Sarah Palin, John McCain, Barack Obama og Joe Biden?

Það er til fólk sem telur að kosningarnar í Bandaríkjunum snúist fyrst og fremst um það hvort að Bandaríkin sé Kristið ríki eða ekki. Repúblikanar standa vörð við Kristna trú, og það af slíku offorsi að sumum þykir nóg. Demókratar aftur á móti halda því...

13 einkenni góðs hugarfars til að takast á við gengisfellingu, kreppu og verðbólgu

Í morgun kveikti ég aðeins á Bylgjunni á leið í vinnu og heyrði hluta af viðtali þar sem talað var um gott hugarfar, og mikilvægi þess að líta hlutina jákvæðum augum frekar en að sökkva ofan í þunglyndi vegna vandamála þeirra sem knýja á dyr vegna...

The Dark Knight (2008) (IMAX Experience) ***1/2

Ómar bloggvinur Friðleifsson hvatti mig til að sjá The Dark Knight aftur, af því að mér fannst hún ekki frábærasta ofurhetjumynd í heimi og frá upphafi. Í þetta skiptið gerði ég mér grein fyrir að ég ofmat hana í fyrsta áhorfi, hún er ekki meðal 5 bestu...

Uwe Boll: Ömurlegasti leikstjóri allra tíma - jafnvel verri en sjálfur Ed Wood

Ed Wood er meistari kvikmyndaformsins í samanburði við Uwe Boll, sem virðist fá snilldarleikara hvað eftir annað til að gera sig að algjörum fíflum fyrir framan myndavélina og láta áhorfendum leiðast meira en hægt er að hugsa sér. Þú verður að sjá þessar...

Geymdu gögnin þín á öruggum stað

Ef harði diskurinn krassar eða einhver stelur tölvunni glatast fullt af verðmætum upplýsingum sem ekki er hægt að ná til baka. Flestir tölvunotendur lenda í því að tapa einhvern tíma dýrmætum gögnum, nema þeir séu vitrir fyrirfram. Upp á síðkastið hefur...

Myndir þú misnota þér aðstæður til að græða ógeðslega mikið?

Hagsmunaárekstrar eiga sér stað þegar einhver nýtur trausts í ákveðinni stöðu, en upplifir að hagur þeirra sem hann vinnur fyrir og eigin hagur fara ekki saman. Það getur verið erfitt fyrir hvern sem er að gera upp á milli þess sem kemur manni vel og...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband