Myndir þú misnota þér aðstæður til að græða ógeðslega mikið?

 

 

Hagsmunaárekstrar eiga sér stað þegar einhver nýtur trausts í ákveðinni stöðu, en upplifir að hagur þeirra sem hann vinnur fyrir og eigin hagur fara ekki saman. Það getur verið erfitt fyrir hvern sem er að gera upp á milli þess sem kemur manni vel og kemur fyrirtæki manns vel.  Spilling sprettur upp þegar einstaklingur velur eigin hag umfram hag þeirra sem hann starfar fyrir.

 

Dæmi:

 
 
 
1) Kennari lætur afar slakan nemanda ná prófi með smá 'hjálp' vegna þess að nemandinn er ættingi eða kennarinn nennir ekki að standa í einhverju veseninu sem fylgir því að fella.

Hver tapar? 

Nemandinn, kennarinn og þjóðfélagið, (hvort sem að þetta kemst upp eða ekki - afleiðingarnar verða hugsanlega eitthvað róttækari komist þetta upp).

Hver græðir?

Nemandinn, tímabundið, og kennarinn því að hann á inni greiða, komist þetta ekki upp.

 


2) Lögfræðingur er ráðinn til að sækja mál gegn fyrirtæki, en bróðir hans hefur ábyrgðarstöðu í fyrirtækinu. Lögfræðingurinn ákveður að vinna ekki málið, sama hvað upp kemur, því hann vill ekki eyðileggja fjölskylduböndin.

Hver tapar?

Réttlætið og ákærandinn (sama hvort þetta kemst upp síðar eða ekki).

Hver græðir?

Fjölskyldan og hinn ákærði (ef þetta kemst ekki upp).

 

 

3) Ráðherra starfar við að taka ákvarðanir um stuðning við alþýðu eða ákveðna stofnun. Hann á hluta í viðkomandi stofnun, og ákveður því að styðja stofnunina frekar en alþýðuna.

Hver tapar?

Alþýðan og þjóðin, máttlaus gagnvart þessu.

Hver græðir?

Ráðherra og stofnunin, hvort sem að þetta kemst upp eða ekki.

 

 

4) Starfsmaður á ferð erlendis fyrir fyrirtæki ákveður að vera nokkrar nætur til viðbótar á fullum daglaunum og án þess að borga nokkurn kostnað sjálfur og ákveður að skella sér á ströndina og skoða sig aðeins um.

Hver tapar?

Fyrirtækið og starfsmaðurinn þegar þetta kemst upp.

Hver græðir?

Starfsmaðurinn ef þetta kemst ekki upp.

 

 

5) Dómari í knattspyrnuleik ákveður að gefa liðinu sem hann heldur með víti, en hann hefur líka veðjað á sigur þess.

6) Starfsmaður á kassa í verslun stingur öðru hverju þúsundkall í vasann.

 

Hvað myndir þú gera ef þér væru boðnar 300 milljón krónur fyrir að koma alþýðu landsins á hausinn?

 

 

Myndir:

Gordon Gecko: Dealbreaker.com

Kennari og nemandi: www1.moe.edu.sg

Táknmynd réttlætis: Amazing People

Mótmælin: fangelsum spillta stjórnmálamenn: No, really ... Do you fancy us?

Baðströnd: annaljos.blogcentral.is

Rauða spjaldið: Refblog.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hrannar, þó þú sért kominn á torfærubraut þá vekja pistlarnir þínir fólk til umhugsunar, þar sem framsettningin er skír.

Mig langar til að benda þér á eftirfarandi http://www.zeitgeistmovie.com/main.htm þetta kemur talsvert inn á það sem þú ert að pæla í peningum og siðferði.  Kannski hefur þú þegar séð þessa mynd, hún er svolítið langdreginn en gefur vinkla.  Svo er www.vald.org með ýmsa vinkla á þetta sama efni. 

Hvað myndi ég gera ef...... það er góð spurning.  Ég keypti evrur fyrir minn sparnað frá 2005 til 2008, taldi mig verja eigin hag best með því. Væntanlega kemur það ekki vel út í þjóðhagslegu tillit ef litið er til dagsins í dag, þó upphæðirnar hafi verið smámunir miðað við bankana.

Magnús (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Ómar Ingi

Getur fólk svarað þessari spurningu samviskusamlega nema að það hafi eða muni eihvertíma lenda í þeirri aðstöðu að græða peninga á slíkan hátt ?

Leyfi mér að efa það

Ómar Ingi, 1.9.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef aldrei verið í þessari stöðu, en segi samt nei því maður geldur ávallt fyrir græðgi sína.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Brattur

... ég segi nei við 300 milljónunum ef alþýðan liður fyrir það... en kannski já ef þær væru teknar frá ríkum... og gefa þær svo allar til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda a la Hrói Höttur... var hann ekki hetja?

... græðgi finnst mér einn versti löstur sem fólk hefur...

Brattur, 1.9.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki hefði ég áhuga á því að græða á kostnað alþýðunnar.  Ég get samt sem áður sætt mig við það að græða, ef það væri gert heiðarlega, án þess að stela frá einhverjum öðrum.  Eða með eigin vinnu, það er náttúrulega best. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.9.2008 kl. 02:03

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Núna ertu komin að kjarna málsins út á hvað íslenskt samfélag gengur eða frekar hvernig því er stjórnað :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.9.2008 kl. 07:05

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vekur til umhugsunar. Minn mentor sagði við mig að ef ég ætlaði að sukka þá skyldi ég a.m.k. setja verðmiðann sjálfur, það gerðu vændiskonurnar. Svo væri önnur leið að selja sig ekki.

Er hræddur um að það sé erfitt að ganga mjóa veginn í þessum efnum. Þarf mikinn sjálfsaga, sjálfskoðun og síðan óska eftir reglulegri gagnrýni, ekki síst frá þeim sem þekkja þig best.

Skrifaði nýlega grein  http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/611202/ Þar sem ég er illa lesblindur bað ég góðan vin minn um að lesa greinina yfir áður en ég sendi hana inn.

Heldur þú að bæjarfulltrúinn siðvandi, muni svara þér málefnalega, svara ekki, eða svara með bulli?

,,Veit ekki",svaraði ég. ,,Kemur í ljós".

,, Hef lesið nokkrar greinarnar hennar,og ég skýt á síðasta kostinn" sagði sá gamli. Hann hafði rétt fyrir sér, eins og svo oft áður.

Sigurður Þorsteinsson, 2.9.2008 kl. 07:08

8 Smámynd: Gulli litli

#300 mills...........nei# 305 mills...................yrði að hugsa mig um.

Gulli litli, 2.9.2008 kl. 09:50

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nei, ekki svona að óreyndu amk.. Vald spillir svo ég væri kannski ekkert betri en aðrir ef ég kæmist í slíka aðstöðu. En ég held samt ekki, er svo mórölsk. Ef það vantaði krónu þegar ég verslaði fyrir mömmu sem krakki var ég send aftur til að borga hana. Trúi á karma; what go´s around comes around. Í eitthverri mynd.

Rut Sumarliðadóttir, 2.9.2008 kl. 11:26

10 identicon

Ég man eftir að í rannsókn sem ég gerði einu sinni og fjallaði um kreppuna miklu á Íslandi, kom í ljós að 8 af 13 ráðherrum landsins á árunum 1929-1938 höfðu setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Og Sambandið var ávallt rekið með hagnaði hvert einasta ár á 4. áratugnum þrátt fyrir að landið sjálft var svo til gjaldþrota...

Væri gaman að kanna hve náin tengsl séu í raun á milli ráðamanna og stórra fyrirtækja í dag. Hverjir eru hagsmunir þingmanna? Þetta minnir mann á atriði úr myndinni Phsyco e Michael Moore þar sem hann birti upptökur frá Nixon varðandi nýtt heilbrigðiskerfi. Nixon lét líta út fyrir að það væri gert í þágu fólksins en svo kom í ljós að svo var alls ekki, það voru tryggingar- og heilbrigðisfyrirtæki sem græddu á kostnað fólksins. Og maður spyr sig hvort slíkt sé nokkuð einleikur Nixons og hafi horfið með honum úr forsetastóli....? Held ekki...

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 16:13

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mér fynnst að á löngum ferli minum,hafi eg séð þetta allr ske/en litið verið þáttakandi/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.9.2008 kl. 22:17

12 Smámynd: Halla Rut

Góður pistill hjá þér.

Hugmyndir okkar um ástæður þess að ríkistjórnin gerir "ekki neitt" er að fá á sig nýja mynd. 

Halla Rut , 3.9.2008 kl. 21:02

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk kærlega fyrir góðar athugasemdir.

Hrannar Baldursson, 3.9.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband