The Dark Knight (2008) (IMAX Experience) ***1/2

DarkKnightPoster

 

Ómar bloggvinur Friðleifsson hvatti mig til að sjá The Dark Knight aftur, af því að mér fannst hún ekki frábærasta ofurhetjumynd í heimi og frá upphafi.

Í þetta skiptið gerði ég mér grein fyrir að ég ofmat hana í fyrsta áhorfi, hún er ekki meðal 5 bestu ofurhetjumynda sem gerðar hafa verið, en kemst hins vegar inn á topp 10 listann. 

Mér fannst til dæmis Iron Man mun betri. Ég stend við allt annað úr upphaflegri gagnrýni minni.

Ég fór í IMAX kvikmyndahúsið í London og sá The Dark Knight á miðnætursýningu. Það er reyndar mjög skemmtileg stemmning í þessu bíóhúsi, en öll sæti eru merkt, poppið gott og þægilegt að sitja í salnum. Einnig var notalegt að finna ekki fyrir neinu klístri undir skósólum eins og er alltof títt heima.

 

 

Í IMAX kvikmyndasal er tjaldið miklu stærra en í venjulegu bíóhúsi, og sum atriði eru sérstaklega hönnuð fyrir þetta bíó, en þetta eru aðallega hasaratriðin. Þá stækkar skermurinn þannig að meira sést upp við loft og einnig alveg niður í gólf. Þetta er mjög áhrifaríkt og flott, og maður veltir fyrir sér hvernig klassískar myndir eins og Lawrence of Arabia, litu út í IMAX. 

IMAX býður upp á skemmtilega kosti, og sérstaklega ef um þrívíddarbíó er að ræða. SAMbíóin í Kringlunni koma næst þessu með Digital sal, en það vantar algjörlega IMAX bíó á Íslandi.

Þó að mér hafi ekki þótt myndin neitt betri en áður, þá var gaman að hafa loksins upplifað alvöru IMAX. Næst verð ég að kíkja á IMAX í 3D.

 

venueImax

 

Myndir: 

IMAX bíóið í London: Wikimedia Commons

IMAX í 3D: enablelondon.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég sá 3-D mynd í IMAX í London í sumar og það var æðisleg upplifun. Ég hef séð þrívíddarmyndir í Kringubíó og það er töluverður munur IMAX í hag. Þetta var fræðslumynd sem gerðist neðansjávar og það var mjög áhrifaríkt.

Kristján Kristjánsson, 7.9.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Ómar Ingi

Elsku Hrannar minn , það hefur einhver misst þig oft í steynsteypt gólf í æsku.

En þetta er þín skoðun og þinn skaði

Bendi ykkur á að það er verið að byggja langflottasta kvikmyndahús á íslandi og þó víðar væri leitað við Eglishöll í grafarvogi þar verða 4 salir allir með mesta halla á íslandi og mesta bil á milli sæta bestu mögulegu sæti og stærsta tjald á íslandi í dag.

Ástæðan fyrir að IMAX er ekki á íslandi er vegna þess að IMAX fólkið biður um svo fáranlega hátt verð fyrir ekki bara tæknina tæki og tól heldur svo mikið af hverjum seldum miða að þetta er í dag ógerningur að fá á svona lítin markað sem er þó stór miðað við hausatölu.

En við getum vonað

Ljúfar

Ómar Ingi, 7.9.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Óli Garðars

Sá 3D fræðslumynd í IMAX sal í Science Museum í London fyrir nokkrum árum.

Ólýsanlega flott.....maður hafði á tilfinningunni að maður gæti plokkað fiskana úr loftinu þegar þeir syntu aftur fyrir mann, upp salinn.

Óli Garðars, 7.9.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óli og Kristján: ég hef ekki enn séð þrívíddarmynd í IMAX. Á það bara eftir.

Ómar: Takk fyrir útskýringuna á verðinu á bakvið IMAX. Reyndar er IMAX svo spes, og fáar sýningar á dag að mér fannst vel þess virði að borga aukalega fyrir sýninguna - enda bíósalurinn miklu snyrtilegri en heima, enginn texti og ekkert hlé. Bíó á venjulegu tjaldi er að deyja út, það þarf eitthvað eins og IMAX á Íslandi.

Hrannar Baldursson, 8.9.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Ómar Ingi

3D er málið sem á að bjarga bíounum í heiminum í dag en væntnalega verður IMAX málið og vonandi fáum við það fyrr en seinna , því að svona tækni og fyrirtæki draga oftar en ekki úr kröfum sínum þegar fleiri koma til og vilja vera með.

Ómar Ingi, 9.9.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband