Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Er fjölmiðlun í dag meiri skáldskapur en gagnrýnin hugsun?

Mikið er fjallað um mögulegt eldgos á Íslandi í mörgum af virtustu fjölmiðlum heimsins vegna hugsanlegra afleiðinga fyrir flugsamgöngur. Þetta er skýrt dæmi um hvernig fjölmiðlun virðist hafa breyst í einhvers konar eltingarleik um seljanlegustu fréttirnar.

Einnig er mikið fjallað um dramatíkina á bakvið meint dómgreindarleysi dómsmálaráðherra. Írónía? 

Liðin er sú tíð þegar fjölmiðlun snerist um sannleiksleit. Svo virðist sem að háskólar og útgáfa vísinda og fræðirita komist nær sannleikanum en fjölmiðlar.

Vandinn við sannleikann, er að þó hann sé nauðsynleg undirstaða heilbrigðs samfélags, þá er hann frekar leiðinlegur og bragðlítill, illseljanlegur og óþægilegur.

Til að öðlast vinsældir eru lygar ekki bara skylirði, heldur listgrein.

Er fjölmiðlun í dag meiri skáldskapur en gagnrýnin hugsun? 

Fróðlegt væri að lesa òæsandi fréttir sem sýna heiminn eins og hann er. Ekki heiminn út frá sjónarhorni tilfinninga, heldur með skynsemiblæ. Slíkt myndi því miður krefjast mikillar vinnu og ekki líklegt til vinsælda. Þess vegna sitjum við uppi með tilfinningahlaðnar fréttir um hluti sem gætu gerst og eru líklega hræðilegir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband