Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Áramótaheit 2013

serenity-wide_450

Árið 2014 rennur brátt að ósi, bakkafullum af loforðum. Betri tímar bíða handan við næsta horn, ævintýrin og möguleikarnir láta ekki á sér standa.

Ég heiti því að vera opinn fyrir tækifærum og ef þrautin reynist að stökkva yfir fljótið þar sem bilið virðist of breitt, að hafa hugrekki, leikni og þor til að taka stökkið.

Ég bið um stóíska ró til að viðurkenna það sem ég get ekki breytt, hugrekki til að breyta því sem ég get breytt, og visku til að þekkja muninn á því sem ég get og get ekki breytt.

Megi árið 2014 verða þér til heilla, bloggvinur og lesandi góður!

 

Áramótakveðja,

Don Hrannar 

 

 ---

 

Mynd: HD Wallpapers 

Heimildir: Æðruleysisbænin úr Biblíunni endurskrifuð með mínum orðum. 


Gleðileg jól

Kæru bloggvinir og aðrir vinir. 

Ég hef lítið bloggað í ár, en hef fylgst með ykkur hinumegin við netið. 

Gleðileg jól. 

snow-art8 


Tengt PISA: Hversu mikinn tíma nota íslensk börn og unglingar til að læra heima?

630afp-nanyanghighschool-jpg_143938

Í tilefni af PISA niðurstöðum um daginn, þar sem ljós kom að 15 ára íslensk skólabörn voru langt á eftir börnum frá öðrum löndum í ákveðinni fagþekkingu, spurði ég samstarfsfélaga minn frá Singapore hvernig aðstæður væru í hans landi, af hverju nemendur þar í landi kæmu svona vel út í stærðfræðinni þar.

Það er ekki endilega að skólakerfið sé gott, heldur vinna nemendur gríðarlega heimavinnu. Eftir skóla er algengt að þeir vinni heimavinnu til kl. 23:00 að kvöldi með einkakennara sem ráðinn er af foreldrum, og einnig um helgar. Börnin hafa ekki mikinn tíma til annars en heimavinnu. Hann sagði hálf dapurlega að börnin væru eins og vélmenni, allt snérist um árangur, og lítill tími væri fyrir tómstundir, nema viðkomandi sýndi afburða árangur í sínum tómstundum.

Ég reikna með að það sé afar sjaldgæft að nemendur á Íslandi stundi námið jafn stíft og jafnaldrar þeirra í Singapore. Það hlýtur að vera undantekning frekar en regla. Eða hvað?

Það væri áhugavert að kanna þetta: 

Hversu mikinn tíma nota íslensk börn og unglingar til að læra heima?

 

Mynd: Skólabörn í Singapore (AFP) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband