The Dark Knight (2008) (IMAX Experience) ***1/2

DarkKnightPoster

 

Ómar bloggvinur Friðleifsson hvatti mig til að sjá The Dark Knight aftur, af því að mér fannst hún ekki frábærasta ofurhetjumynd í heimi og frá upphafi.

Í þetta skiptið gerði ég mér grein fyrir að ég ofmat hana í fyrsta áhorfi, hún er ekki meðal 5 bestu ofurhetjumynda sem gerðar hafa verið, en kemst hins vegar inn á topp 10 listann. 

Mér fannst til dæmis Iron Man mun betri. Ég stend við allt annað úr upphaflegri gagnrýni minni.

Ég fór í IMAX kvikmyndahúsið í London og sá The Dark Knight á miðnætursýningu. Það er reyndar mjög skemmtileg stemmning í þessu bíóhúsi, en öll sæti eru merkt, poppið gott og þægilegt að sitja í salnum. Einnig var notalegt að finna ekki fyrir neinu klístri undir skósólum eins og er alltof títt heima.

 

 

Í IMAX kvikmyndasal er tjaldið miklu stærra en í venjulegu bíóhúsi, og sum atriði eru sérstaklega hönnuð fyrir þetta bíó, en þetta eru aðallega hasaratriðin. Þá stækkar skermurinn þannig að meira sést upp við loft og einnig alveg niður í gólf. Þetta er mjög áhrifaríkt og flott, og maður veltir fyrir sér hvernig klassískar myndir eins og Lawrence of Arabia, litu út í IMAX. 

IMAX býður upp á skemmtilega kosti, og sérstaklega ef um þrívíddarbíó er að ræða. SAMbíóin í Kringlunni koma næst þessu með Digital sal, en það vantar algjörlega IMAX bíó á Íslandi.

Þó að mér hafi ekki þótt myndin neitt betri en áður, þá var gaman að hafa loksins upplifað alvöru IMAX. Næst verð ég að kíkja á IMAX í 3D.

 

venueImax

 

Myndir: 

IMAX bíóið í London: Wikimedia Commons

IMAX í 3D: enablelondon.com

 


Bloggfærslur 7. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband