Eru það persónulegir hagsmunir sem koma í veg fyrir aðgerðir ríkisstjórnar?


 

Í frétt visir.is kemur fram að Árni Mathiesen fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Byr er sparisjóður. Sparisjóðir eru fjármálafyrirtæki. Um sparisjóði gilda einhverjar aðrar reglur en um banka, en í eðli sínu eru sparisjóðir bankar. Aðeins bókstafstrúarmaður gæti hafnað slíkum sannleik.

Þegar Árni Mathiesen var spurður í þættinum Silfur Egils um vorið 2008 hvort að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma almenningi til hjálpar vegna gengisfellingarinnar sem varð í vetur og árásinnar á íslenska hagkerfið, svaraði hann því til að fyrst og fremst bankarnir gætu treyst á ríkið. Hann minntist ekkert á fólkið í landinu.

 



Mér fannst þetta afar furðuleg afstaða og skildi hana ekki. En nú hafa komið fram upplýsingar sem útskýra þetta dularfulla viðhorf, og sýna að málið er svo einfalt að erfitt er að sjá það.

Árni er nefnilega einn af eigendum Sparisjóðsins Byr. Ég veit ekki hvort hann hafi átt í fjármálafyrirtæki þegar hann lét þessi ummæli falla í vetur, en það er afar vafasamt af fjármálaráðherra að eiga hlut í banka - því skoðanir hans verða hlutdrægar og ljóst er að vegna þessarar hlutdrægni munu fjármálafyrirtæki fá meiri stuðning en fólkið í landinu. Hagsmunaárekstrar sem þessir eru afar ófagmannlegir og ættu að vera bannaðir með lögum, þar sem þeir valda óhjákvæmilega hagsmunaárekstrum.

 

83a38618032494ba961fd17889aaf2df_300x225

 

Málið er að fjármálaráðherra sem á hluta í fjármálafyrirtæki hlýtur að huga fyrst og fremst um hag eigin fyrirtækis, og leyfa hagi þjóðarinnar að mæta aðgangi. Annað væri einfaldlega óskynsamlegt í stöðunni.

Á meðan kreppir að vegna verðbólgu og gengisfellingar hjá alþýðunni sem er á föstum launum sýna fjármálafyrirtæki gífurlegar hagnaðartölur sem skila sér til eigenda þeirra, og þegar í ljós kemur að fjármálaráðherrann sjálfur er einn af þessum eigendum, þá fer heildarmyndin að skýrast.

 

 

Eigendur fjármálafyrirtækja hljóta að hugsa fyrst og fremst um eigin hag. Það myndi ég sjálfur gera. Það myndu allir gera. Þannig er mannlegt eðli. Þess vegna eiga stjórnmálamenn ekki að eiga í fyrirtækjum sem tengjast ákvörðunum þeirra í stjórnsýslunni. Fátt er verra en hagsmunaárekstrar í stjórnsýslu, einfaldlega vegna þess að þeir valda óréttlæti í stað þess að koma í veg fyrir það.

Þetta er slíkur hagsmunaárekstur að maður hlýtur að spyrja hvort að það sé löglegt af fjármálaráðherra að eiga hlut í fjármálafyrirtæki? Eru virkilega ekki til lög sem banna stjórnmálamönnum að höndla málefni sem snerta þá sjálfa náið?

 

 

Nú hljótum við að spyrja hvort að það sé regla frekar en undantekning að ráðherrar þjóðarinnar eigi svona mikið í fjármálafyrirtækjum eða öðrum rekstri sem verða fyrir beinum áhrifum af ákvörðunum þeirra við stjórnsýslu, og hvort að þetta útskýri ástæður fyrir einkavæðingu á ríkisstofnunum sem sinna fjármálum, samskiptum og orku.

Getur verið að stjórnvöld séu það gjörspillt, bæði hér heima og víðar um heim, að ákvarðanir ráðamanna snúist fyrst og fremst um að tryggja sér og sínum hagstæða framtíð, og að þetta sé orðið að hefð í stjórnmálum?

 

 

Það er ljóst að ef það er hagkvæmara fyrir ráðherra að gera ekki neitt heldur en að gera eitthvað, sama þó að það kosti ókunnuga þegna óþægindi og valdi einhverjum leiðindum, þá er það skárri kostur (fyrir þá) en að hugsanlega styggja þá sem láta peninginn vaxa á trjánum.

Það væri áhugavert að vita meira um bein hagsmunatengsl ráðherra og þingmanna, sem og skýr hagsmunatengsl gegnum maka, fjölskyldu og vini. Eru slík hagsmunatengsl og vinabönd skrímsli sem útilokað er að sigrast á? Eitthvað sem hefur alltaf fylgt okkur og mun alltaf fylgja okkur?

 

 

 

Aðrar færslur um sama mál: 

Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska?

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir fólkið í landinu?

Hvar eru Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á meðan neyðarástand ríkir á fjármálamarkaði?

 

 

Heimildir og mynd af fjármálaráðherra: visir.is

Mynd af Agli Helgasyni: Eyjan.is

Logo Byr Sparisjóðs: Viðskiptablaðið

Mynd af ríku barni: Day by Day - Every day is a Saturday

Táknmynd af réttlæti: I'm Trying to Wake Up

Mynd af heilögum Georgi og drekanum: Illusions Gallery


Hvernig ríkisstjórnin getur komið skuldurum til hjálpar þrátt fyrir verðtryggingar, gengisfellingu og verðbólgu

Skammbyssur drepa ekki. Fólk drepur. Þannig hljómar frægur frasi félags skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. Það sama má segja um hvaða tól og tæki sem er: það er ekki tækið sem slíkt sem er slæmt, heldur er raunin sú að hægt er að misnota öll tæki. Hægt er...

Veist þú hvað 14,5% verðbólga kostar þig mikið á dag?

Á sama degi og íslenska landsliðinu í handknattleik er fagnað verðskuldað með mikilli og glæsilegri skrúðgöngu og fjöldafundi í miðbæ Reykjavíkur, og forsetinn sæmir þessa góðu drengi fálkaorðunni, berast fréttir af enn alvarlegra máli, að verðbólgan sé...

Á allt handboltalandsliðið skilið að fá Fálkaorðuna fyrir silfrið í Kína?

Fyrst þegar ég las þá frétt að forseti íslenska lýðveldisins, herra Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að sæma allt íslenska landsliðinu í handbolta með fálkaorðunni, fór um mig svolítið af þessum hrolli sem kenndur er við kjána. Ég hef til þessa litið á...

Hvað er réttlátt að gera við bílstjóra sem hætta lífi barna undir áhrifum eiturlyfja?

Ungur maður leggur líf barna og unglinga í hættu á skólalóð með því að taka handbremsubeygjur og spóla á planinu á afar kraftmiklu ökutæki. Ég fletti aðeins upp á þeim refsingum sem gripið er til víða um heim þegar um sams konar brot er að ræða. Hérna er...

Hver er skemmtilegasta vefsíðan sem þú hefur fundið á Netinu?

Ég er að hugsa um algjörlega tilgangslausar vefsíður sem eru skemmtilegri en að láta sér einfaldlega leiðast, nokkuð sem ég reyndar upplifi það sjaldan að ég man varla hvað það er að láta sér leiðast. Ég spyr bara fyrir forvitni sakir. Eins gott að ég...

Af hverju þarf Jens Guð að dissa handboltann sem hallærislega íþrótt?

Fyrst að Jens Guð (eða Tröll) dissar minn ástkæra handbolta og árangur íslenska liðsins, verður að finna svar við slíkri ofsafenginni árás gegn strákunum okkar á vinsælasta fjölmiðli landsins. Í fyrsta lagi segir hann að ekkert komi út úr gúggli á...

Til hamingju Ísland!

Mér fannst vanta eitthvað af leikgleðinni sem hefur einkennt liðið alla keppnina, enda lentu þeir á vegg þar sem franska vörnin stóð föst fyrir með markvörð á bakvið sem hirti alla vafasama bolta. Mig grunar að strákarnir hafi breytt svolítið...

Skoðanakönnun: Hvaða lið verður ólympíumeistari í handbolta?

Spáin fór þannig: 70% töldu Íslendinga sigra, en 40 svöruðu könnuninni. Það eru bara tveir möguleikar í stöðunni: sigur eða BLEEP! Nú er bara að hafa gaman af síðasta leiknum, og taka hann sem æfingaleik eins og alla hina. Sama hvernig fer er landsliðið...

Rugla sumir sérfræðingar óþekkt og prakkaralátum saman við ofvirkni?

Það er eitt þegar barn hefur athyglisbrest eða ofvirkni, sem er beinlínis sjúkdómur, og annað þegar barn hagar sér á hátt sem hægt er að túlka sem ofvirkan eða þegar barnið hefur ekki þjálfað athyglisgáfuna nægilega. Gott hjá Björgvini að vekja athygli á...

Af hverju hrósa fáir olíufélögunum þegar bensínið lækkar, en eru fljótir að kvarta þegar bensínið hækkar?

Þó að íslenska landsliðið eigi svo sannarlega hrós dagsins, þá koma olíufélögin í humátt á eftir með góðri lækkun á bensínverði. Fólk getur verið fljótt að kvarta þegar bensínið hækkar, en það er frekar hljóðlátt þegar verðið lækkar, rétt eins og þegar...

Já!

36:30 Þeir eiga þetta sannarlega skilið! Hugarfarið hárrétt. Baráttan frábær. Já!

Myndband af hlaupinu sjálfu (ekki enn verið fjarlægt af vefnum): Heimsmeistari í 100m og 200m spretthlaupi hneykslar heimsbyggðina þegar hann fagnar sigri með fokkmerki í beinni útsendingu

Ég vil taka það skýrt fram að í þeim myndböndum sem eru sýnd á þessari síðu sést ekki þegar Bolt gefur hið umdeilda fokkmerki, en einu merkin um það birtast í texta fréttarinnar, og umtali frá ólíkum fréttastofum um meinta finguruppréttingu. Hegðun hins...

Er pólitísk spilling búin að skjóta rótum á Íslandi?

Í tilefni umræðu dagsins og þess að íslensk stjórnmál virðast sífellt sökkva dýpra í svað vafasamra ákvarðana ákvað ég að þýða ansi góða skilgreiningu á hugtakinu pólitískri spillingu úr alfræðiritinu Britannica. Ef við hugsum um rætur spillingar á...

Ólafur Stefánsson: Við hleypum engum neikvæðum hugsunum að. Það er annaðhvort sigur eða BLEEP!

Það var gaman að fylgjast með lokamínútum leiksins, en spennan var óbærileg og ómetanlegt þegar Björgvin Páll Gústavsson varði hvert skotið á fætur öðru og Alexander Petterson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skáru sig í gegnum pólsku...

Er Gísli Marteinn að sýna okkur starfslýsingu borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins með námsskreppi sínu til Skotlands?

Á meðan sumir stjórnmálamenn í Reykjavík berjast fyrir heiðri sínum og orðspori með kjafti og klóm skreppur Gísli Marteinn erlendis í nám á launum og tekur fjölskylduna með. Hann hefur reyndar hætt í einhverjum nefndum, en mun fylgjast með á Netinu og...

Mamma Mia! (2008) ***1/2

Mamma Mia! er afar vel heppnuð söngvamynd fyrir þá sem hafa gaman af léttu gríni, vel gerðum farsa í forngrískum stíl og ABBA tónlist. Ég er opinn fyrir þessu öllu og skemmti mér því konunglega í bíó. Sumir gagnrýnendur hafa hakkað Mamma Mia! í sig fyrir...

Æsispennandi jafntefli Íslendinga og Dana 32:32

Ég er bókstaflega stjarfur og skjálfandi eftir æsispennandi lokamínútur. Það var beinlínis öskrað með okkar mönnum í stofunni heima. Snorri Steinn Guðjónsson jafnaði úr víti á síðustu sekúndu og kemur þannig Íslendingum í 8 liða úrslit á Ólympíuleikunum....

Hörkuspennandi leikur í gangi - íslenska liðið byrjar afar stressað og illa en endar fyrri hálfleikinn snilldarlega

Hugarfarið sem virst hefur vera í góðu lagi til þessa hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum virðist ekki alveg vera jafn gott í dag og áður, en vonandi hressast þeir í leikhléinu. En leikurinn er spennandi og gaman verður að fylgjast með seinni...

Var borgarstjórinn peð sem mátti fórna?

Skákskýring Það er ljóst að einhverjir innan sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kunna að plotta á bak við tjöldin eða eins og við skákmennirnir orðum það: þeir kunna aðeins meira en mannganginn. Gísli Marteinn Baldursson hreinsar hendur sínar og fer úr...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband