Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Samantekt um kosningar 2013: Gamaldags reglur um fimm prósent og atkvæðavægi?

644744_10151525955828971_2064496888_n

Kosningarnar í ár þótti mér góðar, eða eins góðar og mögulegt var miðað við þær aðstæður sem ríkja. Samfylking og Vinstri grænir áttu skilið að fá rassskell eftir hræðilega frammistöðu síðustu fjögur ár. Forysta í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er líklega illu skárri, þó að vissulega lifi fjórflokkurinn áfram sem slíkur.

Það sorglega við þessar kosningar er 5% reglan. Og líka að atkvæðavægi fer eftir búsetu.

5% reglan: hugmyndin á bakvið regluna er ekki slæm, en 5% markið er alltof hátt. Það er nánast vonlaust fyrir ný framboð að ná inn mönnum með þessum hætti. Betra væri að lækka markið niður í eitt eða tvö prósent. Það myndi tryggja meiri fjölbreytni á þingi. 

Atkvæðavægi eftir búsetu: Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Fólk hefur sínar eigin sveitastjórnir. Samskipti og samgöngur milli bæjarfélaga er miklu auðveldari en var þegar reglan var sett. Aðstæður gjörbreyttar. Mér finnst að öll atkvæði ættu að hafa sama gildi. Get ekki séð af hverju ein manneskja fær að segja 40% sína skoðun á meðan önnur fær að segja 160% sína skoðun - og fylgja þeim eftir í atkvæðum.

Skondin þótti mér leiksýning Sjálfstæðisflokks korteri fyrir kosningar, sem náði hámarki í einlægari ímynd formannsins. Ég er nokkuð viss um að einhver hafi verið stunginn í bakið, en veit ekki hvort að sú manneskja sem fékk rýtinginn í bakið heitir Bjarni eða Hanna. 

Fyndið þótti mér að fylgjast með ummælum Árna Páls. Ég veit ekki hvor myndlíkingin er betri: að hann hafi með hverjum einustu ummælum sökkt flokks sínum dýpra í kviksyndi, eða hvort hann hafi verið eins og naut í postulínsverslun.

Sigmundur Davíð stóð fastur á sínu og þarf nú að sýna fram á veruleikann að baki loforðum og kröfum fólksins. Reynist loforðin hafa verið tóm, mun flokkurinn brenna og hrynja í fylgi. Hins vegar hef ég trú á að þeir séu á réttri leið, og geti staðið við loforðin. Geri flokkurinn það, munum við sjá mun sterkari Framsókn í næstu kosningum. 

Pírata fatta ég ekki alveg. Arg. 

Annað þótti mér frekar bragðdauft. 

 

Snilldarmyndin er eftir Halldór Andra Bjarnason og hefur verið mikið dreift á Facebook síðustu daga. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband