Hvað gerir þú þegar þú hefur ekkert að gera?


Stolið úr eigin athugasemdum frá færslu gærkvöldsins, Lítum á björtu hliðarnar: 5 viskukorn...

Þegar ég hef ekkert að gera reyni ég að skilja heiminn örlítið betur, og er nokkuð innhverfur því að ég:

  • Reyni að átta mig dýpri hugsunum, bæði eigin og þeirra sem ég umgengst. Þoli illa spjall og baktal.
  • Tefli til að átta mig betur á rökhugsun og mannlegum karakter.
  • Les til að víkka sjóndeildarhringinn. Les skáldsögur af sama tilgangi og ég horfi á kvikmyndir.
  • Skrifa til að koma reiðu á eigin pælingar. Með slíkum pælingum dýpkar oft á skilningnum.
  • Horfi á kvikmyndir og hugsa um þær til að átta mig betur á eðli sögunnar, hvort sem er mannkynssögunnar, sögum úr lífi okkar eða lífið allt.
  • Bý til vefsíður.
  • Reyni að átta mig á hvernig hægt sé að bæta heiminn aðeins, og reyni að skilja hvernig við getum gert betur.
  • Stundum slæ ég þessu upp í kæruleysi og geri eitthvað allt annað, eins og til dæmis ekkert, en þá vakna bara nýjar hugmyndir.

Hvað um þig?

 

 


Lítum á björtu hliðarnar: 5 viskukorn

"Sá gefur mannkyni mikið sem getur komið hinum mestu reglum lífsins fyrir í stuttum setningum, sem auðvelt er að muna og birta svo í huganum öðru hverju." Samuel Johnson "Besta leiðin til að gera drauma þína að veruleika er með því að vakna." Paul Valéry...

Hvernig ætli þessir tveir stæðu sig við stjórn þjóðarskútunnar?

...

Samið við Breta og Hollendinga: uppgjöf eða lausn? Hver borgar skuldirnar?

Þessi færsla er öll frá Kristbirni H. komin, mér finnst hún þess virði að birta hana í heild sinni, en hún birtist sem athugasemd við síðustu grein minni fyrr í kvöld. Kristbjörn finnur til mikillar örvæntingar vegna skuldarinnar sem íslensk stjórnvöld...

Kemur ríkisstjórnin með aðgerðarpakka fyrir heimilin sem tekið verður fagnandi?

Boginn hefur verið þaninn mikið og kominn tími fyrir langþreytta landsmenn af klassanum venjulegt fólk að fá góðar fréttir. Þegar maður heyrir um aðgerðarpakka sem þennan veit maður ekki við hverju má búast, en þetta er það sem ég vona; að komið verði...

Quantum of Solace (2008) **

Quantum of Solace er því miður frekar mislukkuð Bond mynd. Af þeim 22 kvikmyndum sem gerðar hafa verið um kappann, finnst mér þessi ein sú slakasta. Sumar þeirra hafa verið frekar slappar, eins og You Only Live Twice , með Sean Connery og sumar orðið...

Heimilislíking Don Hrannars

Næst, sagði ég, berðu saman áhrif menntunar og skorts hennar á eðli okkar gagnvart reynslu eins og þessari: Ímyndaðu þér manneskjur sem búa í íbúum sem liggja inn af göngum upp tröppur, einnig eru stundum lyftur í þessum byggingum. Þetta fólk hefur búið...

bjartsýni.is: Margt gengur vel - verum bjartsýn

Verið er að útbúa vef, bjartsyni.is, þar sem safnað er saman sögum, hugmyndum og ábendingum um góðan árangur í atvinnulífinu, spennandi verkefni og vænlegar leiðir á komandi tímum. Hugmyndin er að styrkja þá sem minna mega sín í baráttunni gegn...

Sagan um bankaránið

Einu sinni, ekki fyrir langa löngu, á fjarlægri eyju úti á hafi réðist stór hópur bankaræningja inn í ekki bara einn banka, heldur alla banka og öll útibú eyjunnar. Allir afgreiðslukassar, peningaskápar og vörsluhólf voru tæmd. Bankastjórinn,...

Hvernig forgangsröðum við á krepputímum?

Nú er svo komið að fjöldi fólks er að missa vinnu, fjöldi fólks getur ekki borgað af lánum sínum - lánum sem eru jafnvel hófleg - rétt fyrir þaki yfir höfuðið og fararskjóta. Þetta fólk er að upplifa stjórnvöld sem lömuð og aðgerðarlaus, og finna ekki að...

Af hverju má ekki nota séreignalífeyrissparnað til að borga húsnæðislán?

Einn vinnufélagi minn spurði þessarar spurningar yfir hádegisverðinum í dag. Rökin fannst mér nokkuð góð. Lífeyrissjóðir eiga að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Hagsmunir viðskiptavina lífeyrissjóðanna felast í því við núverandi aðstæður að greiða upp...

Bestu vestrar kvikmyndasögunnar

Ég vil benda tryggum lesendum mínum sem gaman hafa af kvikmyndaskrifum á að upptalning mín og umfjöllun um 20 bestu vestrana birtist í októberhefti Hann/Hún sem víðs vegar er hægt að fá ókeypis. Smelltu hér til að lesa pdf útgáfu tímaritsins. Tímaritið...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband