Bloggannáll: Hvernig ég uppgötvaði fjármálakreppuna með gagnrýnni hugsun á meðan ráðamenn voru í fríi

 

Wizard

 

Mér finnst merkilegt hvernig ég virðist hafa innsæi í stoðir íslenska efnahagskerfisins, þrátt fyrir að hafa aldrei áður rannsakað það af áhuga. Eini bakgrunnur minn í hagfræði er að ég kenndi fagið í framhaldsskóla í Mexíkó fyrir nokkrum árum og þurfti þá að leggja mig mikið fram við undirbúning, til að átta mig á helstu straumum og stefnum hagfræðinnar, og lærði að sjálfsögðu mikið af því að rannsaka fagið með nemendunum.

Það sem vakti áhuga minn í mars 2008 var að eitthvað siðferðilegt virtist vera að gefa undan - að verið væri að ráðast á bankakerfið okkar og enginn vissi hver. Því fór ég að pæla í þessu og áttaði mig á hversu illa stödd við vorum í raun og veru - að stjórnvöld stóðu aðgerðarlaus frammi fyrir miklum vanda - og það sem verra var, notuðu tímann í páskafrí, sumarfrí og utanlandsferðir í stað þess að hrinda strax af stað rannsókn á málinu.

Ég uppgötvaði...

....að árásirnar á kerfið komu ekki utanfrá, heldur virtust þær koma innanfrá til að tryggja gott útlit ársfjórðungsreikninga bankanna - og þá var mér ljóst að í okkar litla kerfi gat lítill hópur hrist stoðir kerfisins þegar þeim hentaði til að fella krónuna - og þá gætu þeir skipt erlendu fjármagni á hagstæðari máta.

...að líklegt væri að þetta bitnaði fyrst og fremst á þeim sem minnst mega sín, og að fjölskyldur og framtíð barna okkar væri í voða. Einnig áttaði ég mig á því að mótmæli gegn einstaklingum og ráðamönnum skila engu - þessar aðgerðir rista ekki djúpt - því að raunverulegu völdin eru í höndum auðmanna og þeir hafa haft þau í áratugi og munu hafa þau áfram - en ríkisvaldið er í augnablikinu peð sem hægt er að fórna þegar það hentar. 

...að góð leið til að berjast áfram í þessari stöðu væri að vekja upp nýjar og ferskar hugmyndir, og úr varð bjartsýni.is með stuðningi Forseta Íslands og nokkurra frábærra einstaklinga frá ýmsum fyrirtækjum af landinu. Í dag telur Facebook hópur bjartsýni 1250 meðlimi og fer stækkandi. Mér til mikillar ánægju stofnaði Eyjan.is síðu með svipuðu formerkjum, kallað Betra Ísland skömmu eftir að ég stofnaði til Facebook hópsins.

Árið 2008 verður kvatt í kvöld. Ég ætla ekki að sprengja neina flugelda, en í stað þess minnast á það sem mér þykir merkilegt á árinu sem er að líða, úr eigin bloggfærslum. Kvikmyndaumfjöllun og slíkir dómar verða ekki hluti af þessum annáli, né pælingar um upplýsingatækni og vefsíðugerð, sem tóku reyndar mikið pláss á bloggsíðum mínum í ár.

 

Færslur ársins 2008: 

1. sæti Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska? (25. mars)

2. sæti: Dystópía eða veruleiki: Hvað ef Ísland verður gjaldþrota? (2. apríl)

3. sæti: VANDAMÁLIÐ VIÐ VERÐTRYGGINGU: Af hverju einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki tapa á meðan bankarnir græða (3. ágúst)

4. sæti: Er pólitísk spilling búin að skjóta rótum á Ísland? (21. ágúst)   

 

Janúar 2008 - Mánuður dauðsfalla og gleymsku

1. sæti: Snillingur fallinn: Robert James Fischer (1943-2008)

2. sæti: Stórleikari fallinn: Heath Ledger (1979-2008)

3. sæti: Af hverju eru Íslendingar svona fljótir að gleyma? 

 

Febrúar 2008 - Mánuður pælinga um trú, tungu og toll

1. sæti: Skipta trúarbrögð einhverju máli? 

2. sæti: Brengluð tilfinning fyrir íslenskri tungu: Hlakkar mig til eða hlakka ég til?

3. sæti: Tollurinn: með okkur eða á móti?

 

Mars 2008 - Mánuður fjármálakrísu, umburðarlyndis og eineltis

1. sæti: Var stærsta bankarán aldarinnar framið á Íslandi rétt fyrir páska? 

2. sæti: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera fyrir fólkið í landinu? 

3. sæti: Erum við virkilega hamingjusamasta þjóð í heimi?  

4. sæti: Gætir þú hugsað þér að búa í gámi?

 

Apríl 2008 -Mánuður gjaldþrotapælinga og undrun á aðgerðarleysi stjórnvalda

1. Dystópía eða veruleiki: Hvað ef Ísland verður gjaldþrota?

2. Af hverju hlusta ráðamenn lýðræðisþjóðar ekki á lýðinn?

3. Íslenskt réttlæti: Erum við að borga alltof mikið í skatta og af lánum vegna bankarána og skattsvika sem við botnum ekkert í?

 

Maí 2008 - Mánuður 500 milljarða heimildar, bankabjörgunar og tilvistar Guðs

1. sæti: Á íslenska þjóðin að redda bönkunum? 

2. sæti: Til hvers þarf ríkið heimild til að taka allt að 500 milljarða króna erlent lán?  

3. sæti: Er Guð til? 

 

Júní 2008 -Mánuður ísbjarnadrápa, bensínverðs og menntunar

1. sæti: Hvaða hugmyndir hafa bandarískir unglingar um ísbjarnarmálið? 

2. sæti: Af hverju er eldsneyti allt í einu orðið svona dýrt? 

3. sæti: Hellislíkingin, heimspeki menntunar og það sem þú færð aldrei að vita nema þú leggir þig eftir því 

 

Júlí 2008 - Mánuður brjálaðra viðtala

1. sæti: Núna: Sverrir Stormsker og Guðni Ágústsson í stórskemmtilegu viðtali á Útvarpi Sögu

2. sæti: Guðni Ágústsson rýkur reiður út eftir erfiðar spurningar frá Sverri Stormsker í þætti Sverris á Útvarpi Sögu

3. sæti: Ólafur F. hemur reiðina gegn harðri yfirheyrslu í Kastljósi (og samanburður við þátt Sverris og Guðna).

 

Ágúst 2008 - Mánuður verðtryggingar, spillingar og hagsmunaárekstra

1. sæti: VANDAMÁLIÐ VIÐ VERÐTRYGGINGU: Af hverju einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki tapa á meðan bankarnir græða

2. sæti: Hvernig ríkisstjórnin getur komið skuldurum til hjálpar þrátt fyrir verðtryggingar, gengisfellingu og verðbólgu

3. sæti: Er pólitísk spilling búin að skjóta rótum á Íslandi? 

4. sæti:  // Eru það persónulegir hagsmunir sem koma í veg fyrir aðgerðir ríkisstjórnar?


September 2008 - Mánuður þegar lán hættu að vera hagnaður, Glitnir fer á hausinn og bjartsýni skýtur upp í mínum kolli

1.// Eru lán skilgreind sem hagnaður það sem valdið hefur Íslandskreppunni árið 2008? 

2. Hver er áhættan fyrir þjóðina og ábyrgð okkar há í milljörðum fari Glitnir á hausinn?

3.// 13 einkenni góðs hugarfars til að takast á við gengisfellingu, kreppu og verðbólgu

 

Október 2008 - Mánuður bankahruns, þjóðargjaldþrots og mótmæla

1. sæti:  Þarf sérstaklega að rannsaka hnitmiðaðar gengisfellingar, ofurlaun, hagsmunatengsl, gjaldþrot og spillingu vegna fjármálakreppunnar?

2. sæti: Má ég vinsamlegast mótmæla mótmælunum gegn Davíð Oddssyni? 

3. sæti: Hófst stærsta bankarán aldarinnar fyrir nákvæmlega sjö mánuðum og lauk því fyrir tveimur vikum? 

 

Nóvember 2008 - Mánuður bankaránspælinga og hugmynda til að hjálpa þegnum Íslands

1. sæti: Sagan um bankaránið 

2. sæti: Heimilislíking Don Hrannars 

3. sæti: Af hverju má ekki nota séreignalífeyrissparnað til að borga húsnæðislán? 

4. sæti: Kemur ríkisstjórnin með aðgerðarpakka fyrir heimilin sem tekið verður fagnandi? 

 

Desember 2008 - Mánuður bjartsýni, reiði og jóla

1. sæti: Af hverju bjartsýni á myrkum dögum? Og hvað er eiginlega bjartsýni? 

2. sæti: Hvor röddin er réttmætari: hin siðfágaða, fræðilega, hugljúfa og friðsama, eða reiðiöskrin, pönkið, rokkið og ofbeldið?

3. sæti: Vissir þú að fyrsti jólasveinninn lenti í fangelsi fyrir að berja biskup?

 

Ég óska bæði lesendum mínum og ekki-lesendum farsældar á nýju ári. (Gleymi ég einhverjum?) Wizard

 


Eru einhverjir annmarkar á skáldaleyfi* fjármálaráðherra?

"Þegar völd gera mann hrokafullan, minna ljóð hann á eigin takmarkanir. Þegar völd þrengja áhugasvið og umhyggju manns, minna ljóðin hann á ríkidóm og fjölbreytileika hans eigin tilvistar. Þegar völd spilla, hreinsa ljóð, því að listin sýnir sannleika...

Bolt 3D (2008) ****

Árið 2008 hefur verið gott fyrir teiknimyndir. Þær bestu sem ég hef séð á árinu eru Kung-Fu Panda , Wall-E og Bolt . Mér finnst Bolt sú besta af þeim þremur, þó að erfitt geti verið að bera þær saman. Bolt hefur nefnilega hjartað á réttum stað, í sögu...

Felur Forseti Íslands slóðina með Jóni Ásgeiri eða kann Ástþór Magnússon ekki að googla?

Í morgun kl. 5:27 birti hinn ágæti Ástþór Magnússon samsæriskenningu undir nafninu Forseti Íslands felur slóðina. Hér er greinin: Á vefnum forseti.is er nú nánast útilokað, nema með einhverri djúpleitartækni, að finna myndir af atburðum tengdum...

Fjölskyldufaðir skotinn vegna skvaldurs í bíó

Í fyrradag hunsaði fjölskylda sem sat fyrir framan mann á kvikmyndasýningu í Bandaríkjunum ósk hans um að þau hættu að skvaldra með þeim afleiðingum að maðurinn, James Joseph Cialella yngri, 29 ára gamall, stóð upp, gekk í kringum sætaröðina og krafðist...

The Philadelphia Story (1940) ***1/2

Allir kannast við hinn klassíska ástarþríhyrning, þar sem til dæmis tveir karlar berjast um hylli og ást einnar konu. Í The Philadelpha Story fáum við aðeins flóknari útgáfu: ástarfimmhyrning , þar sem karlarnir eru þrír og konurnar tvær. Úr verður hin...

Vissir þú að fyrsti jólasveinninn lenti í fangelsi fyrir að berja biskup?

Jólin koma. Sumir segja jólin vera kristna hátíð, aðrir segja hana vera heiðna. Allir þekkja Coca-Cola jólasveininn og líka hina 13 íslensku jólasveina sem sífellt reyna að bæta sig þrátt fyrir verra en slakt uppeldi hjá Grýlu og Leppalúða. Einhvern...

Af hverju gerum við kröfu um siðferðilega hegðun?

Síðustu daga hefur farið hátt að menn verði að víkja úr embættum og störfum, og axla ábyrgð. Er höfuðástæðan oft sú að siðferðileg hegðun viðkomandi hefur verið gagnrýnd og þykir óásættanleg, og viðkomandi jafnvel gagnrýndur fyrir spillingu, - sem er þá...

Af hverju bjartsýni á myrkum dögum? Og hvað er eiginlega bjartsýni?

Ég spurði son minn hvernig hann skilgreindi bjartsýni. Hann svaraði því til að svartsýni þýddi að við værum blind því að við leituðum ekki í ljósið, en bjartsýni þýddi að við horfðum í ljósið og það gæti blindað okkur. Þetta er hárrétt hjá honum, en eins...

Margt gengur vel - verum bjartsýn

Í dag mun forseti Íslands opna með formlegum hætti vefinn bjartsýni.is, vef sem birtir aðeins uppbyggjandi efni jafnt frá atvinnulífinu sem einstaklingum, um árangur sem hefur náðst á erfiðum tímum, tækifæri sem búin eru til á kreppudögum, og einfaldlega...

Hvor röddin er réttmætari: hin siðfágaða, fræðilega, hugljúfa og friðsama, eða reiðiöskrin, pönkið, rokkið og ofbeldið?

Þessi spurning vaknaði þegar ég gluggaði í þetta klassíska myndband og velti fyrir mér atburðum og gagnrýni dagsins tengdum mótmælum sem virðast vera að færast sífellt nær handalögmálum og ofbeldi, og sífellt fjær málstaðnum... Það er sjálfsagt einhver...

Mjallhvít, Hamlet og Konungur Ljónanna í einum pakka: The Chronicles of Narnia: Prince Caspian (2008)

The Chronicles of Narnia: Prince Caspian er ein af þessum sjaldgæfu framhaldsmyndum sem er betri en frummyndin. Samt byrjar hún frekar illa og er að mestu hræðilega illa leikin, en tekur síðan lokakipp sem verður til þess að ævintýraheimur Narníu verður...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband