Hvernig forgangsröðum við á krepputímum?

 

 

Nú er svo komið að fjöldi fólks er að missa vinnu, fjöldi fólks getur ekki borgað af lánum sínum - lánum sem eru jafnvel hófleg - rétt fyrir þaki yfir höfuðið og fararskjóta. Þetta fólk er að upplifa stjórnvöld sem lömuð og aðgerðarlaus, og finna ekki að verið sé að koma nægilega til móts við þau. En það er reyndar skiljanlegt, því að það er svo margt í gangi og mörg verkefni fyrir höndum.

Væri ekki tilvalið að forgangsraða verkefnum?

Verkefnin að neðan eru ekki í ákveðinni röð, en þú vilt kannski hjálpa til við að forgangsraða.

  • Finna bankaræningjana, reyna að fá peninginn til baka og hegna þeim.
  • Losna við ríkisstjórnina af því að hún virðist ekkert gera við ástandinu, kallaði þetta yfir fólkið og er að gera illt verra. (Ég trúi ekki endilega að þetta sé allt satt).
  • Reka seðlabankastjóra af því að hann byggði hagkerfið og hann gat ekkert gert við falli þess.
  • Koma á stöðugleika og forgangsraða síðan.
  • Finna leiðir fyrir fórnarlömb ránsins, þau sem eru að missa atvinnu og aðrar nauðsynjar.
  • Afnema verðtryggingu. Þýðir að eigendur tapi hluta af eigum sínum en kemur í veg fyrir að skuldarar fari á hausinn.
  • Mótmæla á laugardögum kl. 15:00 eða 16:00, og beina mótmælunum gegn einstaklingum frekar en að hafa þetta málefnalegt.
  • Mótmæla á laugardögum kl. 15:00 eða 16:00, og mótmæla málefnalega frekar en gegn einstaklingum.
  • Leggjast í þunglyndi og gera ekki neitt.
  • Flýja land.
  • Blogga um þetta og vona að það sé hlustað.

Bloggfærslur 6. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband